Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 4
4 JÓlin2008 Fimmtudagur 4. desember 2007 Ómissandi hluti jólahaldsins Á dögunum komu Kiwanismenn saman ásamt börnum og barnabörnum sínum í húsakynnum Kiwanisklúbbsins Helgafells. Komið var að hinum árlega viðburði þegar jólasælgætinu var pakkað og eins og undan- farin aldarfjórðung eða svo, var svo sannarlega hama- gangur í öskjunni. Pökkunin fer þannig fram að börnin setjast við þrjú langborð og er undan- tekningalaust þétt setinn bekkurinn. Pokinn er síðan látinn ganga og fylla börnin á pokana með rétta namminu. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með yngstu börnunum, sem mörg hver hafa aldrei séð eins mikið magn af sælgæti á sinni stuttu ævi og eru mörg hver með stjörnur í augunum. Hin, sem eru vanari, eru þó dugleg við að siða þau til. Alls var pakkað í 1725 kassa og eru 8 sælgætispakkningar í hverjum kassa. Það fara því 13.800 sælgætispakkar sem eru nú í umferð og skila sér vonandi sem flest inn á heimili í Vestmannaeyjum. Það tók um 100 krakka þó ekki nema um 45 mínútur að raða þessu saman, sem er öruggle- ga íslandsmet í sælgætispökkun, jafn- vel evrópumet og hugsanlega heimsmet. Sælgætispakkarnir eru mörgum heimilum ómissandi hluti jóla- haldsins en Kiwanismenn ganga um þessar mundir í hús og selja kassana. Allur ágóði sölunnar rennur óskertur til líknarmála innanbæjar. Góð þjónusta og gott verð - segir Hólmgeir hjá Dótakistunni Dótakistan, sem er til húsa aö Vestmannabraut 38, hefur starfað í þrjú ár. Eins og nafniö bendir til er áhersla lögð á leikföng og eigendur hafa aö leiöarljósi að bjóða mikið úrval og verð sem stenst samanburð við það lægsta sem gerist annars staðar. „Þegar við opnuðum ákváðum við að einbeita okkur að leikföngum og vera ekki að troða okkur inn á það sem aðrir kaupmenn eru að gera. Þó auðvitað geti það verið freistandi á dauða tímanum en það grefur undan öllum ef allir eru kroppa hver í annan,“ sagði Hólmgeir Austfjörð, kaupmaður. Hann segir að lítil yfirbygging og gott samstarf við innflytjendur sé lykill að því að bjóða upp á gott verð. „Við fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast í sölu á leikföngum og erum oft á undan þeim í Reykjavík að koma með nýjungar. Auk þess bjóðum við lægra verð og það hefur fjöldi við- skiptavina staðfest við okkur. Birgjar okkar hafa hjálpað okkur til að ná þessum markmiðum okkar og þó freistandi væri að stækka við sig þá kostar það sitt. Því yrðum við að hleypa út í verðlagið en við viljum vera samkeppnishæf og erum það. Ekki síst núna þegar þeir stóru sitja uppi með miklar fjárfestingar með til- heyrandi kostnaði." Hólmgeir segist finna greinilega fyrir því að Eyjamenn kunni að meta þetta. „Þetta hefur líka spurst út og við erum að fá fyrirspurnir úr Reykjavík. Ekki síst eftir að við auglýstum verð- mun á þrettán vörutegundum hjá okkur og Toys’r’us. Hann var hvorki meira né minna en 38.508 krónur sem geta nýst fimm manna fjölskyldu til að kaupa í matinn yfir jólin," sagði Hólmgeir. Hann vildi að lokum koma á fram- færi þakklæti til Eyjamanna fyrir góðar viðtökur. „Þeir versla í heimabyggð og halda tryggð við okkur kaupmenn sem stöndum í þessu, sem er að sjálfsögðu grundvöllurinn fyrir því að við getum haldið úti verslun hérna í eyjum, Okkar svar er góð þjónusta og gott verð.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.