Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Side 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009
Frjálsar strandveiðar henta ekki smábátakörlum í Vestmannaeyjum:
Veiðarnar eru ekki frjálsar
og fela í sér mismunun
-Segir Jóel Andersen, formaður smábátaeigenda í Eyjum - Georg
Arnarson: Hefði hentað okkur betur að fá úthlutað í aflaheimildum
- Vitað um tvær trillur sem eru byrjaðar róðra fá Eyjum
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráð-
herra, gaf leyfi fyrir strandveiðum
þar sem heimilt er að veiða á hand-
færi allt að 3.955 lestir samtals af
óslægðum þorski. Aflinn reiknast
ekki til aflamarks eða krókaafla-
marks þeirra fiskiskipa sem stunda
handfæraveiðar Veiðarnar skulu
fara fram í júní, júlí og ágúst og
veiðiferð má ekki standa lengur en
14 klukkustundir og óheimilt er að
koma með meiri afla en 800 kg
miðað við óslægðan fisk í hverri
veiðiferð. Aflaheimildir skiptast á
fjögur landsvæði og ákveðnum
tonnafjölda útdeilt á hvem mánuð
fyrir sig.
Jóel Andersen, formaður Farsæls-
félags smábátaeigenda í Vestmanna-
eyjum, er hlynntur frjálsum króka-
veiðum en telur strandveiðarnar
ekki vera frjálsar þar sem þær feli í
sér mismunun. „Þetta er ekkert fyrir
okkur hérna. I fyrsta lagi er langt að
sækja þorskinn á þessum árstíma og
helst að fá ufsa núna. Afli er
bundinn við 800 kíló á dag sem
þýðir að þeir sem eru á ufsa fá
helmingi minna verðmæti en fyrir
þorsk. Þetta gæti hentað okkur í
mars eða apríl og er auðvitað
sniðugt þar sem stutt er á miðin og
hægt að ná í þorsk. Ég veit að þeir
sem geta náð í ufsa á leigu velja það
frekar en þetta kerfi,“ segir Jóel og
bendir á að þeir geti verið lengur úti
og alla daga vikunnar en strand-
veiðarnar banna veiðar föstudaga og
laugardaga,
„Fyrstu tíu tonnin og tólf dagarnir
fara í kostnað, svo koma brælur inn
í þetta. Það er mjög misjafnt eftir
landshlutum hvað menn fá út úr
þessu og meðan við erum að fá 330
kíló á Suðurlandi erum smábátasjó-
menn fyrir norðan að fá 600 til 700
kíló. Þetta passar engan veginn fyrir
okkur og ég held að það séu einn
eða tveir sem stunda strandveiðar
frá Eyjum í dag .“
Strandveiðar henta kjör-
dæmi ráðherranna
Georg Arnarson, trillukarl, sagði
eðlilegt að kvótalausir útgerðar-
menn sæktu í strandveiðar og telur
ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegs-
ráðherra frá því í haust, um að auka
geymslurétt á aflaheimildum milli
fiskveiðiára úr 20% í 33%, komna í
ljós. „Útgerðarmenn geta leigt frá
sér 50% af aflaheimildum og þurfa
þá ekki veiða nema 17% af úthlut-
uðum veiðiheimildum. Aukinn
geymsluréttur var til að koma til
móts við menn þegar þorskur var
skorinn niður og ýsukvóti aukinn en
það er slæmt fyrir þá sem leigja og
nú er nánast ómögulegt að fá
kvóta.“
Einar Kr. Guðfinnsson, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra, gerði
kvótakerfið enn verra en það var og
Jón Bjarnason, núverandi sjávar-
útvegsráðherra, er eins og fyrir-
rennarar hans og hengir sig nánast
algjörlega á hugmyndir Hafrann-
sóknastofnunar. Byggðakvótinn var
hugsaður fyrir kvótalitlar byggðir
og sama má segja um strand-
veiðarnar. Þær henta kjördæmi
Einars Kr. og Jóns Bjarnasonar
mjög vel því bátamir fyrir vestan
eru að landa 100 tonnum af þorski á
dag. Það hlýtur því að vera óhætt að
auka kvótann,“ sagði Georg og
bendir á að ekkert samræmi sé á
milli landshluta.
„Við vildum að þessi 800 kíló yrðu
í þorskígildum sem þýddi að við
hefðum mátt veiða um 2 tonn af ufsa
á dag. Þá væri þetta sanngjarnt en
úthlutun er líka mismikil eftir
landsvæðum. Ég veit um tvo smá-
bátamenn sem eru byrjaðir í þessu
kerfi í Eyjum og það eru þrír eða
fjórir sem ætla trúlega að fara þessa
leið vegna þess að þeir eru orðnir
kvótalausir.
Kerfinu fylgir líka ákveðin pressa
ég veit um strandveiðimann sem var
á sjó í leiðandaveðri enda er þetta
dagakerfi. Það var eini báturinn sem
reri þann daginn," sagði Georg og
telur að strandveiðar munu verða til
þess að menn hendi verðminni fiski
fyrir verðmeiri. „Inni á vef Fiski-
stofu er nú komin tilkynning um að
strandveiðum sé lokið frá og með
16. júlí vegna þess að þeirra hlut-
deild í strandveiðikvótanum er búin
sem gefur okkur þá fyrst og fremst
tvær vísbendingar. í fyrsta lagi hvað
mikill þorskur er á miðunum og hitt
hversu grimm sóknin verður, strax
1. ágúst nk. þegar nýr mánuður
tekur við og hugsanlega vanbúnir
bátar rjúka af stað í öllum veðrum."
sagði Georg.
Eyjamaðurinn Tryggvi Hjaltason, „Ice“, fer ekki troðnar slóðir:
Lauk liðsforingjaþjálfun í Bandaríkjunum
Tryggvi Hjaltason hefur undanfarin
tvö ár stundað nám í Bandaríkjun-
um en á sumrin hefur hann unnið í
dómsmálaráðuneytinu. Á ensku
kallast námið Global Security and
Intelligence Studies, sem gæti út-
lagst alþjóðleg öryggis- og gagna-
greining. Tryggvi segir að gert sé
ráð fyrir fjögurra ára námi en hann
tekur það á tveimur og hálfu ári.
„Ég er að ljúka lokaritgerðinni í
ráðuneytinu og læra kínversku í
fjarnámi. En það er krafa um eitt
erlent tungumál," segir Tryggvi og
viðurkennir að kínverskan sé ekki
auðlærð. „Hún er mjög erfið því
hún á ekkert skylt við það sem við
þekkjum. Ég er ekki orðinn fullfær
í kínverskunni en gæti spurt til
vegar og pantað mat á veitingastað
og sitthvað í þeim dúr. Ég held að
maður verði ekki fullfær nema að
dvelja í Kína eða vera í einhvers
konar kínverskumælandi umhverfi
reglulega."
Meðfram náminu stundaði
Tryggvi nám hjá bandaríska hem-
um og hefur lokið liðsforingja-
þjálfun. „Þetta er venjulegur
háskóli sem ég er í en herinn er þar
með þjálfunardeild. Ég komst inn
með klókindum má segja en
Bandaríkjamennimir hafa tekið mér
mjög vel. Ég hef fengið þjálfun í
bardagaaðferðum, leiðtogaþjálfun,
að leiða litlar hersveitir (small unit
tactics) ásamt vopna- og líkams-
þjálfun. Þá er einnig bóklegt nám í
hinum ýmsu herfræðum, svo er
mikið lagt upp úr kortalestri og að
geta bjargað sér í náttúrunni.
Persónulega hef ég mest gaman af
TRYGGVI á æfingu með félögum sínum í bandaríska hernum.
því að leiða hersveit af Bandaríkja-
mönnum í verkefni eins og t.d. að
taka út óvinabyrgi."
I hernum og skólanum gengur
Tryggvi undir nafninu „Ice“ en
Tryggvi er ekki auðvelt nafn fyrir
Bandaríkjamenn í framburði.
Tryggva gengur mjög vel í náminu
og er með meðaleinkunnina 9,88.
Tryggvi segist ekki vera ákveðinn
í hvað hann ætlar að gera að námi
loknu en hann óttast ekki að verða
atvinnulaus. „Það er margt í boði
fyrir fólk með þessa menntun
þannig að ég kvíði ekki verkefna-
skorti. Spumingin er kannski frekar
hvort ég fái einhver viðfangsefni
hér heima. Við Guðný erum alltaf
að sjá það betur og betur hvað
Vestmannaeyjar toga í okkur en ef
við settumst að hér er hætt við að
lítið yrði að gera fyrir mig sem
tengdist náminu en það verður bara
að koma í ljós hvert Guð leiðir
okkur. Ég útiloka alls ekki Vest-
mannaeyjar og stór hluti af manni
mun alltaf liggja hjá eyjunni
fögru." sagði Tryggvi sem er
kvæntur Guðnýju Sigurmunds-
dóttur og fylgdi hún honum til
Bandaríkjanna.
Tryggvi Már
nýr fram-
kvæmda-
stjóri ÍBV
ÍBV íþróttafélag hefur gengið frá
ráðningu Tryggva Más Sæmunds-
sonar í starf framkvæmdastjóra
félagsins.
Hann hefur starfað í aðalstjórn
félagsins frá því 1999 og verið
varaformaður frá 2007. Þá hefur
Tryggvi verið í þjóðhátíðarnefnd
frá árinu 2000 ásamt því að koma
að starfi IBV á margan annan veg.
Tryggvi er 33 ára að aldri og
vélvirki að mennt.
Tryggvi mun hefja störf sem
framkvæmdastjóri IBV íþrótta-
félags fljótlega eftir þjóðhátíð.
RUV.is um þjóðhátíð:
Nýtt svið
og stærri
brekka
-Og bættur aðbúnaður
RÚV.is segir frá uppbyggingu á
hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal til að
geta tekið á móti fleiri gestum.
Tjaldstæði heimamanna hafa
verið endurbætt og framkvæmdir
standa yfir við nýtt Brekkusvið.
Hugmyndin er að gera mann-
virkin í Herjólfsdal varanlegri til
að nýta þau betur yfir sumarið og
einfalda um leið undirbúnings-
vinnu hátíðarinnar. Nýja Brekku-
sviðið mun snúa meira til norðurs
en það gamla. Þannig nýtist
brekkan betur og rúmar fleiri gesti
en fyrr.
JJaft er eftir Páli Scheving
Ingvarssyni í þjóðhátíðamefnd að
það þurfi að bæta aðstæður í daln-
um og efla alla umgjörð svo unnt
sé að taka á móti fleira fólki.
Eyjamenn vilji sem fyrr þjónusta
sína gesti vel.
I ljósi aukinnar fiutningsgetu,
með tilkomu nýrrar Landeyja-
hafnar að ári, hefur verið rætt
hvort það þurfi að takmarka fjölda
gesta á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í
framtíðinni. Um 13.000 manns
sóttu hátíðina í fyrra.
Útgefandi; Eyjasýn ehf. 480278-054!) - Vcstjnannaeyjum. Ritstjóri; Ornar Garöarsson.
Blaðamenn: Guðbjðig Sigurgeirsdóttir ng Júlíus Ingason. íþróttir: Ellert Sclieving.
ÁbjTgdarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson.
Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprcnt. Vestmannaeyjimi. Aðsetur ritstjómar. Stramlvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur fivttii-@cyjafrottir.is.
Veffang: littp/Avww.eyjafrettir.is
FRÉ'iTlK koma út alla fimintudaga. lllaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tristinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, tsjakanum,
verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTIR em prentaðar i 2000 cintökum.
FRÉTi'lK eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprenhin, hljóðritun,
notkun ljiismynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.