Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Blaðsíða 7
Frcttir / Fimmtudagur 30. desember 2010
7
Annáll ársins 2010
•i
Samantckt
Sigurgeir Jónsson
sigurge @ intemet. is
Janúar
Áramót í góðu veðri
Áramótin fóru að mestu vel fram og
slysalaust í Vestmannaeyjum. Að
þessu sinni voru þrjár áramóta-
brennur haldnar. Veður var stillt en
nokkuð kalt.
Fullt af viðurkenningum
Að vanda veittu Fréttir þeim
viðurkenningar sem þóttu hafa
skarað fram úr á einhverju sviði á
árinu 2009. Hafa þær viðurkenn-
ingar verið nefndar Fréttapýra-
mídinn. Að þessu sinni var
Guðmundur Huginn Guðmundsson,
útgerðarmaður á Hugin VE, út-
nefndur Eyjamaður ársins. Kari
Kristmanns var fyrirtæki ársins,
Eyjablikk, Geisli, PZ teiknistofa og
Flamingo fengu viðurkenningu fyrir
uppbyggingu miðbæjarins, Hermann
Hreiðarsson fyrir framúrskarandi
árangur í íþróttum og þau Björgvin
Rúnarsson og Margrét Ríkharðs-
dóttir fengu viðurkenningu fyrir
framlag til menningar- og skemmt-
anahalds í Eyjum.
Vel heppnaður þrettándi
Ákveðið var að færa þrettándann að
helgi, í þetta sinn, og gera hann að
þriggja daga fjölskylduhelgi. Það
tókst vel, að sögn forráðamanna,
yfxr 2000 manns komu á fjölskyldu-
gleði í íþróttamiðstöðinni, tæplega
500 í Náttúrugripasafnið og á
Slökkvistöðina, auk þess sem fullt
var á upplestri fyrir böm á Bóka-
safninu. Þá héldu Eyverjar sitt
árlega grímuball. En að sjálfsögðu
var toppurinn sjálf þrettándahátíðin
á malarvellinum þegar jólin voru
formlega kvödd með jólasveinum
og þeirra hyski öllu. Talið var að
um 4000 manns hefðu verið þar
saman komin í ágætu veðri.
Kristján hættur - Margrét
byrjuð
Knstján Egilsson, forstöðumaður
Náttúmgripasafnsins lét af störfum
um áramótin vegna aldurs. Við
starfmu tók Margrét Lilja Magnús-
dóttir, líffræðingur. Hún sagði að
ýmsar nýjungar væm í bígerð en
taldi einnig að hún ætti eftir að leita
til Kristjáns með ýmsa hluti og
sagði gott að hafa hann sér til halds
og trausts.
Þrefaldur hafnarstjóri
Og fleiri mannaskipti urðu um
áramótin. Olafur M. Kristinsson,
hafnarstjóri lét af störfum vegna
aldurs og dugði ekki minna til en að
þrír tækju við því starfi. Samkvæmt
nýju skipuriti hjá höfninni skipta því
starfi með sér þeir Olafur Þ.
Snorrason, Sveinn Rúnar Valgeirs-
son og Andrés Þ. Sigurðsson.
Rússneskar rúblur
Þótt Eyjamenn séu upp til hópa
löghlýðnir, hafði lögreglan alltaf í
einhverju að snúast. I janúar var
laganna vörðum tilkynnt að maður á
unglingsaldri, klæddur í dökka
hettupeysu, væri að gramsa í bifreið
á Brimhólabrautinni. Sá var á bak
og burt þegar lögreglan kom á
staðinn en í ljós kom að hann hafði
tekið peninga úr bílnum, á að giska
tíu þúsund krónur. Ekki þó í
íslenskri mynt heldur voru þetta
rússneskar rúblur og vandséð að
hann hafi getað gert sér mat úr því,
nema hann hyggi á ferðalög austur í
Garðaríki.
14 útköll
Ragnar Baldvinsson, slökkvi-
liðsstjóri, birti árlega skýrslu sína
Eyjamaður ársins að mati Frétta var Guðmundur Huginn Guðmundsson, útgerðarmaður Hugins VE sem hér sést ásamt eiginkonu sinni, Þórunni
Gísladóttur
fyrir liðið ár. Þar kom fram að
slökkviliðið var kallað fjórtán sinn-
um út á árinu en stærsta útkallið var
þegar Lifrarsamlagið brann og jafn-
framt mesta tjónið þar. Aðra elda
tókst að slökkva og koma í veg fyrir
að illa færi.
4. bekkur yfir landsmeðal-
tali
Yfirleitt hafa nemendur í
Vestmannaeyjum ekki komið vel út
á svonefndum samræmdum prófum,
yfirleitt verið nokkru fyrir neðan
íandsmeðaltal. Nemendur á eldri
stigum grunnskólans komu áfram
heldur illa út úr haustkönnuninni en
Ijósið í myrkrinu var frammistaða 4.
bekkjar sem var yfir landsmeðaltali
eins og sá árgangur raunar hafði
verið undanfarin þrjú ár.
Nanna og Óttar eiga jóla-
húsið
Lionsmenn hafa haft af því veg og
vanda undanfarin ár að velja
jólahúsið í Vestmannaeyjum um
hver jól, það hús sem þykir hafa fall-
egustu jólaskreytinguna. Að þessu
sinni var það Búhamar 31, hús
þeirra Nönnu Drafnar Sigurftnns-
dóttur og Ottars Gunnlaugssonar,
sem hlaut viðurkenninguna.
Á móti fyrningarleið
Mikill einhugur var í mönnum á
baráttufundi sem félög sjómanna og
útvegsmanna í Vestmannaeyjum
efndu til ásamt fyrirtækjum í
fiskvinnslu og Vestmannaeyjabæ.
Yfirskrift fundarins var: Fymum
fymingarleiðina, en flestir sem
koma að sjávarútvegi í
Vestmannaeyjum hafa lýst sig mót-
fallna þeirri leið sem ríkisstjómin
hefur boðað að verði farin.
Gulldepla en engin loðna
Þó komið væri langt fram í janúar
var enga loðnu að finna, frekar en
verið hafði undanfarin ár og
loðnuskipin notuðu tímann til veiða
á gulldeplu. Þær veiðar gengu mjög
þokkalega og sjómenn ánægðir með
að geta veitt þann fisk meðan beðið
var eftir loðnunni.
Hækkun um 50%
Talsverð óánægja var með þær
hækkanir sem orðið höfðu á bæði
fargjöldum sem og afsláttarkortum
Herjólfs. Glöggur maður fann út að
afsláttarkortin hefðu á þremur árum
hækkað um 50% en launavísitalan
hefði hækkað um rúm 13% á sama
tíma. Rekstrarstjóri Herjólfs sagði
rekstur skipsins miðast við fjórar
vísitölur, en ekki eina og f þeim
vægi olíuverðið hvað hæst.
Fargjöldin hefðu í raun ekki hækkað
í samræmi við rekstrarkostnað
skipsins.
Fór fimm veltur
Þingmaðurinn Árni Johnsen mátti
þakka fyrir að ekki fór verr, þegar
hann var á leið frá Hvolsvelli til
Reykjavíkur. Bfllinn lenti í mikilli
hálku og fór fimm veltur. Ámi slapp
því sem næst heill á húfi og þakkaði
það bflbeltinu. En bíllinn var
gjörónýtur eftir.
Slíðruðu sverðin
Þeir höfðu um nokkurt skeið eldað
grátt silfur saman, Elliði Vignisson,
bæjarstjóri og Kristján Möller,
samgönguráðherra, þar sem þá
greindi á í ýmsum málum er snertu
væntanlega Landeyjahöfn. Þær
deilur mögnuðust svo upp að um
tíma töluðust þeir ekki við. En í lok
janúar slíðruðu þeir sverðin og náðu
sáttum.
Fyrstu íbúarnir í Grjótinu
Fyrsta íbúðin í Grjótinu við Hilmis-
götu, nýbyggingunni sem þeir
Þórarinn í Geisla og Stefán í Eyja-
blikk, sáu um að reisa, var afhend í
janúar. Það voru þau Gísli Valur
Einarsson og Björg Guðjónsdóttir,
hótelhaldarar á Þórshamri, sem þá
fengu afhenta Iykla að nýju heimili
sínu.
Síðbúið fyrsta barn
Fyrsta bam ársins í Eyjum lét bíða
rækilega eftir sér, kom ekki í
heiminn fyrr en 31. janúar. Þetta var
stúlka, dóttir þeirra Guðrúnar
Bergrósar Tryggvadóttur og Gísla
Stefánssonar, sem reyndar á afmæli
þennan dag og fékk því góða
afmælisgjöf.
Fjórir af sjö frá Eyjum
Þann 23. janúar voru útskrifaðir sjö
nemendur frá Tækniskólanum í
Reykjavík. Það sem þótti hvað
merkilegast við þá útskrift, var að
fjórir þeirra voru frá Vestmanna-
eyjum, þeir Arnar Richardsson,
Brynjar Guðmundsson, Sigmar
Gíslason og Valgarð Jónsson. Allir
luku þeir námi í útvegsrekstrarfræði.
Febrúar
Diso flutt
Þær Hafdís Ástþórsdóttir og Ásta
Jóna Jónsdóttir færðu sig um set
með hárgreiðslustofu sína, Diso, af
Kirkjuveginum vestur á Heiðarveg
þar sem Flamingo var áður til húsa.
Þær sögðu mun rýmra um sig á nýja
staðnum.
Arnór sigurvegari í janúar
Fréttir og Ljósmyndasafn Vest-
mannaeyja ákváðu í upphafi árs að
standa fyrir ljósmyndakeppni í
hverjum mánuði. Þema janúar-
mánaðar var Vetur og var dómnefnd
sammála um að velja mynd Arnórs
Hermannssonar sem sigurvegara í
janúar.
35 milljónir í sekt
Eigandi veitingastaðarins Lundans
FYRSTA BARN ársins 2010 lét bíða eftir sér. Seint í janúar kom hins vegar í heiminn lítil prinsessa, dóttir
þeirra Gísla Stefánssonar og Guðrúnar Bergrósar Tryggvadóttur en Gísli fékk dótturina í afmælisgjöf.