Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 2
Jclin2008 | Fimmtudagur 4. desember 2007 Þegarvið sprengdum vatnsrúmið Hvernig leggjast jólin íþigþettaárið? -Þau leggjast bara nokkuð vel í mig. Heldurðu að jdlin verði eitthvað öðruvísi vegna kreppunnar? -Auðvitað verða þau það, fólk hefur ekki eins mikið af peningum milli handanna þetta árið eins og svo oft áður. Fólk á eftir að reyna eins og það getur að minnka allan auka kostnað við jólahald, t.d. færri smáköku- tegundir og ódýrarir gjafir. Hvernig heldur fjölskyldan þín upp á jólin? -Jólin hjá okkur eru bara ósköp venjuleg held ég. Hlustum á kveðj- urnar á RÚV á meðan allir eru að gera sig tilbúna fyrir kveldið. Klukkan sex þegar kirkjuklukkurnar hringja þá fá allir koss og knús. Svo upp úr sjö förum við að borða hamborgarhryg- ginn, allir hjálpast svo að við að vaska upp og ganga frá eftir matinn. Síðan koma sér allir vel fyrir fyrir framan tréð og einn pakki opnaður í einu, Við erum yfirleitt mjög lengi að þessu og oftast er frændfólkið farið að hringja og þakka fyrir sig áður en við erum búin að opna allar gjaflrnar. Svo lumar mamma alltaf á einhver- jum góðum kökum í miðnæturkaffi handa okkur svo allir fari nú saddir og sáttir í svefninn. Eigið þið einhverjar jólahefðir? -Við skerum út laufabrauð. Á Þorláksmessu skreytum við svo alltaf tréð öll saman. Við systkinin og pabbi förum alltaf á aðfangadagsmorgun í það að bera út jólakortin á meðan mamma eldar möndlugraut. Hvað þýða jólin fyrir þig? -Tími með fjölskyldunni og vinum. Borðtennismót Longara og spilað alveg helling með vinkonum mínum Áttu einhverja skemmtilega jólaminningu? -Þegar við systkinin vorum lítil þá stálumst við til þess að hoppa í vatnsrúminu hjá mömmu og pabba á meðan þau voru að gera sig klár, við vorum löngu tilbúin og vorum ekki alveg að nenna að bíða eftir þeim þannig að það kom smá hiti í leikinn hjá okkur og við sprengdum vatnsrúmið. Getið ímyndað ykkur hvað foreldrar mínir voru ánægðir. Klukkan var rúmlega sex og þau á fjórar í sparidressinu að ausa vatni og þurrka upp. Þetta var það mikið að afi Lalli kom að hjálpa þeim að tæma dýnuna. I miningunni voru þau heila eilífð að þrífa þetta upp og við hél- dum að við fengjum ekki að opna pakkana fyrr en daginn eftir sem var alveg hræðilegt þegar maður er svona lítill og búinn að hlakka svo lengi til jólanna. En allt gekk þetta svo upp á endanum þó að jólin frestuðust um nokkra klukkutíma. Hvað langar þig í jólagjöf? -Bara einhvern lítinn sætan kreppu- pakka. MSUB 1 Hamingj a, kærleikur og kannski heimabíó Hvernig leggjast jólin í þig þetta árið? -Jólin leggjast bara bullandi vel í mig þetta árið, öll fjölskyldan hefur boðað komu sína hingað til Eyja þannig að þetta verður mjög líflegt og skemmti- legt. Svo er maður að fara að útskrif- ast 20. desember þannig að þetta verður stórt í ár. Heldurðu að jólin verði eitthvað öðruvísi vegna kreppunnar? -Já, í ljösi aðstæðna, þá stefnum við fjölskyldan á að snæða SS pylsur á aðfangadagskvöld og gæða okkur á dýrindis 1944 hamborgarahrygg á jóladag. Hvernig heldur fjölskyldan þín upp á jólin? -Ég myndi segja að jólin hjá okkur væru ósköp eðlileg og afslöppuð. Fjölskyldan kemur saman, hefur það voðalega notalegt og ákveðin jólastemmning er yfir öllu. Ekki má heldur gleyma alveg hreint æðislegum mat a la mamma og pabbi. Svo eru að sjálfsögðu pakka- skipti þar sem Amma Villa er ennþá með flesta pakkana, alveg hreint ótrúlegt! Eigið þið einhverjar jólahefðir? -Nei, ég get ekki sagt það, bara þessar venjulegu Áttu einhverja skemmtilega jólaminningu? -Já, ég get tæplega lýst sjokkinu sem ég fékk þegar ég var yngri. Þegar ég komst að því að ég hafði í raun engan náttúrulegan hæfileika í því að fínna möndluna í grjónagrautnum sem er í desert á aðfangadagskvöld. Þá er henni bara smyglað í diskinn hjá manni svo að litla krílið fái möndlu- verðlaunin. Nú eru þau yngri í fjöl- skyldunni að ganga í gegnum sömu svikamylluna. Hvað langar þig í jólagjöf? -Ég væri til í hamingju, kærleika og kannski heimabíó. Jólin2008 fimmtudagur 4. desember tfWÆS wmt\:t Útgefandi: Eyjasýn ehf. Greinar og viðtöl: Júlíus Ingason Guðbjörg Sigurgeirsd. Ómar Garðarsson Ellert Scheving Myndir: Starfsmenn Frétta Úr einkasöfnum Uppsetning: SæþórVídó %

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.