Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 16
(FRÉTTIRjl /sun mvestments s.L FASTEIGNASALA A SPANI LINDA RÓS Frétto- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 1 (0034) 646 930 757 Hndarosg@hotmafl.com www.ftuninvostmontil.com plús !/W ☆ ™ iSmm U)V]fiOÐÍ£YJUjVh PyíúJh JjrJUj' á,«-Jpðy^J-J4JÖÓ " Húsasmíði er mitt fag og þjónustu mína veiti. Hringdu í mig strax í dag og húsinu þínu ég breyti." Snkkarnn I SigurðurOddur | húsasmiður I | sími: 899-2576 | eyjar1@hotmail.com | UNDIRSKRIFT Heimaey ehf.- þjónustuver hefur keypt Domus fasteignasölu í Vestmannaeyjum. Hér skrifa Guðjón Hjörleifsson og Páley Borgþórsdóttir undir samninginn. Nánar á bls. 12. Blessuð síldin er kærkominn fengur Blessuð síldin hefur alltaf verið kærkomin fengur og er nú sem Ijós í myrkri þegar þrengir að í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Júpíter ÞH landaði fyrsta farminum á vertíðinni hjá Isfélaginu í síðustu viku. I gær, miðvikudag, var hann að landa þriðja túrnum og búinn að ná rúm- lega tvö þúsund tonnum. Vinnslu- stöðin var búin að taka á móti 600 tonnum í vikunni og átti von á öðru eins en Kap VE og Sighvatur VE skipta með sér veiðunum. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri ísfélagsins, sagði síldina alla fara í vinnslu og unnið er í 12 tíma á dag hjá frystihúsinu. Alsey VE fer á miðin um helgina og Guðmundur VE er við veiðar á norsku sfldinni og landaði í Noregi á mánudag. Kap VE landaði fyrsta farminum, 600 tonnum, hjá Vinnslustöðinni á sunnudag og í gær var Sighvatur VE á leið í land með 600 tonn. Síldin er góð og fer beint í vinnslu þar sem hún er flökuð og fryst. Guðni Ingvar Guðnason, útgerðar- stjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði síldina veiðast út af Stykkishólmi sem væri erfitt svæði. „I fyrra veiddist sfldin inni á Grundafirði en nú er hún á svæði þar sem mikið er um sker og boða og það mæðir mikið á skipstjórum við þessar aðstæður. Við stýrum veiðunum þannig að við erum með eitt skip frá okkur á miðunum í einu og Kap fer út seinni part fimmtudags,“ sagði Guðni Ingvar. Styrktartón- leikar LV á laugardag Lúðrasveil Vestmannaeyja verður með sína árlegu Styrktarfélaga- tónleika laugardaginn 8. nóv. n.k. kl. 16.00. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt að vanda, allt frá lögum Oddgeirs til bandarfsku rokksveitarinnar Kiss og allt þar á milli. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi en stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Jarl Sigurgeirsson. LV hefur síðan um miðja síð- ustu öld verið með styrktarfé- lagakerfi þar sem fólk getur styrkt sveitina. Einu sinni á ári er gjaldið rukkað inn og fá styrktarfélagar í staðinn tvo miða á þessa lónleika. Þessi styrkur sem bæjarbúar hafa veitt sveit- inni, hefur verið grundvöllurinn að góðu starfi LV. Síðustu ár hefur fækkað nokkuð í þessu kerfi og er leitað leiða til að fjölga í hópnum á nýjan leik. Nú auglýsir LV eftir fólki sem hefur áhuga á að gerast Styrktar- félagar LV og styrkja með því menningarlífið. Hægt er að hafa samband við einhvern af félögum LV eða með tölvupósti á hlif@mi.is - jarl@grv.is - s.vilhe!msson@ gmail.com eða olisnorra@ simnet.is. Spennandi og metn- aðarfull dagskrá Safnahelgi verður um næstu helgi með spennandi og metnaðarfullri dagskrá. Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi, nefndi metnaðar- fullar bókmenntakynningar sem verða óvenju margar um helgina. „Vestmannaeyingurinn Sigurdís Arnarsdóttir sýnir verk sín í Safnahúsi, safnið hans Þórðar Rafns verður opið og ég reikna með stemmningu þar. Fiskasafnið kemur sterkt inn með melnaðarfulla dagskrá og á laugardag munu Hallgrímur Helgason og Einar Kárason lesa úr bókum sínum í Herjólfsbæ og ég á von á góðri mætingu. Dagskráin teygir sig fram til sunnudags og þá munu Úlfar Þormóðsson og Sjón lesa úr nýjum skáldsögum og svo er skemmtileg nýjung að fólk fær tækifæri til að láta meta bækur sínar á laugar- deginum, “ sagði Kristín og er ánægð með að Safnahelgin verði nú líka haldin á Suðurlandi. „Eg sit í stjórn safna á Suðurlandi og ég er auðvitað ánægð þegar ákveðið var að öll söfn á Suðurlandi yrðu með dagskrá sömu helgi og Vestmannaeyjar. Veitinga- og kaffíhús ásamt verslunum taka þátt í dagskránni á Suðurlandi eins og í Vestmannaeyjum og formleg setning fer fram á Stokkseyri á föstudag. Jafnframt verða afhentir styrkir menningarráðs. Veðurspáin er fín og ég á von á góðri þátttöku bæjarbúa og reyndar Sunnlendinga allra,“ sagði Kristín. Illa slegnir út í Utsvari Eyjamenn fóru enga frægðarför í spurningaþáttinn Utsvar sem var í beinni útsendingu Ríkissjón- varpsins á föstudag. Eyjamenn mættu ofjörlum sínum af Fljótsdalshéraði en lokatölur urðu 117 stig gegn 63. Fljótsdalshérað sló þar með stiga- met Útsvars um tíu stig eða svo. Þátturinn var hins vegar líflegur og skemmtilegur en því miður voru engin stig gefin fyrir brand- ara, enda hefði sveit Vestmanna- eyja sjálfsagt unnið ef svo hefði verið. VIKUTILBOÐ 6. - 12. nóv Gulrætur SOOg verð nú kr 179,- verð óéur kr 229,- Lu Choto Wafers verð nú kr 218,- verð óður kr 288,- Hvitlauks snittubrauð verð nú kr 228,- verð úður kr 298,- Kjarnafæði blandað hakk verð nú kr/kg 799,- verð úður kr/kg 1288,- SS Cordon Bleu verð nú kr 389,- verð úður kr 470,- verð nú kr 168,- verð óður kr 258,- Tilboðs franskar 650 g

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.