Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 15
Ffgttir / Fimmtudagur 17. aprfl 2008 15 LJ Glæsilegt afmælismót GV sem fagnar 70 ára afmæli á árinu: Leikið á fyrstu sex holunum FYRSTA HOLLIÐ Gísli Jónasson, Leifur Ársælsson, Sveinn Snorrason og Gunnar Stefánsson Golfklúbbur Vestmannaeyja minnt- ist þess á laugardag með afmælis- móti og fagnaði að 70 ár eru frá stofnun klúbbsins. Reyndar er afmælisdagurinn ekki fyrr en 4. desember en mótið á laugardag var númer eitt í röðinni af ýmsu því sem gert verður á þessu ári til að minnast þessara tímamóta. Leikið var á elsta vellinum sem var aðeins sex holur, par 22, en þrjár af þeim holum eru enn í notkun. Ut- búnar voru flatir og teigar sem næst upprunalegri staðsetningu á hinum þremur. Mjög góð þátttaka var í þessu afmælismóti, eða 86 manns og um þriðjungur keppenda sem kom gagngert ofan af fastalandinu til að samfagna GV-félögum. Hið fegursta veður var á laugardag og margir þeirra sem þátt tóku í mótinu léku níu holur til viðbótar og sumir meira. Mótið hófst kl. hálfníu um morg- uninn og voru það fjórir úr hópi elstu kylfmga klúbbsins sem hófu leik. Þrír þeirra voru nánast aldir upp á þessum velli, þeir Gunnar Stefánsson frá Gerði, Leifur Ársæls- son og Sveinn Snorrason, fyrrver- andi forseti GSI, sem hér bjó um tíma. Sá fjórði var Gísli Jónasson sem byrjaði í golfi nokkru seinna. Keppt var í karla- og kvennaflokki, bæði með og án forgjafar. I kvenna- flokki urðu úrslit þessi með forgjöf: 1. Jónína Rútsdóttir GR 21 h 2. Anna S. Erlingsd. GO 21 h 3. Karin Hafsteinsd. GMS 22 h Án forgjafar urðu úrslit þessi: 1. Karin Hafsteinsd. GMS 27 h 2. Eygló M. Óskarsd. GO 28 h 3. Katrín Magnúsd. GV 29 h I karlaflokki urðu þessir efstir með forgjöf: 1. Egill Egilsson GV 16 h 2. Hallgr. Júlíuss. yngri GV 18 h 3. Óskar Svavarsson GO 18 h Án forgjafar urðu þessir efstir: 1. Hallgr. Júlíuss. yngri GV 20 h 2. Björgvin Þorsteinss. GA 20 h 3. Óskar Svavarsson GO 21 h Björgvin Þorsteinsson hlaut verð- laun fyrir að vera næst holu á 4. braut í upphafshöggi, 2,6 m og Jónína Rútsdóttir á 6. braut, 1,46 m. Saga GV komin út I afmælisfagnaði eftir mótið var kynnt ný heimasíða klúbbsins, gvgolf.is þar sem m.a. er af finna vefmyndavél sem sýnir ástand vall- arins. Þá var einnig kynnt stórt veggspjald í anddyri Golfskálans þar sem sjá má myndir eða upp- drætti af öllum þeim fjórum völlum sem leikið hefur verið á frá upphafi. En þama var einnig kynnt og afhent Saga GV í 70 ár sem Sigur- geir Jónsson hefur tekið saman, rit upp á 250 bls. þar sem saga klúbbs- ins er rakin frá upphafí til síðustu áramóta, með nokkuð á annað hundrað myndum. Sigurgeir sagði stuttlega frá bókinni en afhenti síðan Helga Bragasyni, formanni GV og Jóni Ásgeiri Eyjólfssyni, forseta GSÍ, fyrstu eintökin. Þetta er í fyrsta sinn sem golfkúbbur á Islandi ræðst í slíka útgáfu og sannkallað stórvirki hjá GV að hafa látið verða af því. Formenn fjögurra golfklúbba af fastalandinu, Golfklúbbs Reykja- víkur, Kjalar í Mosfellsbæ, Golf- klúbbs Selfoss og Keilis í Hafnarfirði, voru þarna mættir og færðu GV gjafir í tilefni afmælisins og Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSI, færði klúbbnum nýjan bikar, háttvísibikarinn, sem skal afhenda árlega þeim kylfingi sem þykir skara fram úr vegna prúðmannlegrar framkomu. Þá færði Guðni Gunn- arsson, frá Gilsbakka, klúbbnum gamla golfsettið hans afa síns, Ólafs St. Ólafssonar í Magna. Til stóð að sá eini, sem enn er eftir- lifandi af stofnendum klúbbsins, Gissur Ó. Erlingsson, yrði á þessum fagnaði en hann verður hundrað ára á næsta ári. Þegar til kom, treysti hann sér ekki til þess en sendi sínar bestu kveðjur til klúbbsins. Fyrsta deild karla í kanttspyrnu Haukar 2 - ÍBV Q Fyrsta tapið orðið að veruleika Eftir því sem sigurleikjum 1. deild- arliðs ÍBV fjölgaði, styttist í fyrsta tapleikinn. Eftir sjö sigurleiki í röð í deildinni lágu þeir fyrir Haukum sl. sunnudag á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði, 2:0. Þótt tap sé ekki eftirsóknarvert, kann þessi tapleikur að verða liðinu til góðs. Nú vita strákarnir að taplausir verða þeir ekki eftir sumar- ið og alla leiki þarf að spila af full- um krafti. Þótt sfðustu leikir liðsins hafa unnist, hefur liðið ekki verið að spila eins og það best getur. Skellurinn í Hafnarfirði kann að minna það á að enginn leikur er fyrirfram unninn. Þótt það séu sann- indi, sem allir vita, þarf stundum að skerpa á þeim. Veðurguðimir léku við hvem sinn fingur í leiknum í Hafnarfirði. Haukar vom öllu snarpari í sókn- araðgerðum sínum, en markalaus HEIMIR Hallgrímsson, þjálfari, í Jónsmessugöngu á laugardaginn. Honum hefur sennilega ekki ekki verið hlátur í hug eftir leikinn á sunnudaginn en hann getur huggað sig við að fá lið fara taplaust í gegnum heilt mót. varð fyrri hálfleikurinn. í lok hans fékk Ingi Rafn Ingibergsson að líta rauða spjaldið eftir tæklingu. Eyjamenn voru afar ósáttir við þennan dóm, hann væri alltof strangur. En hvað þýðir að deila við dómarann. Allan síðari hálfleikinn lék Eyja- liðið því einum færri og hafði það sín áhrif á gang leiksins. Fyrsta markið kom þegar 10 mínútur vom liðnar af leiknum, eftir aukaspyrnu Haukanna. Og eftir 20 mínútna leik kom annað mark Haukanna. Það var því á brattann að sækja fyrir Eyjapeyja. IBV átti fátt afgerandi færa í seinni hálfleiknum, þeir reyndu þó að pressa stíft og fækkuðu vamar- mönnum og settu aukinn kraft í sóknina, en allt kom fyrir ekki og Eyjaliðið hafði tapað sínum fyrsta leik í sumar. ÍBV-drengirnir í sjöunda flokki gerðu góða ferð á Akranes þar sem fram fór Islandsmót sjöunda flokks drengja í knattspyrnu. ÍBV tefldi fram A- og C-Iiðum og náðu strákarnir í A-Iiðinu mjög góðum árangri. Leikjafyrirkomulag var með þeim hætti að skipt var í sex riðla og mættust þau lið í úrslitum sem orðið höfðu í sama sæti í riðlunum. Var þeim skipt í ís- lensku, ensku, spænsku og þýsku deildirnar. A-liðið varð í þriðja sæti og lék í spænsku deildinni. Mættu þeir Breiðabliki í síðasta leik sem var hreinn úrslitaleikur og vann ÍBV 2:0. C-liðið lék í þýsku deildinni. Kristján Georgsson, þjálfari sagði mótið vel heppnað og ekki hefði veðrið skemmt sem var gott allan tímann. GUTNIR íþróttir Hatta- og kjólamót og Jóns- messan Um helgina eru tvö mót á dagskrá hjá GV. Á föstudag verður Hatta- og kjólamótið sem er kvennamót. Það mun hefjast kl. 16.30 á föstudag og verða leiknar tólf holur í punktakeppni. Á eftir verður svo vippkeppni og létt snarl í Golfskálanum. Móts- nefndin vill skora á konur að skrá þátttöku sína í þessu móti en tekið er á móti skráningu í Golf- skálanum og hjá þeim Magnúsínu Ágústsdóttur og Guðrúnu Erlings- dóttur. Á laugardag kl. 15.30 er svo hin árlega Jónsmessukeppni en hún var á árum áður eitthvert fjölmen- nasta mótið hjá GV. Hægt er að skrá þátttöku sína bæði á golf.is og í Golfskálanum Töpuðu með einu marki ÍBV stúlkur tóku á móti Grinda- vík á Hásteinsvelli í fyrstu deild í knattspymu á fímmtudaginn. Fyrirfram var búist við erfiðum leik fyrir Eyjakonur því Grindavík hefur sterku liði á að skipa. Það er ekki ofsögum sagt að leikurinn var erfíður en ÍBV hafði í fullu tré við gestina þó þær yrðu að sætta sig við eins marks tap. Margt jákvætt var í leik liðsins og verður gaman sjá hvort þær nái að bæta sig þegar líður á sumarið. 1R er nú í efsta sæti með með 15 stig eftir fimm leiki og ÍBV með níu eftir jafnmarga leiki. Grinda- vík kemur næst með sex stig eftir þrjá leiki og Þróltur er með jafn- mörg stig eftir ljóra leiki. ÍBV mætir Fjölni í bikarnum Á mánudaginn vardregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og ljóst að margir athygliverðir leikir fara fram í þeirri umferð. Leikimir fara fram miðvikudag- inn 2. júlí og fimmtudaginn 3. júlí. - IBV dróst á móti Fjölni, einum af helstu keppinautum sínum í 1. deildinni í fyrra. Leikurinn verður miðvikudaginn 2. júlí á Fjölnisvelli. Gaman verður að sjá þessi lið eigast við að nýju og máta sig saman, annað í efstu deild, hitt í 1. deild. Það voru tíu Landsbanka- deildarlið í skálinni að þessu sinni, þrjú úr I. deild karla og þrjú úr 2. deild karla. Leikur ÍBV er miðvikudaginn 2. júlí. Framundan Föstudagur 27. júní Kl. 20.00 ÍBV - Njarðvik, meistaraflokkur karla Frá miðvikudegi til laugardags Pollamótið. Shellmót sjötta flokks drengja í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.