Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009 Úr bloggheimcim: Eyjomaður vikunnar: Ragna Birgisdóttir bloggar: Nú tel ég niður eins og til jóla Ég er eins og óþolinmóður smákrakki þegar að ég er að bíða eftir að komast í sumar- frí. Langþráð sumarfrí sem felst í því að slaka á og breyta um umhverfi. Hvatvísin og óþolinmæðin sem fylgir merki Hrútsins geysist fram með miklu offorsi þegar eitthvað spennandi er framundan en jafnframt pirringur yfir lognmollu ef eitthvað gengur ekki nógu hratt fyrir sig. Eldur geisar í sálartetrinu og sem betur fer með ámnum næ ég að stjóma funanum. Hleypi honum ekki úr böndunum nema níðst sé á mínum nánustu þá verður eldgos í sálunni hjá mér. Og það hefur svo sem verið nóg af svoleiðis spýjum í vetur og sumar. Verð ofsareið ef fólk með það eitt að markmiði að troða sér og sínu áfram, kemst upp með að traðka niður aðra á leið sinni að græðgis- markmiðum sínum. En sem betur fer held ég að sá sem öllu ræður í heimi hér taki á því þegar fólk mætir skapara sínum. Nú tel ég niður eins og til jóla, að fara í frí og ætla ekki að hlusta á þingmannsræflana okkar í fréttum og blöðum reyna að bjarga okkur úr flómum.Við erum föst þar og verðum næstu árin. http.V/ragnabi. blog. is Gísli Foster Hjartarson bloggar: Velferðarríkið ✓ Island er á hrakhólum Hvers lags fram- koma er þetta við þetta fólk? Heyrði um daginn af eldra fólki sem var rosalega ósátt yfir því hvemig komið er orðið fyrir samfélaginu, þetta var fólk sem búið er að strita allt sitt líf til að hafa ofan í sig og á og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þessu fólk fannst skelfilegt hvernig það væri að skila landinu í hendumar á bömum og bamabömum sínum - en það eina sem þetta fólk hafði gert var að vinna hörðum höndum sína vinnu alla tíð í gegnum súrt og sætt, en svo komu ofurhugamir sem allt vissu og hvar stöndum við í dag!!!!.þetta fólk var óhemju ósátt og svekkt yfir að skilja svona við. http://fosterinn. blog. is Spila alltaf í tveimur pörum af sokkum Eyjamaður vikunnar er enginn annar en hann Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður hjá ÍBV meistaraflokki. Hann skoraði fyrra mark ÍBV á móti Keflavík núna síðastliðinn sunnudag þar sem leikurinn endaði 2-2. Stóð hann sig með eindæmum vel í vöminni og skoraði sitt fyrsta mark í Pepsídeildinni. Glæsilegur árangur, enda mjög ungur og efnilegur fót- boltamaður hér á ferð. Nafn: Eiður Aron Sigurbjömsson. Fæðingardagur: 26. febrúar 1990. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Ófeigur og Ásdís svo á ég 2 bræður sem heita Theodór og Marteinn og kæmstu sem kallar sig Guðný. Draumabíll: Dodge Charger. Uppáhaldsmatur: Pizzan kemur sterklega til greina. Versti matur: Slátur. Uppáhalds vefsíða: Fotbolti.net. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Prodigy eða rapp. hummel EiðurAron Sigurbjörnsson er Eyjamaður vikunnar. Aðaláhugamál: Fótbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Pabba. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Materazzi og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Held ekki.. spila samt alltaf í 2 sokkapörum. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, fótbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi: 13 ár held ég. Hvernig fannst þér leikurinn á móti Keflavík: Virkilega skemmti- legt að spila þennan leik bara lélegt hjá okkur að klára þetta ekki. Hvar verður þú um verslunar- mannahelgina: Leyfðu mér að hugsa.. Eyjum! Hvernig finnst þér þjóðhátíðarlag 2009: Þetta venst. Lokaorð: Hvet alla til að mæta á IBV - Fram á sunnudaginn! Matgazðingur vikannar: Kjúklíngasalat og fliótlegur og freistandi eftirréttur Ég þakka henni Erlu vinkonu minni kærlega fyrir áskorunina. Kjúklingasalat tilvalið í saumaklúbbinn eða bara þegar los píkos hittast á góðum degi. 5 kjúklingabringur. Steiktar og kryddaðar með salti og pipar. Skerið bringumar í bita og látið kólna í barbecue sósu. Box af cherry tómötum salat eftir smekk til dæmis lamb- hagasalat. gúrka rauð paprika græn paprika rauðlaukur vínber jarðarber Magn grænmetisins fer eftir smekk hvers og eins. Dressing: 6 matsk. barbecue sósa 6 matsk. maples sýróp ( hlynsýróp) 6 matsk. olía af fetaosti 3 kramdir hvítlauksgeirar. Eyja Bryngeirsdóttir er matgœðingur vikunnar Gott að laga fyrr um daginn ef snæða á salatið um kvöldið. Salatið skal bera fram með dress- ingunni hér að ofan, ristuðum furuhnetum, fetaosti, doritos osta- snakki, grófu brauði og góðu víni. Og að sjálfsögðu þarf góðan eftir- rétt eftir svona gott salat. Hér kemur hann: Fljótlegt og freistandi 1 stór poki Nóakropp 'á 1 vanilluís 1 marengsbotn 3-4 kókosbollur 2 öskjur jarðarber 1 peli rjómi Setjið botnfylli af Nóakroppi í skál, hyljið með vanilluís sem er ekki of stífur. Myljið marensbotninn og setjið kókosbollurnar ofan á. Dreiftð úr kókosbollunum með gaffli. Skolið jarðarberin og skerið þau í litla bita og dreiftð yfír. Setjið að lokum þeyttan rjóma yfir allt saman. Geymið í frysti í tvo til þrjá tíma áður en borið er fram. Verði ykkur að góðu. Ég œtla að skora á hana Öldu Gunnarsdóttur, vinkonu mína og félaga í los, að koma með einhverja gómsœta uppskrift eins og henni einni er lagið. Smáar Til leigu yfir þjóðhátíð 2ja herbergja íbúð í Foldahrauni til leigu yfir þjóðhátíð. Uppl. í s. 663-5174, Óðinn. Herbaiife Jafnnauðsynlegt í undirbúningi þjóðhátíðar og reyktur lundi og flatkökur. S. 481-1920 & 896-3438 Auglýsingasímlnn cr 481-1300 1? Innilegastar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur og hlýhug og samúð vegna fráfalls okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Jakóbínu Olafar Sigurðardóttur. Sem jarðsungin var frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 30. júní síðastliðinn. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja fyrir umönnun hennar hin seinustu ár. Sigþóra Björgvinssdóttir Bragi Júlíusson Jóna Björgvinsdóttir Leifúr Ársæll Leifsson Björgvin Björgvinsson Valgerður Bjamadóttir bamaböm og bamabamaböm. STIMPLAR Ýmsar gerðir og litir EYJASÝIV EyJAPRENT • PRÉTTIR • FJÖLSÝN • •yjatréttlr i* Kirkjur bazjarins: nr Landakirkja Fimmtudagur 16. júlí: Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Samvemstund foreldra með ungum bömum sínum, kaffisopi og spjall. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í sam- nefndu húsi við Vestmannabraut. Gísli Stefánsson. Sunnudagur 19. júlí: Kl. 11. Guðsþjónusta. Haldið upp á Þorláksmessu að sumri, sem er 20. júlí. Matteus 5.13-16. Salt jarðar og ljós heimsins. Kór Landakirkju. Guðmundur H. Guðjónsson, kantor. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Sr. Kristján Bjömsson. Mánudagur 20. júlí, Þorláksmcssa á sumar: Kl. 11-12. Viðtalstímar hjá sr. Kristjáni mánudaga til föstudaga, nema miðvikudaginn 11.30-12. Landakirkja er opin 10-12 alla virka daga. Kl. 13. Sumardagar fyrir krakka í kirkjunni alla vikuna. Upplýsingar Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi. Miðvikudagur 22. júlí, Maríumessa Magdalenu: Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 16. júlí Kl. 20:30 Biblíulestur. Laugardagur 18. júlí Kl. 20:30 Bænastund. Sunnudagur 19. júlí Kl. 13:00 Ræðumaður Guðni Hjálmarsson. Aðventkirkjan Laugardagur 18. júlí Kl. 10.30. Samkoma hefst með biblíufræðslu fyrir böm og ung- linga. Heimsókn úr Reykjavík með aðaláherslu á vitnisburði og tónlist. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.