Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009 -Mjög öflug markaðssetning á Suðurlandi að skila sér - Fleiri og fleiri koma til landsins eingöngu til að ferðast um Suðurland - Þeir sem hafa augastað á Suðurlandi munu ekki síður hafa áhuga á Vestmannaeyjum - Um leið og ferjan kemur verða Eyja augljósari hluti af Mið-Suðurlandssvæðinu í augum ferðamanna - Samstarf mun styrkja alla - Hafið þið ekki átt samleið með okkur þá eigið þið það núna - Ferjan verður gríðarlegur styrkur fyrir Eyjarnar - Þá verða Eyjamenn að vera tilbúnir Viðtal Ómar Garðarsson omar @eyjafrettir..is Friðrik Pálsson þekkja margir Vestmannaeyingar enda vann hann í mörg ár við sölu og markaðssetn- ingu á fiskafurðum, fyrst sem framkvæmdastjóri SÍF og síðan sem forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, SH, á árunum 1974 til 1999. Þegar hann hætti í fiskinum sneri hann sér að ferðamennsku og rekur nú hótel í Rangár- vallasýslu, Hótel Rangá og Hótel Skóga, Hálendis- miðstöðina á Hrauneyjum og hálendishótelið Hótel Háland. Takmarkið að reka besta hótelið „Þegar ég byrjaði með Hótel Rangá fyrir sex árum settum við strax stefnuna á að gera það að besta hóteli á landinu. Þannig skilgrein- ing er vitanlega huglæg og erfitt að meta hvenær maður nær því og ég held að öruggast sé að segja aldrei því ef maður trúir að toppnum sé náð fer maður að slaka á,“ segir Friðrik þar sem við sitjum í góðu yfirlæti á Hótel Skógum sem Frið- rik hefur rekið frá 2006. „Alla vega er ljóst að við liggjum í toppnum sem skiptir miklu fyrir hótelið. Þegar ég datt eiginlega óvart inn í þennan bransa fannst mér rétt að við settum okkur þetta markmið. Það voru ekki nema 20 herbergi á Hótel Rangá þegar við byrjuðum, sem reyndist alltof lítið en við höfum verið að stækka það í þá stærð sem við viljum hafa og erum komin með 52 herbergi. Það er nokkuð góð eining. Síðan er það þetta litla hótel hér, Hótel Skógar, sem er ekki nema tólf herbergi og of lítil eining til að reka nema í nánu samstarfí við Hótel Rangá." Ferjan skapar möguleika Friðrik segir að gríðarlegur fjöldi stoppi á Skógum og stærsti hlutinn fer að Skógafossi og stór hluti kemur við á Byggðasafninu. „Við erum að reyna að ná í hluta af þessum hóp líka sem varð til þess að við opnuðum hér litla ferða- mannaverslun og veitingastað í félagsheimilinu Fossbúð. Islenskir fjallaleiðsögumenn eru komnir þar f samstarf við okkur en þeir hafa í FRIÐRIK: Vestmannaeyjar höfðu mikið aðdráttarall einar og sér á sfnum tíma og mikil ásókn í að komast þangað, fyrst og fremst í flugi frá Reykjavík. Það dó þegar Flugfélag Islands hætti að fljúga þangað og hefur ekki náð fyrra flugi, ef svo má að orði komast, þó félagið sé aftur byrjað að fljúga til Eyja. Þegar Bakkahöfnin kemur breytist þetta. mörg ár verið með jöklagöngur sem eru afar lítið þekktar meðal íslendinga en njóta mikilla vin- sælda meðal útlendinga," sagði Friðrik og tekur undir með Ólafi á Þorvaldseyri að nú séum við stödd á Suðurlandi miðju. Þegar talið berst að möguleikum Vestmannaeyja að ná til sín hluta af ferðamönnum sem fara um Rangár- vallasýslu segist Friðrik sannfærður um að stór hluti þeirra sem stoppa við Seljalandsfoss muni ekki síður vilja skreppa til Eyja. „Auðvitað er ferja pínulítill þröskuldur, gefur tækifæri en vegtenging væri besti kosturinn því ferðamenn eru alltaf að flýta sér. I mörg ár hefur það verið til siðs að hvetja útlendinga til að fara hringinn um landið. I mínum huga er betra að fara hægar yfir. Margir eru að koma hingað í viku sem þýðir fimm daga í ferðir. Þá er þetta sprettur, en við sjáum að Suðurlandið er gífurlega sterkur segull og þar er að skila sér mjög öflug markaðssetning á mörgum stöðum hér á svæðinu. Það eru því fleiri og fleiri sem koma til landsins sem ætla eingöngu að ferðast um Suðurland. Eru að horfa á þessa paradís sem Fjallabakið er og auð- vitað líka Seljalandsfoss, Skógafoss og Jökulsárlón. Svo eru það Gullfoss og Geysir, Landmanna- laugar, Dyrhólaey og Skaftafell. Þetta eru þeir staðir sem flestir nefna. Vestmannaeyjar hafa verið dálítið útundan, fyrst og fremst vegna samgangna. Síðan ég byrjaði með Rangá hef ég hvatt fólk til að fara til Eyja, þangað sé skemmtilegt, stutt flug og oftast nær yfir sumar- tímann er hægt að komast þangað. Það getur líka gengið upp á vetuma en það var slæmt þegar ílugfélagið lagði niður flug í vetur. Eg held að þeir sem hafa augastað á Suður- landi muni ekki síður hafa áhuga á Vestmannaeyjum, en þær þurfa helst að vera inni í ferðaáætlun- inni.“ Samstarf um markaðs- setningu Friðrik segir þá Rangármenn vinna mjög náið með skipuleggjendum íslandsferða bæði erlendis og hér heima og reyni að setja upp ákveðnar ferðir. „Það er ekki spurn- ing í mínum huga að Vestmanna- eyingar eiga að hafa náið markaðs- samstarf með þeim sem em að vinna við þetta hér á fastalandinu," segir Friðrik. „Það er gríðarlega margt að sjá í Eyjum og margt að upplifa. Um leið og ferjan kemur verða Eyjar augljósari hluti af Mið-Suðurlands- svæðinu í augum ferðamanna og samstarf mun styrkja alla, beggja vegna sundsins. Það er talsvert í gangi í dag, en það mætti vera miklu meira.“ Friðrik leggur áherslu á að ferða- mennska sé fyrst og fremst mark- aðsstarf og þar gildi sömu lögmál og þegar hann seldi fisk. „Vestmannaeyjar höfðu mikið aðdráttarafl einar og sér á sínum tíma og mikil ásókn í að komast þangað, fyrst og fremst í flugi frá Reykjavík. Það dó þegar Flugfélag íslands hætti að fljúga þangað og hefur ekki náð fyrra flugi, ef svo má að orði komast, þó félagið sé aftur byrjað að fljúga til Eyja. Þegar Bakkahöfnin kemur breytist þetta.“ 250 þúsund fyrir ferð f Surtsey Hann segir tækifærin óendanlega mörg fyrir Eyjamenn og minnist á Surtsey sem hann segist lengi hafa haft mikinn áhuga á eftir að hann Suðurlandið er gífurlega sterkur segull, segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari: Gríðarlega margt að sjá í Eyjum og upplifa

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.