Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Side 13
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009 13 BUBBI: Ég man þetta mjög vel því ég kom til Eyja eftir vertíðarlok frá Hornafirði. Ég kom til Eyja 12. maí 1974 og var meira og mhma í Eyjum til ársins 1978. Þarna kynntist maður þessu blómlega lífi sem fylgdi vertíðum í Eyjum. S __ Bubbi svarar gagnrýni - Hef skoðun og hef rétt á henni - Atti góð ár í Eyjum Mikil áskorun fyrir mig að semja þjóðhátíðarlagið -Margar perlur dægurlagatónlistarinnar í þeim hópi - Svara gagnrýninni með laginu - Nínon bræður þjóðsagnapersónur - Tímabært að setja Bjössa í Klöpp í lag og texta Viðtal Júlíus G. Ingason Julius @ eyjafrettir. is A hverju ári er reynt að minna eins mikið á þjóðhátíðina og mögulegt er í fjölmiðlum og stór hluti af markaðssetningunni er þjóðhá- tíðarlagið. Þegar fréttist að Bubbi Morthens ætti að semja þjóðhátfðarlagið í ár, hrukku margir við enda voru sumir Eyjamenn ósáttir við frammistöðu Bubba í fyrra, bæði á þjóð- hátíð og á tónleikum sem hann hélt í Höllinni. En það verður ekki tekið af Bubba að hann kann að semja lög og þjóðhátíðarlagið hans hittir í mark. Bubbi var á leið í veiði þegar blaðamaður Frétta heyrði í honum hljóðið en hann sagðist hafa gengið með hugmynd að laginu í nokkurn tíma. „Það er auðvitað mikil áskor- un að semja þjóðhátíðarlagið enda margar perlur dægurlagatónlistarinnar eru einmitt þjóðhátíðarlög. Lögin hafa reyndar verið æði misjöfn en sum eru frábær og þess vegna fylgir því smá pressa að semja lagið. Ég vildi gera góðan brekkusöng en um leið lag með skírskotun bæði til Vestmannaeyja og Islands. Eyjan mín, getur auðvitað bæði táknað Vest- mannaeyjar og Island, þó svo að lagið fjalli um Vestmannaeyjar." Segi söguna eins og hún er Samdirðu lagið sérstaklega eða áttir þú það á lager? „Nei, ég samdi það sérstaklega fyrir þjóð- hátíðina. Ég var reyndar með ákveðnar hug- myndir þegar kom að því að semja lagið því Palli Scheving hafði m.a. minnst á það að fá mig til að semja lagið einhvem tíma. Annar Palli, en Eyjamaður líka, Páll Magnússon, útvarpsstjóri hafði líka nefnt það við mig að það væri skandall að ég væri ekki búinn að semja Eyjalag. Svo kom kallið frá þjóðhátíðamefnd og þá var ég ágætlega undir það búinn að semja lagið,“ sagði Bubbi. í textanum má finna nokkra samtíðarmenn Bubba frá því að hann var hér á vertíðum á ámnum 1974 til 1978. Sungið er um Nínon bræður, þá Stjána og Sibba, Bjössa í KIöpp sem kunni hnefatal, Eirík hest og Magga mann, sem var fyrstur úr jakkanum eftir ball. Bubbi sagðist ekkert hafa óttast að semja texta um þessa menn. „Nei, nei, alls ekki. Nínon bræður voru t.d. þjóðsagnapersónur þegar ég var úti í Eyjum og það hefði fyrir löngu átt að vera búið að setja Bjössa í Klöpp í eitthvað Iag. Þessir menn sem ég syng um vom margir hverjir þekktir langt út fyrir Eyjamar og þekkt saga að jaxlar af aðkomu- bátum vildu reyna sig gegn Bjössa á sínum tíma, svo öflugur var hann. Eiríkur hestur var líka gríðarlega öflugur og Maggi maður talaði um það sjálfur að hann væri fyrsti maður úr jakkanum eftir ball. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr þessum hetjum heldur segja söguna eins og hún er,“ sagði Bubbi. En hefurðu fengið viðbrögð við laginu? „Jákvæð, bæði frá útvarpsfólki og fólki úti á götu. Það hefur enginn hreytt í mig ónotum ennþá þannig að þetta hlýtur að vera í lagi. Ég fékk reyndar gagnrýni fyrir að gera ekki KR-texta við þetta góða lag. KR-ingar hefðu viljað eiga lagið," sagði Bubbi og hló en hann samdi einmitt KR-lagið á sínum tíma. Svaraði gagnrýnisröddum með laginu Bubbi segist ekki hafa áhyggjur af þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið frá Eyjum. „Ég veit af þessu og þetta beinist sérstaklega að því þegar ég hélt tónleika um veturinn og gagnrýndi samstöðu fólksins með Arna Johnsen þegar hann vann að því að komast inn á þing aftur. Ég setti út á þennan stuðning því ég hafði í tvígang séð hluti gerast á sviði hjá Árna sem hann svo neitaði fyrir. Ég talaði um að fólk ætti ekki að vera meðvirkt og stend við það enn þann dag í dag. En við skulum hafa það á hreinu að Árni Johnsen er hinn vænsti maður og okkar samskipti hafa alltaf verið góð. En ég hef skoðun og hef rétt á henni, hvort sem það fer illa í einhverja eða ekki. Ég tel að ég hafi svarað gagnrýnisröddunum með þjóðhátíðarlaginu. Og ég vona að þeir sem gagnrýndu mig á sínum tíma, standi upp í brekkunni, syngi með, klappi saman hönd- unum og hylli þá félaga sem koma fram í textanum." Hvað með þá gagnrýni að frammistaða þín á þjóðhátíðinni ífyrra hafi ekki verið nógu góð? „Frammistaðan var mjög góð, mér fannst ég bara flottur á þjóðhátíðinni í fyrra. Ég get lofað Eyjamönnum því, að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég standi mig ekki á sviðinu á þjóðhátíð. Það hef ég gert undan- farin ár og ætla ekki að hætta því núna,“ sagði Bubbi ákveðinn. Skemmtilegur tími í Eyjum Eins og áður sagði dvaldi Bubbi í Eyjum meira og minna í fjögur ár, frá 1974 til 1978. Hann segir þennan tíma hafa verið æði skemmtilegan. „Sumarið 1974 var til dæmis eitthverl mesta sólarsumar sem ég man eftir og þá var gaman að vera í Eyjum. Það var svo gaman að geta hlaupið upp á Heimaklett og fengið sér sopa,“ sagði Bubbi og hló inni- lega. „Ég man þetta mjög vel því ég kom til Eyja eftir vertíðarlok frá Homafirði. Ég kom til Eyja 12. maí 1974 og var meira og minná í Eyjum til ársins 1978. Þama kynntist maður þessu blómlega lífi sem fylgdi vertíðum í| Eyjum. Ég var á verbúð í Vinnslustöð, ísfélaginu og í Fiskiðjunni og bjó um tjrria á Kirkjuveginum fyrir neðan Bankann. Ég: man lika eftir verkstjóra í ísfélaginu, henni Siggu, sem þótti harðdugleg og öflug kona. Hún var á þessum tíma amman á verbúðunum og svo komst ég að því um daginn að hún er enn á lífi, 101 árs gömul. En þetta var flottur óg skemmtilegur tími í Eyjum og með textaþum vildi ég aðeins minnast þeirra sem voru svo áberandi á þessum tíma.“ Ertu spennturfyrir þjððháfíöinni? „Já, ég er það eins og alltaf þegar ég kem á þjóðhátíð. Það er jafnvel inni í myndinnj hjá mér að taka fjölskylduna með rriér til Eyja og njóta hátíðarinnar með henni. Vjð skulum sjá til hvort það gangi upp,“ sagði Bubbi. Samkeppnin er harðari Bubbi hefur verið á fleygiferð í sumar með hljómsveit sinni EGÓ sem snýr nú aftur. EGÓ fylgir Bubba á þjóðhátíðina. „Þetta hefur bara gengið glimrandi vel í sumar. Við höfum verið að koma út lögum sem hafa fengið góðar viðtökur þannig að við höfum ekki yfír neinu að kvarta. Það er enn til sveitaballastemmning í landinu en hún hefur breyst. Nú eru færri hús og samkeppnin harðari meðal hljómsveita. Platan okkar kemur út í október en ég vil ekki tilkynna nafnið á henni strax. Ég geri það kannski á þjóðhátíðinni,“ sagði Bubbi hlæjandi að lokum. Ég get lofað Eyjamönnum því, að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég standi mig ekki á sviðinu á þjóðhátíð. Það hef ég gert undanfarin ár og ætla ekki að hætta því núna,“ sagði Bubbi ákveðinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.