Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 6. nóvember 2008 ÞRJÁR hressar, Svana, Ágústa og Ása. STOLTIR FORMENN Guðrún og Gréta höfðu fulla ástæðu til að bera höfuðið hátt enda ballið þeim og öðrum sóma. Verslunarballið var öllum til mikils sóma Verslunarmannaballið er orðið eitt stærsta ball ársins í Eyjum enda til þess vandað á allan hátt. Það sást vel á ballinu í ár sem lialdið var í Höllinni á laugar- daginn. I boði var matur, skemmtiatriði og dansleikur með Sálinni. Um 450 manns voru í mat sem þótti frábær og mikill fjöldi þegar Sálin byrjaði að spila. Það var engin kreppustemning á Verslunarmannaballinu en að því standa Verslunarmanna- félagið og Félag kaupsýslumanna. Allir skörtuðu sínu fegursta og var gaman að sjá svona margt fólk prúðbúðið fólk saman komið. Helga Braga Jónsdóttir, leik- kona, stýrði veislunni af miklum krafti og stóð sig frábærlega. Kom fram í glæsikjól, brá sér í hlutverk Gyðu Sólar og kom svo sem magadansmær sem sló algjörlega í gegn. Formenn félag- anna, Gréta Grétarsdóttir, for- maður Kaupsýslumanna og Guðrún Erlingsdóttir, formaður Verslunarmannafélagsins létu til sín taka. Drógu glæsilega vinn- inga í happdrætti sem verslanir lögðu til. Gréta rifjaði upp gamla takta frá því hún var „aðstoðar- kona“ Skara skrípó og klæddi Arnór bakara úr skyrtunni án þess að hann færi úr jakkanum. Næsta fórnarlamb var Björgvin Rúnarsson, framkvæmdastjóri Hallarinnar, sem varð að sætta sig við að standa uppi á stól á brókinni einni fata. Jóhannes eftirherma sýndi gamla takta en lokatóninn á skemmtuninni sló hljómsveitin Tríkot sem þótti fara á kostum. Þá tók Sálin við og spilaði til klukkan fjögur um morguninn. Þar með lauk Verslunarballinu sem var bæði gestum og aðstand endum til mikils sóma. KRAFTUR OG HÁVAÐI Foreign Monkies héldu tónleika á Conero á föstudagskvöldið og var mæting góð. Strákarnir sýndu snilli sína en hávaðinn var í efri mörkum þannig að erfitt var haldast við enda húsnæðið ekki stórt. En cflaust hafa einhverjir skemmt sér og Víðir þurfti ekki færri en fjóra kjuða til að ljúka tón- leikunum sem sýnir að keyrslan var mikil. Slegið var á létta strengi inn á mlli, Gísli, Bogi, Víðir og Leifur. GESTIR á tónleikunum voru flestir í yngri kantinum. SIGURDÍS: Ég hef ekki sýnt í Eyjum síðan árið 2000 og verð því með myndir sem ég hef unnið frá 2000 til 2008 því mig langar að sýna það sem ég hef verið að gera. Sigurdís Harpa á Safnahelgi Sigurdís Harpa Arnarsdóttir verður með myndlistarsýningu í anddyri Safnahúss um helgina. Er þetta 30. einkasýning hennar. „Ég hef ekki sýnt í Eyjum síðan árið 2000 og verð því með myndir sem ég hef unnið frá 2000 til 2008 því mig langar að sýna það sem ég hef verið að gera á tímabilinu. Ég verð með ríflega 50 myndir sem ég hef aldrei sýnt áður og eru allar í römmum. Þetta eru blekmyndir, olíumyndir, teikningar og myndir með texta og blandaðri tækni, “ sagði Sigurdís þegar hún var spurð út í sýninguna. Sýningin verður opnuð klukkan 13.00 á laugardag og þá mun Guðrún Eva Mínervudóttir lesa upp nýjustu bókinni sinni. „Guðrún Eva er vinkona mín og ég fékk hana til að lesa upp úr Skaparanum og hvet alla til að mæta. Þetta er sölusýning og ég vonast til að sjá sem flesta því mér finnst æðislegt að fá tækifæri til að sýna heima. Ég tileinka Ulfari Eysteinssyni á Þremur Frökkum sýninguna en hann hefur fylgst með mér í tólf ár og alltaf styrkt mig og komið reglulega á vinnustof- una mína og keypt myndir. Ég sýni lítil og stór verk og það er hægt að greiða með korti og ég vona að það komi sem flestir á sýninguna, “ sagði Sigurdís en sýningin verður opin til klukkan 18.00 á laugardag og frá 14.00 til 18.00 sunnudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.