Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimmtudagur 30. desember2010 13 Arleg úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja: Úthlutað úr sjóðnum í 23. sinn s Leikfélagið, Viska, Ahugamenn um Hraunveitu og Bjarni Jónasson fengu úthlutað og skrifað undir samstarfssamning við Taflfélag Vestmannaeyja og ÍBV-íþróttafélag Sparisjóðurinn styrkir bæði ÍBV-íþróttafélag og Taflfélag Vestmannaeyja. Hér undirrita forráðamenn Sparisjóðsins og IBV samstarfssamninginn. Aftari röð frá hægri: Magnús Bragason, handknattleiksdeild IBV, Sigþóra Guðmundsdóttir, knattspyrnudeild kvenna og Óskar Örn Ólafsson, knattspyrnudeild karla. Fremri röð frá vinstri: Ólafur Elísson, Sparisjóðsstjóri, Helgi Bragason, formaður stjórnar Sparisjóðsins Páll Scheving, varaformaður ÍBV-íþróttafélags og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV. Á Þorláksmessu var var úthlutað úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja en sjóðurinn var á sínum tíma stofn- aður til minningar um Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrverandi Sparisjóðsstjóra. Þetta var í 23. skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en í ár voru það Áhuga- menn um sögu hraunhitaveit- unnar í Vestmannaeyjum, Leik- félag Vestmannaeyja, Viska - fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Bjarni Jónas- son - Utvarp Vestmannaeyja, sem fengu úthlutað úr sjóðnum. Helgi Bragason, stjórnarformaður Sparisjóðsins afhenti styrkina. Um hraunhitaveituna og sögu hennar sagði Helgi m.a. að mikilvægt væri að halda utan um söguna. „Um var að ræða einstakt verkefni, sem hvergi hafði verið framkvæmt í heiminum áður svo vitað sé. í árs- byrjun 1974 var settur upp einfaldur varmaskiptir í Eldfellshrauni. Seinni hluta vetrar 1974 var sett upp tilraunahitaveita í Gufugili sem hitaði upp 25 hús auk sjúkrahússins. Árin 1977-8 voru flest hús í Vestmannaeyjum tengd hraun- hitaveitunni, en árið 1988 var hætt að nota veituna. Það má segja að Eyjamenn hafi þarna virkjað óvininn. Óvinurinn var að sjálf- sögðu eldgosið, sem Eyjamenn þurftu að flýja, en sneru aftur og virkjuðu óvininn til góðra verka,“ sagði Helgi. Hann bætti því við að þekkingin um hraunhitaveituna sé eingöngu til í kollinum á þeim sem að framkvæmdinni stóðu en flestir þeirra séu komnir við aldur og mik- ilvægt að skrásetja söguna. Um Leikfélag Vestmannaeyja sagði Helgi að nú fagni félagið 100 ára afmæli en félagið var stofnað 22. ágúst 1910. „Aðdragandi að stofn- un félagsins var sýning á leikritinu Ævintýri á gönguför á vegum Kvenfélagsins Líknar. f kjölfarið stofnuðu nokkrir leikarar úr sýningunni, Leikfélag Vestmanna- eyja. Ævintýrið hefur því varað í 100 ár á þessu ári. Leikfélagið hefur verið meira áberandi í menningarlífi Eyjanna á þessu ári en oft áður þó starfsemin hafi verið öflug mörg síðustu ár. Margir litskrúðugir leikarar hafa stigið á svið hjá félag- inu og hafa sett svip á samfélagið. Félagið er mikilvægur hlekkur í leiklistarstarfi í Vestmannaeyjum. „Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja - Viska var formlega komið á fót í upphafi árs 2003. Sparisjóðurinn er meðal 18 stofn- aðila,“ sagði Helgi. „Markmið VISKU er að efla menntun og fræðslustarfsemi í Eyjum. Hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu á sem flestum sviðum og miðla því til almennings og atvinnulífs í Vestmannaeyjum," sagði Helgi en styrkurinn er veittur Visku til að koma á fót lesblindugreiningu fyrir fullorðna þeim að kostnaðarlausu eða sem næst því. Að lokum var það Bjami Jónasson sem fékk styrk úr sjóðnum. „Bjami Jónasson er fæddur í Vestmannaeyjum 4. október 1937 og ólst þar upp. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt. Bjarni er mikill áhugamaður um flug og var m.a. hvatamaður að gerð flugvallar á Bakka í Landeyjum árið 1978. Bjarni rak flugþjónustu í Vestmannaeyjum til margra ára og flaug reglulega á Bakkaflugvöll. Flugmálastjóm tók við rekstri vall- arins árið 1990. Um tfma rak hann flugskóla en hætti flugstarfsemi 1982. Frá árinu 1993 hefur Bjami staðið að rekstri hljóðvarps; Útvarp Vestmannaeyja eða Úvaff á FM 104 sem útvarpað hefur reglulega frá 3. júlí 1993. Þannig hefur hann verið brautryðjandi á mörgum sviðum,“ sagði Helgi um Bjarna en úthlutunin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir störf hans að rekstri útvarps en þannig hafi hann lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og varðveita söguna. Að lokinni afhendingu styrkjanna voru svo undirritaðir samstarfs- samningur milli Sparisjóðsins og Taflfélags Vestmannaeyja annars vegar og hins vegar Sparisjóðsins og ÍBV-íþróttafélags. Báðir samningamir eru til tveggja ára en Sparisjóðurinn hefur um áraraðir verið öflugur bakhjarl félaganna tveggja. Jólastemmning í miðbænum á Þorláksmessu Það var virkilega jólaleg stemmn- ing í miðbæ Vestmannaeyja á Þorláksmessu. Eins og svo oft áður rölta heilu fjölskyldurnar saman í bæinn til að sýna sig og sjá aðra, drekka í sig stemmn- inguna áður en jólahátíðin gengur í garð. Flestir eru búnir að Ijúka helstu jólainnkaupunum en Ijúka þeim með formlegum hætti á Þorláksmessu. Óskar Pétur Friðriksson, Ijósmyndari var einn þeirra sem rölti um í miðbænum en hann myndaði stemmninguna og má sjá mynd- irnar hér til hliðar. GYLFI Gíslason og Hafþór Snorrason voru í jólaskapi á Bárustígnum. EKTA JÓLASTEMMNING. Það var notaleg tilfinning að heyra jólalögin hljóma hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja. f JÓLASKAPI. Jóhanna Jónsdóttir og Eydís Sigurðardóttir voru í jólaskapi við búðarborðið í Volare. ADOLF Þórsson og María S. Sigurbjörnsdóttir voru með börnin í Miðstöðinni. vj W HRESSAR STELPUR sem brostu sínu blíðasta inn í Volare, þó svo að þær stæðu við fullan rekka af Liverpoolvörum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.