Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 6
6 Jólin2008 Fimmtudagur 4. desember 2007 -t Ég er svo mikið iólabarn ^ • TV yT / i p • • x 1 / - - • - segir Margrét Sigurjónsdóttir Hjónin Margrét Sigurjóns- dóttir og Elías Gunnlaugsson eiga hlýlegt ogfallegt heimili á Brimhólabrautinni. Þegar blaðamann bar að garði höfðu þau nýlokið við að gera eld- húsið hreint og ekkert gefið eftir, enda jólahreingerningar partur af jólaundirbún- ingnum. Húsmóðirin gefur sér tíma til að setjast niður til að spjalla aðeins um jólin og jólaundirbúninginn en hús- bóndinn bregður sér í sund á meðan. Ólst upp í kreppu „Ég hlakkaði alltaf til jólanna þegar ég var barn og geri enn, ég er svo mikið jólabarn. Þegar ég var stelpa var mikil kreppa og skortur á öllum sköpuðum hlutum. Ég er fædd 1923 og þar af leiðandi man ég vel eftir árunum í kringum 1930 en þá var heimskreppa. Þá gat fólk ekki keypt og fengið allt sem það langaði til, það var langur vegur frá. Atvinnuleysi var mikið og sást ekki peningur. Þetta var þegar ég var að alast upp heima hjá mömmu, við vorum átta systkinin. Svo birtir öll él um síðir. Steik og ávextir með rjóma Maggý og Elli giftu sig og hófu búskap lýðveldisárið 1944, fyrst í leiguhús- næði og svo byggðu þau sér hús við Boðaslóð 17. „Þegar við Elli fórum að búa, fórum við að skapa okkar eigin jólasiði með tilheyrandi bakstri og góðum mat. Það er samt sem áður einn siður sem ég hef alltaf lagt mikið upp úr að halda og þáð er að hafa allan fatnað viðgerðan og alla sokka stoppaða og klára fyrir jólin. Það kom sér vel í gosinu því þá voru öll fötin okkar tilbúin og viðgerð þegar við fórum frá Eyjum. í sambandi við mat þá vorum við alltaf með steik á borðum á aðfanga- dag og ávaxtagraut með rjóma í eftir- rétt. Nú er ég oft með ávaxtagraut á sunnudögum," segir Maggý og brosir, enda einstaklega glaðlynd og skemmtileg kona. „Það var líka föst regla að vera alltaf með svið á nýárs- dag. Elli var sjómaður og á fyrstu búskaparárunum var hann á togur- unum og þá kom fyrir að hann var ekki heima yfir jólin. Ég var þá ein heima með Hjördísi, elsta barnið okkar. Tvíburarnir Björk og Viðar komu tíu árum seinna." Langur opnunartími Maggý var lengi verslunarstjóri yfir vefnaðarvörudeild Kaupfélags Vestmannaeyja. Þegar Maggý var að byrja í búðinni fóru Vestmanna- eyingar örugglega ekki eins oft í verslunarferðir til Reykjavíkur, hvað þá til útlanda eins og tíðkast hefur undanfarin ár. „Ég vann hjá Kaup- félaginu í tuttugu og tvö ár. Ég fór að vinna úti þegar tvíburarnir voru sex ára gamlir en þá var mamma komin til okkar og leit eftir þeim þegar ég var að vinna. Ég hafði að sjálfsögðu í nógu að snúast sem verslunarstjóri og fór til Reykjavíkur til að versla inn og stundum kom ég með bílinn fullan af vörum til að spara flutningskostnað. Það var mikið að gera og desember erfiður því opnunartíminn var langur," segir Maggý og er í framhald- inu spurð hvort ekki hafi þótt sjálf- sagt að konur sinntu húsmóður- hlutverkinu jafnframt þátttöku á vinnumarkaði, „Jú, það voru alltaf bakaðar sex smákökusortir á heimilinu, núna baka ég tvær. Ég varð að skipuleggja mig vel. Ég átti g ó ð a n m a n n sem hefur verið mín h æ g r i hönd í lífinu og á hann enn. Fjölskyldan stendur vel s a m a n , “ segir Maggý og er ánægð með lífið og tilveruna. Litlu jólin „Mér finnst voðalega gaman að lifa og eiga þessi góðu börn og barnabörn. Tvö af börnum okkar búa hér í Eyjum og elsta dóttirin býr á Selfossi. Við eigum níu barnabörn og nú er hann Sindri okkar sá eini sem býr í Eyjum. Hin búa í Reykjavík, fóru þangað í nám og nú eru tvö þeirra á leiðinni til útlanda. Barnabörnin eru orðin níu og ég er heppin að eiga góða fjölskyldu, við tölum mikið saman í síma. Þau eru ánægð með að hafa okkur svona lengi hjá sér. Ég var að baka plötutertu og gefa barnabörnunum sem þau kunna vel að rneta," segir Maggý og ljóst að það er ekkert gefið eftir við undirbún- ing jólanna. „Við erum til skiptis hjá krökkunum á aðfangadag, þau eru með nýjungar og hafa tekið upp sína jólasiði. Litlu jólin mín eru þann 20. desember og þá er ég með súkkulaði og tilheyrandi, “ segir Maggý en þá á hún afmæli og því aðeins nokkrir dagar í áttatíu og fimm ára afmælið. Hvernigfarið þið að því að vera svona hress og ungleg? „Ég er fædd 1923 og þar af leiðandi man ég vel eftir árunum í kringum 1930 en þá var heims- kreppa. Þá gat fólk ekki keypt og fengið allt sem það langaði til, það var langur vegur frá.“ „Við borðum ekki þungan mat, erum mikið með fisk og borðum mjög mikið af grænmeti seinni árin. Ég held að það skiptu miklu og EIli er duglegur að hreyfa sig, Við tökum bæði þátt í starfi eldri borgara, ég hef verið þar í skemmtinefnd í mörg ár. Auk þess er ég í Oddfellow og sá félagsskapur hefur gefið mér mikið," segir Maggý og þau eru eins og unglömb, bæði tvö. Q£eói£eg, fáí ag. jwióœti fiemandi óm. Síuedja, Magxfý. ag ítti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.