Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 1

Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 1
NEYTENDAMÁL Matvæla stofnun hefur tekið sýni úr íslensku hakki og framleiðsluvörum á markaði hérlendis til að kanna hreinleika kjötsins. Markmiðið er að kanna hvort hrossakjöt sé að finna í vörunum. Hrossakjötshneykslið í Evrópu er tilefni rannsóknarinnar, segir í fréttatilkynningu. Rannsóknir á matvörum í Evrópu hafa leitt í ljós að sumar þessara vara innihalda hrossakjöt að hluta eða öllu leyti. Komið hefur í ljós að vörur sem þessar hafa að einhverju marki verið fluttar til Íslands og hafa tvær vörutegundir verið innkallaðar vegna þess. Árið 2010 birti Matís niður- stöður gæðakönnunar á íslensku nautahakki sem gerð var fyrir Neytendasamtökin og Landssam- band kúabænda. Þær sýndu að öðrum kjöttegundum var ekki blandað við nautahakkið. Tekin hafa verið sýni úr fimm- tán framleiðsluvörum sem lík- legast má telja að unnt sé að blanda hrossakjöti í án þess að það sé til- greint á pakkningum. Sýnin verða rannsökuð á Keldum og má búast við niðurstöðum í næstu viku. - shá FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 16 RÓM Í FYRSTA SÆTINorska dagblaðið VG gerði könnun á því hvert lands- menn vildu helst ferðast. Í ljós kom að langflesta Norðmenn dreymir um að komast til Rómar. Ítalía var ofar á listanum en Havaí og Karíbahafið. Róm hafði vinninginn í öllum aldursflokkum en þó með mestum mun hjá þeim sem eru 25-39 ára. HESTAR OG ZUMBAÓHEFÐBUNDIN REIÐNÁMSKEIÐ Ester Júlía Olgeirsdóttir zumb kGuðmundur Arnarsson reiðkennari sta d DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18. Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. St. 35 – 48. Verð: 12.885,- BÓKHALD MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Kynningarblað Skattframtöl, ársreikningagerð, bókhaldsþjónusta, launavinnsla og fjármálalæsi.& ENDURSKOÐUN 2 SÉRBLÖÐ Bókhald & endurskoðun | Fólk Sími: 512 5000 13. febrúar 2013 37. tölublað 13. árgangur Áætlanir stóðust ekki Eigendur Hörpu ætla að gefa eftir skuldir og auka framlög til samstæð- unnar til að bjarga henni frá þroti. 10 Tyggjóið burt Borgin notar tækifærið meðan ekki snjóar og fjar- lægir tyggjóklessur af götum. Tveir starfsmenn ná að hreinsa um 200 fermetra á dag. 2 Lífsgæðin lök Ný skýrsla ASÍ sýnir að lífsgæði hér á landi hafa dalað samanborið við hin Norðurlöndin. 6 Enn ögra N-Kóreumenn Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna var kallað til neyðarfundar í gær eftir að ljóst var að N-Kóreumenn höfðu gert sína þriðju tilraun með kjarnorku- sprengjur. 12 framleiðsluvörur hafa verið teknar til rannsóknar. 15 SKOÐUN Helgi Vilhjálmsson segir íslenskan verkalýð verða að setja hnefann í borðið. 20 MENNING Logi Bergmann er kynnir á Edduverðlaunahátíðinni og lofar skotum á bransaliðið. 38 SPORT Cristiano Ronaldo mætir Manchester United í fyrsta sinn síðan hann kom til Real Madrid. 34 b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Ágætu viðskiptavinir. Bjóðum Öryrkjum og ellilífeyrisþegum 20% afslátt af öllum akstri. Miðað við staðgreiðslu DEBIT BORGARBÍLASTÖÐIN Hrossakjötshneykslið í Evrópu fæðir af sér könnun á íslenskum matvörum: Leita hrossakjöts í nautahakki STJÓRNSÝSLA Nauðsynlegt er talið að gera breytingar á kosninga- lögum vegna fyrirsjáanlegs fjölda framboðslista í alþingis- kosningunum 27. apríl. „Fyrirmæli laganna varðandi kjörseðilinn þýða það að fram- boðum er stillt upp hlið við hlið,“ segir Jóhannes Tómasson, upp- lýsingafulltrúi innanríkisráðu- neytisins. Miðað við stærð núver- andi kjörseðils sé aðeins hægt að hafa átta framboðslista á seðlinum. „Miðað við fyrirspurnir og hringingar sjá menn fyrir sér að framboðin gætu orðið það mörg að það myndi valda vandræðum við að útbúa kjörseðilinn eins og lögin mæla fyrir í dag,“ segir Jóhannes sem kveður stöðuna eins og hún er í dag geta þýtt fimmtán mögu- leg framboð þótt ekkert sé ljóst um það enn þá. „Það þarf blað sem tekur hálft skrifborð til að ná þeirri breidd,“ bendir Jóhannes á. Lausnin sem menn sjá fyrir sér felst að sögn Jóhannesar í laga- breytingu sem heimilar að hafa tvær raðir með framboðslistum á kjörseðlinum; efri röð og neðri röð. Þá mætti hafa allt að sextán lista á seðlinum. Þótt líklega verði framboðs- listarnir færri en fimmtán þegar upp er staðið er jafnvel enn von á fleirum því framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Í það eru enn tveir mánuðir. Jóhannes bendir á að hins vegar sé stefnt að því að Alþingi ljúki störfum um miðjan mars. Samþykkja þurfi lagabreyt- inguna fyrir þann tíma. „Það má segja að við séum einfaldlega að reyna að hafa vaðið fyrir neðan okkur ef þessi yrði staðan,“ segir Jóhannes. Auk þess sem þetta mál hefur verið til skoðunar í innanríkis- ráðuneytinu er lagabreytingin nú undirbúin hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. - gar Fjöldi lista sprengir kjörseðla Breyta verður ákvæði kosningalaga um kjörseðla vegna mikils fjölda framboðslista í alþingiskosningunum. Fimm tán möguleg framboð í spilinu. Seðillinn nær yfir hálft skrifborð að óbreyttu segir innanríkisráðuneytið. Framboðslistar 2009 B-listi Framsóknarflokkur D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Frjálslyndi flokkurinn (hyggst bjóða fram með Dögun) S-listi Samfylkingin V-listi Vinstri hreyfingin – grænt framboð O-listi Borgarahreyfingin (hyggst bjóða fram með Dögun) P-listi Lýðræðishreyfingin (ekki vitað um framboð nú) Ný framboð með listabókstaf C-listi Samstaða – flokkur lýðræðis og velferðar (hætt við framboð) G-listi Hægri grænir E-listi Bjartsýnisflokkurinn A-listi Björt framtíð H-listi Húmanistaflokkurinn Óafgreitt T-listi Dögun Þ-listi Píratar Alþýðufylkingin (er í startholunum) HEIMILD: INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Mögulegir framboðslistar 2013 FORSKOT Á SÆLUNA Börnin á Birkihlíðardeildinni í leikskólanum Björtuhlíð gerðu öskudagsbúningana sína sjálf og fengu að prófa þá í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Krakkarnir voru allir í gervi persóna úr leikritinu Dýrin í Hálsaskógi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bolungarvík 0° NA 10 Akureyri 0° A 6 Egilsstaðir 2° A 10 Kirkjubæjarkl. 3° A 12 Reykjavík 2° NA 12 HVASST SYÐST Í dag verða norðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast við suðurströndina. Slydda eða rigning sunnan og austan til. Hlýnar í veðri. 4 ALÞINGI Feneyjanefndin bendir á að hætta sé á því að forseti mis- noti málskotsrétt sinn. Sé forseti á öndverðum meiði í póli- tík við meiri- hluta Alþing- is geti hann vísað óvin- sælum lögum í þjóðaratkvæða- greiðslu og skaðað þannig meirihlutann. Stjórnlaga- ráð lagði ekki til breytingar á þessu ákvæði í drögum sínum að stjórnar skrá. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að hægt sé að samþykkja nýja stjórnarskrá á yfirstandandi þingi, þrátt fyrir fjölmargar ábendingar Feneyja- nefndarinnar. „Já, ég er sann- færð um að það er hægt ef vilji er til,“ segir Valgerður H. Bjarna- dóttir, formaður nefndarinnar. - kóp / sjá síðu 8 Ábendingar Feneyjanefndar: Gæti misnotað málskotsréttinn VALGERÐUR BJARNADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.