Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Blaðsíða 8
8
Frcttir / Fimmtudagur 30. desember 2010
var dæmdur í Héraðsdómi
Suðurlands í átta mánaða fangelsi,
skilorðsbundið, og til að greiða 35
milljónir króna í sekt. Dóminn hlaut
hann fyrir að hafa skilað efnislega
röngum virðisaukaskattsskýrslum á
árunum 2003 til 2005.
Leikskólakennarar sextugir
Félag leikskólakennara minntist
þess að 60 ár em frá stofnun Félags
leikskólakennara í Vestmanna-
eyjum. I tilefni þess var sett upp
sýning í Safnahúsinu þar sem
minnst var Sigurbjarnar Sveins-
sonar, rithöfundar, auk þess sem
fluttir vom fyrirlestrar um hann sem
og sögu leikskóla í Vestmanna-
eyjum.
At börnin sín
Fyrirsögnin hér að ofan gæti vakið
hrylling hjá einhverjum. En málið
er að steinbítshrygna í Náttúru-
gripasafninu tók upp á því að
hrygna á harla óvenjulegum tíma,
þar sem hrygningartími steinbíts er
yfirleitt í desember. Klappaði hún
hrognin saman í kökk, eins og
venjan er og hringaði sig síðan utan
um hann. En væntanlega hefur eitt-
hvað komið upp á eða hrygnan
uppgötvað að hún var á vitlausum
tíma, því að daginn eftir sáu starfs-
menn safnsins að hún var búin að
éta öll hrognin. Og lýkur þar með
þeirri hryllingssögu.
Anna á Löndum flutt
Anna Sigmarsdóttir frá Löndum
stóð uppi allslaus eftir að hús hennar
eyðilagðist í óveðri sem gekk yfir á
haustmánuðum 2009. „Eg verð að
halda áfram, ég er algjörlega alls-
laus,“ sagði Anna við fréttamenn
þegar hún kynnti þeim nýja
fataviðgerðarverkstæðið sitt sem
hún kom upp að Skólavegi 6
53 fengu aðstoð
Ef til vill halda margir að
Vestmannaeyjar séu slíkt gósenland
að hér þurfi engir á aðstoð að halda,
á borð við það sem er í Reykjavík,
þar sem fólk stendur í biðröðum
eftir mat. Á aðalfundi Rauða kross
deildarinnar í Vestmannaeyjum kom
þó fram að beiðnum um aðstoð
hefur fjölgað mjög milli ára, voru 23
fyrir jólin árið 2008 en fjölgaði í 53
fyrir jólin 2009. Rauði krossinn
hefur komið að þessu hjálparstarfi í
samstarfi við önnur líknarfélög í
bænum.
Trausti ráðinn til ÍBV
Vegna aukins umfangs ákvað
knattspymuráð ÍBV að auglýsa eftir
framkvæmdastjóra knattspyrnuráðs
en það hafði undanfarið verið á
könnu framkvæmdastjóra ÍBV.
Fjórir sóttu um og var Trausti
Hjaltason valinn úr þeim hópi.
Fjölgun milli ára
Fram kom að íbúum Vestmannaeyja
fjölgaði milli áranna 2008 og 2009,
úr 4090 í 4129, eða um 39 manns.
karlar eru fjölmennari í Eyjum en
konur og af þessari fjölgun íbúa
vom karlamir tvöfalt fleiri, eða 26,
en konur 13 talsins.
Þýskir músíkantar á ferð
Þriggja manna hljómsveit frá
Þýskalandi, Killerpilze, ákvað að
taka upp myndband með tónlist
sinni í Vestmannaeyjum. Þýska
stúlkan Sonja Lenz, sem hér dvaldi í
mörg ár, benti þeim á þennan
möguleika og var þeim innan handar
í ferðinni. Piltamir vom líka hinir
ánægðustu með árangur ferðarinnar.
Stefán yfir í ísfélagið
Stefán Friðriksson, viðskipta-
fræðingur, var ráðinn framkvæmda-
stjóri Isfélags Vestmannaeyja en
undanfarin tíu ár hefur hann verið
aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar. Hann sagði að tíminn
hjá Vinnslustöðinni hefði verið
ánægjulegur en hann hlakkaði til að
takast á við ný og spennandi
verkefni með góðu fólki.
Snjór setti allt úr skorðum
Yfirleitt er fremur snjólétt í
Vestmannaeyjum og það sem af var
vetri hafði snjór ekki sérstaklega
plagað íbúana. En það virðist orðið
SEXTUGIR LEIKSKÓLAKENNARAR. Kiwanis menn komu færandi hendi þegar Félag leikskólakennara minntist þess að 60 ár voru liðin frá
stofnun félagsins. Af því tilefni var sett upp sýning í Safnahúsinu.
Eldgos hafið
Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi og
fór almannavamanefnd í viðbragðs-
stöðu þar sem menn höfðu af því
áhyggjur að vatnsból Eyjamanna
kynni að vera í hættu vegna þess.
Svo reyndist þó ekki vera.
Fullkomið brúðkaup
Leikfélag Vestmannaeyja setti upp
verkið Fullkomið brúðkaup í leik-
stjóm Ara Matthíassonar. Verkið
fékk mjög góða dóma og góða
aðsókn.
nokkuð reglubundið að einu sinni á
hverjum vetri kyngir niður snjó sem
setur allt úr skorðum. Og það
gerðist aðfaranótt fimmtudags í lok
febrúar. Á fimmtudagsmorgun voru
nánast allar götur ófærar og allt
skólahald féll niður. Þar sem veður
var einnig slæmt var fólk beðið um
að halda sig heima. Fyrri ferð
Herjólfs féll niður og tókst með
naumindum að ryðja leiðina niður á
bryggju fyrir seinni ferðina. En
snjórinn í Vestmannaeyjum er fljót-
ur að bráðna og viku síðar var hann
að mestu horfinn.
Fullt af tónlist
Tónlistarfólk í Vestmannaeyjum
hefur jafnan verið duglegt að miðla
af sínum gnægtabmnni til bæjarbúa
og gildir þá einu hvaða tegund tón-
listar er um að ræða. Dagur
Tónlistarskólans var haldinn, þar
sem bæði nemendur og kennarar
héldu uppi viðamikilli dagskrá og
þau Guðmundur H. Guðjónsson,
Védís dóttir hans og Sólveig Unnur
Ragnarsdóttir, sópransöngkona og
kennari við Tónlistarskólann, buðu
upp á bráðskemmtilega tónleika
sem bæði fóm fram í kirkjunni og
Safnaðarheimilinu.
Mars
Ágæt loðnuvertíð
Þó svo að loðnan léti seint sjá sig,
eins og hennar hefur verið vandi hin
síðari ár, tókst þó prýðilega til með
að vinna þá loðnu sem hér barst á
land. Vom menn almennt nokkuð
ánægðir með útkomuna en aflinn
sem barst til Eyja var um 35 þúsund
tonn og var áherslan lögð á hrogna-
vinnslu. Munu FES og FIVE hafa
náð um 2200 tonnum af hrognum úr
þessum afla, auk þess sem eitthvað
var einnig unnið af hrognum um
borð í Hugin VE.
Stálsleginn á eftir
Hann vildi ekki gera mikið úr volki
sínu í höfninni, sá aldni sægarpur
Guðfinnur Þorgeirsson, en hann
varð fyrir því óhappi að detta í
sjóinn þegar hann var á leið um borð
í trilluna sína. Honum tókst ekki að
komast af sjálfsdáðum upp á brygg-
juna en vildi það til happs að Bjarki
Ómarsson, starfsmaður í Mið-
stöðinni, heyrði til hans og kom með
liðsauka til bjargar. Guðfinnur
sagðist einskis meins kenna sér eftir
þetta og hann hefði verið stálsleginn
á ný eftir að hafa komist í heita
sturtu.
Hæsta einkunn í sushi
Alltaf er gaman að heyra af
Eyjamönnum sem eru að gera það
gott, hvort sem er í Vestmannaeyjum
eða annars staðar. Einn þeirra var
Eyjamaðurinn Sigurður Guðgeirs-
son sem opnaði nýjan sushi-stað,
Suzushii, í Reykjavík. Staðurinn
fékk hæstu einkunn í úttekt tíma-
ritsins Gestgjafans og var Sigurður
að sjálfsögðu ánægður með það.
Þór Vídó með verðlauna-
myndina
Þór Sigurgeirsson Vídó átti sig-
urmyndina að þessu sinni í
ljósmyndasamkeppninni en þema
mánaðarins var Hraunið.
Gyða með gulli
Gyða Arnórsdóttir gerði sér lítið
fyrir og sigraði í kvennaflokki í
Lífstílskeppninni sem fram fór í
Keflavík en alls tóku 20 konur þátt.
Ný verslun, La Tienda
Þau Guðmundur Guðmundsson og
Sigríður Stefánsdóttir keyptu hús-
næðið að Strandvegi 45, þar sem
Oddurinn og síðar Póley voru til
húsa. Þar settu þau upp verslun með
hljóðfærum, golfvörum og fleiru.
Nafnið var sótt í spænska tungu, La
Tienda, sem þýðir einfaldlega
Búðin.
Luna sannaði sig
Um miðjan mars gerði lögreglan í
Vestmannaeyjum upptæk um 200
grömm af amfetamíni en efnin fund-
ust í bfi sem var að koma með
Herjólfi. Lögregluhundurinn Luna
þefaði þau uppi og voru fimm
manns handtekin í framhaldinu. Þá
var leitað í þremur íbúðum þar sem
einnig fannst nokkuð af fíkniefnum.
Talið var að markaðsvirði efnanna
hafi numið allt að tveimur
milljónum króna.
Nýir eigendur - nýr staður
Eigendaskipti urðu á veitinga-
staðnum Volcano Café í Drífanda.
Vala Arnardóttir, Friðrik Páll
Arnfinnsson og Guðmundur
Sveinsson tóku við rekstrinum af
þeim Björgvin og Margréti. Nýju
eigendurnir sögðust ætla að flytja
reksturinn í nýtt húsnæði, að
Strandvegi 66 og stóðu við það,
opnuðu nýja staðinn um sumarið.
Ekki ráð nema í tíma sé
tekið
Það er misjafnt hve mikið fólk
hlakkar til þjóðhátíðar, sumir byrja
að telja niður strax og hverri hátíð
lýkur en aðrir láta skemmri tíma
nægja, svo sem mánuð, líkt og
bömin og jóladagatölin þeirra. En í
marsmánuði mátti þegar orðið sjá að
einhverjir voru famir að hugsa fyrir
þjóðhátíð, a.m.k þeir á fastalandinu
sem vantaði húsnæði á þjóðhátíð.
Um það bil helmingur af smáaug-
lýsingum í Fréttum í einu blaðinu í
mars var frá fólki uppi á landi sem
var að auglýsa eftir húsnæði yfir
þjóðhátíð.
LFmdeilt frumvarp sam-
þykkt
Skötuselsfrumvarp Jóns Bjarna-
sonar, sjávarútvegsráðherra, var
samþykkt á alþingi en það heimilar
m.a. veiðar á skötusel gegn gjaldi.
Utgerðarmenn í Eyjum voru and-
snúnir þessu frumvarpi, bæði vegna
mismununar en einnig vegna þess
að þeir töldu með því stefnt í
ofveiði.
Dólgamir ánægðir
Þeir voru ánægðir peyjarnir í
Eyjahljómsveitinni Dólgunum, þeir
Geir, Gísli Rúnar og Arnar Geir en
þeir komust áfram í Músík-
tilraunum, þrátt fyrir að vera einna
yngstir þátttakenda. Sá elsti 15 ára
en sá yngsti aðeins 12 ára. Kannski
hefur það haft sitt að segja því að
gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði
að þeir hefðu farið langt á bamslegri
einlægninni og reynsluleysinu.
Orkubóndinn í Eyjum
Nýsköpunarmiðstöð Islands efndi til
námskeiðs í Vestmannaeyjum undir
yfirskriftinni Orkubóndinn en slík
námskeið höfðu verið haldin víða
um land. Þar var fjallað um ýmsa
möguleika til orkunýtingar og orku-
vinnslu, m.a. vindorku og sjávarföll.
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri
Nýsköpunarmiðstöðvar, fór fyrir
þessu námskeiði en margir vísinda-
og fræðimenn leiðbeindu þar einnig.
Um þrjátíu manns sóttu námskeiðið
í Eyjum.
EFNILEGIR ROKKARAR. Strákarnir í Dólgunum stóðu sig vel í Músíktilraunum og komust í úrslita-
keppnina þrátt fyrir að vera ein yngsta sveitin. Sveitina skipa þeir Geir, Gísli Rúnar og Arnar Geir.
Nýr ritstjóri
Ólafur Jóhannesson var kynntur sem
nýr ritstjóri á vefnum eyjar.net og
tók hann við af Kjartani Ólafssyni
Vídó.
Byggt í Höfðavík?