Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009
9
prógrammið en breyta nöfnunum
yfir á þekktustu Norðlendingana.
Þama gerðust þeir mjög forspáir.
Hilmar Rós hafði verið aflakóngur
undanfamar vertíðir en nú sögðu
þeir að Willi Fischer hafí komið til
Hilmars og beðið hann um fiski-
leitargleraugun.
Willi hafði verið drjúgur afla-
maður og þeir voru nokkuð vissir
um að hann gengi með aflakónginn
í maganum. Svo gerðist það að
Willi varð aflahæstur og hampaði
aflakóngstitlinum að vori.
Um haustið skammaði Willi svo
nokkra bílstjóra fyrir að hafa
skyggt á ánægju sína með titilinn
með vísbendingunum á þorrablót-
inu.
Loðna og skítur
Gústi í Stíghúsi keyrði nokkur ár á
bílastöðinni og átti Trader sem
hann hélt vel við og málaði hann
nánast í íslensku fánalitunum. Eitt
sinn á þjóðhátíð fór hann upp á
land en þegar hann kom til baka var
hann með allar fréttir af hátíðinni á
hreinu og bar frænku sína í Þor-
lákshöfn fyrir þeim.
Þá kom þessi vísa upp á spegilinn.
Ekki vom menn vissir um það
hvort Gústi eða Hilmar ættu hana.
Enn þau miklu litasöfn,
hann er bara eins og nýr.
Hefurðu komið í Þorlákshöfh,
þar sem hún frœnka býr?
Mundi í Draumbæ hringdi á bfla-
stöðina eftir að hann var hættur
akstri og bað þá um að keyra fyrir
sig skft. Bjami, sem varð fyrir svör-
um, stakk uppá því að þeir byrjuðu
þá að keyra eldsnemma að morgni
til þess að geta þrifíð og losnað við
lyktina af bflunum áður en venju-
legur vinnudagur hæfíst. Bflar voru
þá með trépalla og vildi lyktin sitja
lengi eftir í þeim. Þá svaraði
Mundi: „Þetta er allt í lagi, þetta er
tandurhreinn skítur.“
Bílainnflutningur
Gísli Wíum fékk leyfi fyrir nokkr-
um vörubflum, er hann flutti inn,
og Mundi í Draumbæ var einn
þeirra er átti von á nýjum bfl. Svo
þegar bfllinn kom og hann mætti til
að borga, kom hann með alla
peningana innbundna í stórum klút.
Þegar andvirðið hafði verið talið
uppúr klútnum átti hann afgang er
dugði fyrir pallinum.
Dalli og Þórður á Skansinum
fluttu inn bfla frá Svíþjóð, voru
þetta stórar Scaníur. Fréttu þeir svo
af þvf að þær væru að koma upp
með Langánni og væri hún rétt
fyrir sunnan Eyjar. Dalli linnti ekki
látunum fyrr en Gísli Gíslason, er
var einn af framámönnum skipa-
félagsins, fékk því framgengt að
bflunum yrði skipað upp hér í
Eyjum.
Kom þá í ljós að þeir voru nokkuð
illa famir, höfðu greinilega staðið
lengi úti, leyndi það sér ekki á
geymasamböndunum.
Þeir fara strax að dubba bflana
upp. Kom þá Olsen gamli, aðvent-
istakferkur, í heimsókn til Dalla þar
sem hann var á kafi í bflnum og fór
strax að lesa eitthvað inn í hurðina
og sagði: ,Ja, hagsýnn maður
kaupir nýjan gamlan bfl.“ „Ha,
hvað áttu við?“ sagði Dalli. „Það
stendur hér 1972,“ svaraði Olsen.
„Andskotinn," gall þá við í Dalla í
stað arvitlans eins og söfnuðurinn
leyfði í slíkum tilfellum.
„Gættu að tungu þinni, góði
rnaður," umvandaði Olsen.
Kemur þá í ljós að hann var að
kaupa 1972 módel, sama og hann
átti fyrir og hafði selt. Er líklegt að
til hafi staðið að pússa þá upp í
Reykjavík og jafnvel skipta um
plötu. En sá gamli kom upp um
tiltækið.
Eggjasala og fyrsti
Benzinn
Dalli átti hænsnabú og var spurður
að því hvort eitt og eitt egg rúllaði
ekki framhjá tíundinni. „Eg veit
ekkert um það,“ svaraði hann.
Skýringar á nöfnum
ísi ísleikur Jónsson á Heiðarbrún - Vestmannabr. 59.
Júlli Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið - síðar á
Landamótum.
Addi Adólf Sigurjónsson á Boðaslóð 1 bjó síðar
Hrauntúni 13.
Sjonni í Landakoti Sigurjón Sigurðsson bjó á
Vallargötu 18.
Laugi Scheving Gunnlaugur Scheving bjó á Hóla-
götu 13.
Jens Jens Ólafsson bjó í Einidrangi, Brekastfg 29.
Haukur í Vatnsdal Haukur Högnason bjó í Vatnsdal.
Gústi Gústaf Sigurjónsson bjó á Hólagötu 46
(kallaður Gústi 0).
Hilmar Hilmar Jónasson frá Grundarbrekku.
Óli í Vatnsdal Ólafur Sigurðsson býr nú að Stapa.
Maggi Magnús Guðjónsson frá Reykjum - býr á
Illugagötu 5.
Bölli Björgvin Guðnason frá Fögruvöllum, bjó síðast
á Illugagötu 16.
Einar Togga Einar Ágústsson bjó síðast að Hólagötu
26.
Jónas Jónas Jónsson bjó síðast á Heiðarvegi 48.
Gústi í Stíghúsi Gústaf Finnbogason bjó í Stíghúsi
v/Njarðargötu
Helgi Helgi Leifsson - bjó lengi að Vestmannabraut
38-uppi
Mundi í Draumbæ Kristmundur Sæmundsson bjó í
Draumbæ fyrir ofan hraun.
Bjarni Bjami Guðmundsson bjó síðast á Illugagötu
13.
Gísli Wium var kaupmaður hér - bjó á Heiðarvegi 9.
Verslunin Póley er þar nú.
Hilmar Rós. Hilmar Rósmundsson, skipstjóri á
Sæbjörgu VE 56
Dalli Daníel Guðmundsson og bjó á Höfðavegi 25.
Þórður á Skansinum Þórður Magnússon býr nú á
Stapavegi 10.
Gísli í Höfðanum Gísli Stefánsson frá Sigríðarstöð-
um - bjó síðast á Faxastíg 21.
Hreggviður Hreggviður Jónsson, bifvélaverki, frá
Hlíð, bjó síðast á Sóleyjargötu 3.
Fúsi kennari Vigfús Ólafsson, kennari, frá Gíslholti.
Berti Engilbert Þorbjömsson frá Kirkjubæ bjó lengi á
Stapa.
Dcngsi Magnús Ágústsson frá Aðalbóli bjó á
Kirkjubæjarbraut 5 og síðar á Brimhólabraut 2.
Gummi í Vatnsdal Guðmundur Högnason frá
Vatnsdal (bróðir Hauks í Vatnsdal).
Manni Ármann Guðmundsson frá Viðey bjó í
Steinum v/Urðaveg.
Beggi í Viðey Björgvin Guðmundsson bjó lengst í
Viðey - síðar á Nýjabæjarbraut 1.
Lúlli Reim Lúðvík Reimarsson bjó lengi í Heiðar-
túni.
„Konan á þetta."
Nokkuð var um það að bflstjórar
væm að kaupa egg af Dalla og vom
ekki alltaf sáttir því nokkuð bar á
fúleggjum. Brást það ekki að þeim
væri komið inn í bílinn til hans svo
hann mætti finna lyktina líka.
Bjami kom með fyrsta bflinn af
Benz gerð sem var með loftkút.
Höfðu bflstjóramir safnast saman í
kringum bflinn og voru að skoða
hann þegar pressan skaut út auka-
lofti með háu snöggu hljóði. „Þeir
hmkku allir í kút,“ sagði Bjami og
hafði gaman af.
Lýsti hann því svo hvernig
tjakkamir, er lyftu bflpallinum,
kæmu hver út úr öðmm og sá
síðasti væri með hristara sem hristi
úr pallinum. „Svona du,du,du,du,
du.“
Bjarni fer til Ameríku
Þegar Bjami fór til Ameríku hafði
hann frá ýmsu að segja þegar hann
kom til baka. „Veðrið var nú gott,
alltaf sól og blíða og ég var alltaf
að raka lauf.“
Var hann með hrífuna í höndunum
alla daga, þó flötin væri hrein og
vel rökuð að kvöldi var hún þakin
laufi að morgni. Fór hann nú að
gerast nokkuð hvekktur á rakstr-
inum endalausa. Svo honum varð
að orði: „A, mikið vildi ég að það
væri komin austanátt og almenni-
legt veður, ekki alltaf þessi sól og
bli'ða."
„Svo fómm við í mikið makasín,
við vomm þama allan daginn og ég
var orðinn svangur. Mig langaði í
kaffi og gott brauð. Sagði ég við
konu mína að gaman væri nú að
prófa enskuna sína. „Já, já, gerðu
það bara og talaðu við dömuna."
Hann fer að afgreiðsluborðinu og
segir: „Have you coffee and good
bread ?“ „Yes, coffee and pizza."
Þetta var löngu fyrir pizzuöld á
íslandi og var hann nú nokkuð
sleginn út af laginu með þessu tali
hennar um að pissa sem hann fékk
engan botn í. Velti hann þessu
nokkuð fyrir sér. Var daman eitt-
hvað að misskilja hann? Bar hann
þetta undir konu sína.
„Jú, jú, pizza er ömgglega brauð-
ið,” segir hún, „við bara tökum
hana.“
Leggur hann nú inn pöntun og fær
kaffið og pizzuna, sennilega vel yfir
20 tommur. „Hún var eins stór og
rattið á bflnum mínum og mátti ég
hafa mig allan við að klára hana.“
Það urðu mikil umskifti hjá
Bjama þegar hann gat tæmt brunn-
ana undir húsinu og gert þar stóran
og rúmgóðan bflskúr í staðinn. Nú
stóð bíllinn ekki úti í öllum veðr-
um. Sagði hann þá að það væri svo
notalegt að geta stungið honum inn
á kvöldin. En það væri verst að
þegar maður tekur hann út á
morgnana þá vekur maður alltaf
konuna.
Allt geta þeir í Reykjavík
Vélin bræddi úr sér hjá Gísla í
Höfðanum og var Hilmar ákveðinn
í því að Gísli væri bara feginn því
að fá mánaðar stopp, ætti hann þá
betri tíma til þess að sinna lund-
anum og öðrum hugðarefnum.
Farið var með bflinn til Hreggviðs
og eftir viku var hringt og sagt við
Gísla að bfllinn væri tilbúinn. „Ha,
bfllinn tilbúinn?" „Já, við sendum
vélina til Reykjavíkur og fengum
skiptivél og settum hana í.“
„Dingalinga ling, allt geta þeir í
Reykjavík," sagði Gísli og þar með
var fríið búið.
I Bjargveiðimannafélaginu var svo
spurt að því hvort eitthvað væri um
það að byrjað væri að veiða fyrir
tímann. „Ekki veit ég það,“ sagði
Fúsi kennari, „en fljótur er Gillinn
að reykja, hann er kominn með þá
reykta sama daginn og má byrja að
veiða.“
Berti, sem Jens kallaði „Smyrilinn
á Stapa", var með bfl með mjög
löngum palli og með tvískipt velti-
hlífðarborð. Var hann því mjög
eftirsóttur til að flytja jámið þegar
verið var að ramma niður stálþilin í
höfninni. Ekki var þetta alveg öf-
undarlaust því einhver sagði: „Þeir
FLOTTAR ÁRSHÁTÍÐIR Þessi
mynd er frá árshátíðinni 1970.
vildu helst fá bíl sem gæti lagt
niður að framan og lagt niður að
aftan og bílstjóra sem væri haltur á
annarri löppinni."
Berti kunni að bjarga sér
Berti var einu sinni snöggur að
redda hlutunum. Það var mikil
útskipun í Friðarhöfn. Var þetta á
dögum trébryggjunnar og þá þurfti
að binda þessi stóm skip í polía
alveg upp við Vinnslustöðina. Berti
var að koma niður á bryggjuna og
ók rétt neðan við pollann þegar
mikil og kröftug vindhviða skellur
á. Landfestin slóst af miklu afli upp
undir bensíntankinn og klippti hann
nánast í tvennt. „Heyrðu,“ segir
Öm. „Hann var sko kominn eftir
tuttugu mínútur eða hálftíma aftur í
vinnuna. Þá setti hann bara 20 lítra
brúsa og bensínrörið ofan í hann og
batt hann við grindina. Einhver
hefði nú stoppað þann daginn
meðan gert var við.“
Bölli var á 20 ára gömlum Benz
og bar nokkuð á því að hann vildi
hlífa bflnum, sem kannski var
nokkur von. Leið honum best í
bryggjusnattinu. Eitt sinn var hann
þó fenginn til þess að keyra möl
upp úr fjörunni við innsiglinguna.
A leiðinni upp brekkuna, sem var
nokkuð torfær, brotnar knastásinn í
bflnum. „Verksmiðjugalli, verk-
smiðjugalli," sagði Bölli strax.
Hann var fastur í því, þó svo að
honum væri bent á aldur bflsins.
Isi var einn þeirra fyrstu sem fékk
sér tvöfalt að aftan og voru því
fjögur afturdekkin. Þótti þetta mikil
framför. Festist því við hann „ísi á
hjólunum."
Þegar sótt var möl í Botninn var
bakkað alveg niður að flæðarmáli
og þar mokað á. Þegar tvöföldu
hjólin komu gátu þeir bflar ekki
farið í sömu förin og þeir einföldu.
Svo gat það komið fyrir að bflamir
flæddu ef þeir festu sig. í slíkum
tilfellum skifti það öllu máli að
halda geymunum þunum. Sagði
Jens að þá þyrftu þeir helst að vera
uppundir hvalbak og átti þá við
vélarhúsið en Bjami vildi helst fara
með þá upp undir mæni.
Fluttu vatn til fólks
Þegar Vestmannaeyingar höfðu
ekkert annað vatn en það sem
safnað var af þökum húsa í bmnna
við hvert hús, kom það oft fyrir, í
mikilli þurrkatíð, að fór að bera á
vatnsskorti. Á bflastöðinni var
vatnstankur og dæla sem bflstjórar
skiftust á um að vera með á bflum
sínum og sinntu pöntunum um vatn
frá bæjarbúum.
Vatnið var sótt í vatnspóstinn inni
í Dal. Ofan við bmnninn var lítill
kofi er hýsti dælu þá er pumpaði
úr brunninum upp á bflana.
Einstaka bflstjóra var meinilla við
að fara í Dalinn og sækja vatn eftir
að komið var myrkur. Sögusagnir
vom um að einhver slæðingur væri
þama á sveimi. Allavega töldu þeir
sig verða varir við einhverja óút-
skýrða ónotatilkenningu er þeir
vom þama einir að bauka í
myrkrinu.
Haft var eftir Jens að hann vildi
helst ekki fara þama einn eftir að
dimmt væri orðið og ef það gerðist,
þá þyrfti hann alltaf að hleypa í sig
auka kjarki.
Dengsi var eitt sinn, seinnihluta
dags í hálfrökkrinu, að bogra yfir
vélinni í kofanum og var að reyna
að koma henni í gang. Sneri hann
bakinu að dyrunum. Allt í einu fær
hann það á tilfinninguna að eitt-
hvað sé fyrir aftan hann. Finnur
hann kaldan hroll fara niður eftir
bakinu og hárin rísa á höfði sér.
Verður hann var við tvær stórar
hendur sem teygja sig fram fyrir
hann og síðan er tekið, af miklu
afli, utan um hann um leið og sagt
er:
„Hvað segirðu elsku vinurinn?"
Var þama kominn Jói danski,
örlítið mildur. Var hann á göngu um
Dalinn þegar hann sá ljósin af
bílnum og hugðist næla sér í far í
bæinn. Dengsi sagðist hafa verið í
marga daga að jafna sig eftir
sjokkið.
Um það leyti er Gummi í Vatns-
dal var að hætta að keyra átti hann
það til að hringja í Bjama og spyrja
hvort það væri kominn nýr prís.
Svaraði þá Bjami: „Vertu ekki að
hugsa um prísinn Gummi minn,
komdu bara að keyra.“
Bjami átti það til að segja: „Nú er
sá guli farinn að kíkja inn um aftur-
gluggann.“
Var þetta helst í löndun þegar
verið var hífa á bílana og þeir
keyrðu áfram og bremsuðu fram í
þá, til þess að skapa pláss fyrir
fiskinn aftast á pallinum. Einnig
áttu þeir til að kíkja inn um aftur-
gluggann þegar verið var að bakka
upp bratta rampa eins og í
Vinnslustöðinni og hjá Helga Ben.
Manni tók að sér að sjá um
Færeyingana hans Begga í Viðey er
beittu hjá honum á Ársæli. Sá hann
auk þess um ýmsar reddingar fyrir
hann í landi. Þegar þeir svo komu
niður á stöð í leit að Manna spurðu
þeir: „Er Manninn her?“
Ekki steyptur í gær
Einar Togga var að sprauta bflinn
fyrir Örn. Á meðan notaði hann öll
útskot sem gáfust til að fara á sjó-
inn á trillunni. Kvöld eitt kom
hann með dágóðan slatta af ýsu og
hugðist færa honum í soðið. Sagði
þá Einar: „Ja, það er alveg rosa-
legt, sko, ég er eini maðurinn sem
borða ýsu. Það vinnur allt í fiski
fólkið og getur ekki borðað fisk.“
„Þetta kannski drýgir,“ sagði Öm.
„Er ekki strákurinn í fæði hjá þér?“
„Jú, jú, hann er nú í fæði. Eg
hækkaði nú pínulítið, bara pínu-
lítið, um daginn og þá hætti hann
að borða í hádeginu, en borðar eins
og hvalur á kvöldin."
Friðjón Pálsson, verkstjóri í
Hraðfrystistöðinni, fékk Öm með
sér til Lúlla Reim að sækja hleðslu-
stein. Friðjón vindur sér að Lúlla
og spyr: „Hvenær er þessi steinn
steyptur?"
„Hann var ekki steyptur í gær,“
var eina svarið sem sem Friðjón
fékk.
BARÁTTA Ekki voru bflstjórar ánægðir þegar Arnar í Ási og Þórður
á Skansinum fóru í eigin gröfurekstur og reyndu að stoppa þá.