Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Qupperneq 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008
Blogghclmar
Georg Arnarson:
Hart hjá
leiguliðum
Það er frekar hart í ári hjá leigu-
liðum þessa
dagana og ég var
að fá þær fréttir
af Suðurnesj-
unum, að þar
stefni í fjölda-
gjaldþrot margra
minni útgerðar-
manna. Hringdi í
mig maður í dag, sem hefur verið
að beita á Suðurnesjunum, til að
reyna að selja mér nokkur línubjóð.
Það var það eina sem hann gat
fengið upp í það sem hann átti inni
hjá útgerðinni, því útgerðin var
farin á hausinn. Hann sagði mér
m.a. dæmi um útgerðarmann, sem
fór á sjó fyrir nokkru síðan, fiskaði
4,5 tonn, mest þorsk, en þegar út-
gerðarmaðurinn hafði borgað leig-
una, beitninguna, beituna og olíuna,
þá stóðu eftir aðeins innan við 100
þús. krónur fyrir gjöldum og leigu
á húsnæði og var þetta samt einn af
betri róðmm hjá þessum manni.
Leiga á þorskkvóta í dag (ef hann
fæst), er um 240-250 kr. kg. og
fyrir fisk sem er að seljast á mörk-
uðunum frá 200 til liðlega 300
krónur, þá getur verið erfitt að
skauta á þessari örmjóu lfnu. Sem
betur fer, er ég þó með flestar þær
tegundir sem ég veiði í föstum
viðskiptum, en það dugar ekki
endalaust, enda hefur olían
hækkað, beitan hækkað, leigan
hækkað og í flestum tegundum,
verðið lækkað.
Magnús Bragason:
Á Spáni
Ég er farinn til
Spánar ásamt
Öddu og Friðriki.
Verðum í húsinu
hennar mömmu á
Torreveje. Með
okkur verða
tengdaforeldr-
amir. Reyndar verða allir afkom-
endur þeirra á svæðinu. Bára og
Lilja leigðu sér hús við hliðina á
okkur, Vigdís og Erlingur verða í
húsinu sem Gunný og Rikki eiga
og Jón Ingi fékk hús sem er á
Marina svæðinu. Þannig að þetta er
orðið hálfgert ættarmót.
Strákarnir okkar í fótboltanum
fara aldeilis vel af stað þetta sumar-
ið. 6 sigrar í röð og markatalan í
deildinni 11-0. I fyrra vorum við
komin með 9 stig eftir fímm umfer-
ðir en nú 15. Við vorum hársbreidd
frá því að komast upp í fyrra. Nú
ætlar Heimir með liðið upp!
Skólabróðir minn, hann Svenni, er
að standa sig vel sem formaður, en
hann tók við keflinu í sumar af
öðrum duglegum manni, honum
Viðari Elíassyni.
Gísli Hjartarson:
Skotsjúkt lið
Var ekki nóg að
svæfa dýrið og
koma því ein-
hvers staðar fyrir?
- Nei, endilega
skjótum það, ég
sem hélt að þetta
væri ein af þeim
dýrategundum
sem menn teldu
að væru um það
bil að detta á stig útrýmingarhættu.
Bið að heilsa yfirlögregluþjóninum
fyrir norðan og vona að hann þurfi
aldrei að ferðast um í þoku!!!!
Eyjamaöur vlkunnar:
Þjóðhátíðarlagið, Brim og boðaföll
Hreimur Örn Heimisson, söngvari
hljómsveitarinnar Lands og sona, er
nú að leggja lokahönd á þjóð-
hátíðarlagið í ár. Lagið heitir Brim
og boðaföll og er stefnt að því að
setja lagið í spilun á öllum betri
útvarpsstöðvum á sjálfan
þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Reyndar hefur heyrst að frum-
flutningur verði við setningu
Pæjumóts TM í kvöld. Hreimur
þekkir þjóðhátíðina eins og handar-
bakið á sér, hefur margsinnis staðið
á stóra sviðinu og skemmt gestum
en auk þess hefur hann komið að
fjórum þjóðhátíðarlögum, m.a. hinu
geysivinsæla Lífið er yndislegt,
sem hefur verið nokkurs konar
þjóðhátíðarlag undanfarinna ára.
Hreimur Örn er því Eyjamaður
vikunnar.
Nafn: Hreimur Örn Heimisson
Fæðingardagur: l.júlí 1978.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Kvæntur með eitt barn
og annað á leiðinni.
Draumabíllinn: Það er Toyota
Tercel eða Volkswagen bjalla,
gamla týpan. Mér hefur alltaf
fundist Tercel flottur og bjallan líka
en þetta byggist algjörlega á ytra
útliti enda hef ég lítið vit á bílum
almennt.
Uppáhaldsmatur: ítölsk nauta-
hakkssúpa sem konan mín gerir.
Það er minn uppáhaldsmatur.
Versti matur: Skata eða gellur til
dæmis. Þetta er það allra versta
sem ég reynt að setja ofan í mig.
Prófa skötuna samt alltaf aftur en
hún breytist ekkert á milli ára.
Uppáhalds vefsíða: Þetta er
auðvelt, það er Fótbolti.net.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Það er svo margt og erfitt að
spyrja tónlistarmann svona spurn-
inga. Akkúrat núna er það tónlistin
úr myndinni Into the wild sem
Eddie Vedder á heiðurinn af.
Aðaláhugamál: Þar sem ég vinn
við tónlist þá lít ég ekki á það sem
áhugamál þannig að ég segi golf.
Hreimur Örn er Eyjamaður
vikunnar.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Þetta er gríðarlega erfið spurning
en ég held ég verði að segja Gandí.
Ég held að hann hafi vitað lengra
en nef hans náði og það hefði
ekkert verið leiðinlegt að taka einn
hring með honum í golfi.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Þeir eru nokkuð margir
staðimir sem em fallegir og erfitt
að gera upp á milli. Eg held ég
segi samt Rínardalurinn í Þýska-
landi, nánar tiltekið Bobbart
dalurinn en þar spilaði ég á
Jakobsgolfvellinum og var nánast
sama í hvaða átt maður horfði, það
gat allt verið mynd á póstkorti.
Annars eru Vestmannaeyjar alltaf í
topp þremur hjá mér.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Ég held ég verði að
segja að þeir Tiger Woods og
Michael Jordan séu mínir uppá-
haldsíþróttamann. Ætli það séu
nokkrir sem komist með tærnar þar
sem þeir hafa hælana. Uppáhalds-
liðið mitt er Liverpool en eftir að
ég sá þá taka United 3:1 þá hef ég
verið þeirra maður. John Arne
Riise skoraði meira að segja í
leiknum.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja íþrótt: Ég
tel mig meðalgóðan golfara og svo
finnst mér alltaf gaman að sprikla í
fótbolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það eru
svona skrítnir þættir. Ég var rosa-
lega hrifinn af Dexter og núna
síðast er það Eureka. Þættir eins
og Prison Break og CSI höfða líka
þvflíkt til mín.
Varstu lengi að semja þjóð-
hátíðarlagið: Nei ég samdi það
eiginlega um jólin. Tryggvi og fé-
lagar voru búnir að hafa samband
og biðja mig um að senda þeim lag.
Þeir lofuðu mér þó aldrei að það
yrði notað enda vildu þeir halda
möguleikanum opnum að fá fleiri
lög. En ég samdi lag sem mér
finnst vera mjög þjóðhátíðarlegt og
gerði einfaldan texta með. Þetta er
ekki ósvipuð uppskrift og Lífið er
yndislegt, þó ég sé ekki að líkja
þessum lögum saman enda toppar
líklega ekkert Lífið er yndislegt.
Land og Synir munu svo flytja
lagið sem er kannski meira hljóm-
sveitarlag þó svo að allir eigi að
geta sungið með.
Hvaða þjóðhátíðarlag er í uppá-
haldi hjá þér af þeim sem þú
hefur komið að: Lífið er
yndislegt. Hin lögin eiginlega
gleymast eiginlega af því hversu
vel það heppnaðist. Vinátta er lfka
eftirminnilegt en eiginlega bara af
því að það var svo vont veður árið
sem það var þjóðhátíðarlag. En ég
er með samning við almættið um
að það verði gott veður í ár.
Verða Land og synir á ferðinni í
sumar: Nei, við verðum lítið á
ferðinni. Við komum fyrst og
fremst saman á þjóðhátíð enda
erum við hálfgerð þjóðhátíðar-
hljómsveit. Við ætlum reyndar að
sjá til eftir þjóðhátíðina hvort við
tökum ekki smá rúnl.
Eitthvað að lokum: Sjáumst á
þjóðhátíð.
MANNABREYTINGAR hafa orðið við höfnina undanfarna mánuði þar sem starfsmenn til
margra ára hafa náð löglegum heldrimannaaldri. Allir byrjuðu þeir á sama tíma eftir að hafa verið lengi til
sjós.
Um áramótin síðustu hættu tveir. Fyrstan skal nefna Óla Svein Benharðsson sem byrjaði hjá höfninni árið
1986 og var allan tímann vélstjóri á Lóðsinum. Hinn er Björgvin Magnússon sem byrjaði hjá Höfninni 1987.
Björgvin var yfirhafnsögumaður til 2007 en í hálfu starfi til 2008.
Loks var það Sveinn Halldórsson sem hætti í þessum mánuði. Hann byrjaði hjá höfninni 1987, þá á
Grafskipinu Vestmannaey þar sem hann var í nokkur ár en síðan sem hafnarvörður til júní 2008.
Sveinn Haldórsson og ÓIi Sveinn Benharðsson hættu báðir þegar 70. árinu var náð, en Björgvin Magnússon
69 ára.
Með þeim á myndunum er Ólafur M. Kristinsson, hafnarstjóri, sem færði þeim gjöf frá höfninni í tilefni
tímamótanna.
Gamla myndin:
Þessi glæsilega kona ber merkið mynd no.
11.439 í safni Kjartans. Annað er ekki
vitað um hana. Enn höggvum við í þann
sama knérunn að biðja lesendur Frétta að
bæta úr. Sem fyrr er síminn hjá okkur á
Bókasafninu 481 1184 eða 893 3488
(Gunnar Ólafsson er sér um skráningu á
Ijósmyndasafni Kjartans). Jafnframt
minnum við á að frammi í anddyri
Safnahússins höfum við komið fyrir
tveimur möppum með myndum af
óþekktum fyrirsætum. Fengur væri okkur
að því að fróðir settust niður og hjálpuðu
okkur til að þekkja þá sem enn eru nafn-
lausir.
Nýir Eyjamenn:
Þann 11. aprfl sl. eignuðust
Jóhanna Kristín Reynisdóttir og
Egill Arnar Amgrímsson stúlku
sem skírð hefur verið Bima Dögg.
Hún fæddist á Landspítalanum í
Reykjavík. Stúlkan var 4225 gr. og
53 cm.
Með henni á myndinni em bræður
hennar, Reynir Þór þriggja ára og
Arnar Gauti fimm ára.
Kirkjcir bazjarins:
Landa-
kirkja
Laugardagur 14. júní
Kl. 14.00. Útfararguðsþjónusta
Guðlaugs Guðjónssonar.
Sunnudagur 15. júní
Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Kaffisopi
á eftir.
Miðvikudagur 18. júní
Kl. 11.00. Helgistund á
Hraunbúðum.
Huítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur
Biblíulestur kl: 20:30
Laugardagur
Brauðsbrotning kl: 20:30
Sunnudagur
Samkoma kl: 13:00
Allir hjartanlega velkomnir. Guð er
góður og miskunn hans varir að
eilífu.
Aðuent-
kirkjan
Laugardagur
Vertu velkominn að rannsaka með
okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök
dagskrá fyrir börnin.
Sjáumst!
V