Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 8
Þ að var s vo mikið af fínum kökum og með þ eim var dr ukkið súkkulaði - segir Birna þegar hún rifjar upp jólin í gamla daga Það er notalegt að setjast niður í fallega eldhúsinu hennar Birnu og gœða sér á gómsœtum smákökum. „Já, ég er byrjuð að baka“ segir hún pegar hún er spurð út í baksturinn. „Mér finnst gaman að baka og núna verð ég að passa að baka ekki ofmikið, svo þetta gangi út,“ bcetir hún við og á boðstólum eru þrjár smákökutegundir, hver annarri betri. Birna Rut Guðjónsdóttir hefur fallist á að rifja upp jólin eins og þau voru í gamla daga enda gott að líta til fortíðar þegar íbúar landsins höfðu ekki alltafúr miklu að spila. Það er öllum hollt, ekki síst núna í öllu krepputalinu. Útbjuggum lítinn sveitabæ Jú, éghefhaldið íýmsar hefðirfrá því ég var stelpa. Ég bakaði alltaf hálf- mána og gyðingakökur fyrstu bú- skaparárin og svo kemur alltaf eitt- hvað nýtt sem mann langar að prófa. „Við vorum alltaf með jólatré með lifandi kertum sem var sett upp á borðstofuborðið. Þá voru ekki komn- ar ljósaseríur eins og núna Mamma og pabbi skreyttu tréð eftir að við syst- urnar vorum sofnaðar á Þorláks- messu og pökkuðu inn gjöfunum. Við hlökkuðum alltaf til jólanna. Það var ekki bara spennandi að fá pakkana heldur líka jólatréð, maturinn og jólin í kirkjunni. Kvenfélagið var líka alltaf með skemmtun í Samkomuhúsinu sem var alveg frábær. Það var svo mikið af fínum kökum og með þeim var drukkið súkkulaði. Allir þessir þættir gerðu jólin einstök. Við fengum líka kökur og súkkulaði þegar fór að líða á aðfangadagskvöldið en þá var haft súkkulaði til hátíðarbrigða. Eftir að fólk fór að hafa meiri peninga þá er miklu meira lagt í skreytingar. Ein skreytingin sem ég man eftir og stendur upp úr í minningunni er heimatilbúin. Við útbjuggum lítinn sveitabæ úr pappakassa og settum rauðan gegnsæjan pappír í gluggana og glimmer yfir, en hann var hægt að kaupa í litlum bréfum. Ljós var sett inn í bæinn og það sem okkur þótti þetta fallegt. Ég hafði meiri ánægju af þessu skrauti en mörgu af því sem ég hef eignast síðar og hefur kostað miklu meira.“ Úti á sjó á aðfangadag Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli þegar Birna var fjórtán ára gömul. Móðir hennar lést eftir erfið veikindi frá þremur börnum en yngri börnin voru níu og eins árs gömul. „Þá urðu miklar breytingar hjá fjöl- skyldunni. Tommi bróðir minn ólst upp hjá frænku okkar og hennar manni á Hellu. Ég veit að fóstra hans reyndist honum sem besta móðir og Sólveig systir mín fór til Reykjavíkur til ömmu og afa. Hún var bara níu ára þegar hún fór héðan en elskar Vestmannaeyjar og nýtur þess að koma hingað. Ég varð eftir í Eyjum því égvildivera hjápabba. Pabbivarsjó- maður og því alltaf á sjó og ég var mikið ein þennan vetur. Þegar ég kom heim úr skólanum var kalt í húsinu, þá voru miðstöðvarkatlar í húsum og ég kunni ekki að kveikja upp. Það tók talsverðan tíma að hitna enda einfalt gler í húsunum og allir gluggar hrím- aðir. Ég gat ekki setið þarna ein í kuld- anum og fór því alltaf til Indu frá Gerði eftir skóla til að læra en hún bjó þá á Þingvöllum. Hún sá um að sá um að kveikja upp og þrífa stigana á Þingvöllum áður en hún fór til vinnu á sjúkrahúsinu þar sem hún sá um þvottana. Næstu tvo vetur þegar ég var í 2. og 3. bekk í Gagnfræða- skólanum var ég hjá hjónunum í Baldurshaga. Við pabbi fórum alltaf til Reykjavíkur til ömmu og afa yfir jólin og yfirleitt komumst við með flugi. Svo fyrir ein jólin var mjög slæmt veður og ekkert flug þannig að það var allt útlit fyrir að við kæmust ekki suður. Ég var sest niður við matarborðið hjá fjölskyld- unni í Baldurshaga á aðfanga- dagskvöld þegar pabbi kom og sagði að varðskipið Þór væri að fara til Reykjavíkur. Við fórum með skipinu og þetta var ömurleg ferð, alla jólanóttina. Ég held mér hafi aldrei liðið eins illa og þessa nótt,“ segir Birna en ekki löngu seinna eyddi hún jólum í Noregi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.