Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 2

Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 2
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS Reynir, er ætlunin að hleypa nýju blóði í starfsemi Strætó? „Nei, nei, okkur bara rennur blóðið til skyldunnar.“ Reynir Jónsson er framkvæmdastjóri Strætó. Strætó styður þessa dagana við Blóðbankann og hvetur farþega sína til þess að gefa blóð. SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarstarfs- menn sem annars hefðu rutt snjó af götum nýta hlýindi í febrúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum Reykjavíkur. „Véladeildin hjá okkur annast þessi þrif. Þeir finna núna svig- rúm til að hlaupa í þetta,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýs- ingafulltrúi hjá Reykjavíkur- borg. „Segja má að þetta sé stund milli stríða, þótt auðvitað sé þetta töluvert stríð að eiga við tyggjó- klessurnar.“ Jón Halldór segir misjafnt eftir svæðum hversu hratt menn komast yfir við þrifin. Að jafnaði nái tveir menn með sérhæfð tæki að þrífa klessur af sem nemur 200 fermetrum á dag. „Þeir mældu þetta um daginn og voru þá einn og hálfan dag með 300 fermetra. Þetta er seinlegt, en við reynum bara að gera þetta vel.“ Meðan veður leyfir á að halda áfram að þrífa tyggjó klessur af götum borgarinnar, sam- kvæmt Jóni Halldóri. Ekki veiti hins vegar af því að biðla til borgaranna um aðstoð því þeir sem standa í þrifunum sjái að klessur séu fljótar að koma aftur á svæði sem nýbúið er að hreinsa. „Og svona ætlum við að halda áfram og taka hvert svæðið á fætur öðru, en um leið og fer að snjóa fer þessi sami mannskapur strax í að ryðja snjóinn.“ Allnokkur fyrirtæki taka að sér að hreinsa tyggjóklessur af stéttum. Gísli Óskarsson, verk- efnastjóri hjá Hreinsitækni, segir mjög misjafnt eftir svæðum og stærð verkefna hver kostnaður sé við hreinsunina. „Það er þá sett eitthvað tímaverð á minni verk- efni,“ segir hann, en kveður um leið alveg óhætt að reikna með að hreinsun á stærri svæðum kosti 250 til 300 krónur á fermetrann. Er þá gert ráð fyrir gufuþvotti með lágþrýstingi til að stéttin verði eins og ný. Hætt sé við að háþrýstiþvottur geri ekki annað en að losa upp tyggjó klessuna og þá verði eftir svartur blettur í stéttinni. olikr@frettabladid.is AUSTURSTRÆTI SMÚLAÐ Starfsmenn véladeildar Reykjavíkurborgar nýta sér veðurblíðu í janúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seinlegt og erfitt að hreinsa tyggjóklessur Borgarstarfsmenn nota tækifærið meðan ekki snjóar og hreinsa tyggjóklessur af götum. Tveir menn með háþrýstibúnað ná að hreinsa um 200 fermetra á dag. Fólk hrækir óhikað út úr sér á nýhreinsuð svæði. Haldið verður áfram ef veður leyfir. Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráða- mönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. Fram kemur í æviminningum Lee Kuan Yew, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, að hann hafi þegar árið 1983 hugleitt bann, vegna viðhaldskostnaðar í háhýsum og hreinsikostnaðar á götum úti og í almenningsvögnum. Á þeim tíma hafi bann hins vegar þótt of róttæk aðgerð. Kornið sem fyllti mælinn var svo þegar skemmdarvargar klíndu tyggjói á skynjara hurða nýrrar tegundar neðanjarðarlesta sem teknar voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins. Þótt dæmin væru ekki mörg var kostnaður mikill vegna röskunar á lestarsamgöngum og viðgerða. Í kjölfarið var tyggjó gert útlægt. Síðari breytingar á lögunum hafa heimilað sölu tannhreinsi- og nikótíntyggjós í apótekum, en ávísun læknis þarf til að fá það keypt. Áfram liggja við því háar sektir að henda ekki tyggjói í ruslið. Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók í fyrradag 35 ára karlmann vegna rannsóknar á stórfelldu amfetamín- smygli sem upp komst í janúarlok. Hann var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar. Fjórir aðrir hafa setið í varðhaldi vegna málsins síðan um mánaðamót, tveir Litháar og tveir Íslendingar. Annar Íslendinganna er 39 ára gamall bróðir þess sem handtekinn var í fyrradag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bræðurnir hafa rekið fyrirtæki saman um skeið. Málið er mikið að vöxtum. Það snýst um innflutning á tugum kílóa af amfetamíni til landsins í nokkrum póstsendingum sem komu til landsins sjóleiðina frá Kaupmanna- höfn. Lagt var hald á þær í næstsíðustu viku janúar. Sjötti maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins en honum var síðan sleppt. Þrír til viðbótar hafa verið handteknir við rann- sóknina, tveir karlar og ein kona, en þeim sleppt jafnóðum. Efnið sem lagt var hald á er bæði í vökva- og duftformi og endanleg greining á magninu liggur ekki fyrir. Að því er segir í tilkynningu frá lög- reglu í gær miðar rannsókninni þó vel. - sh Enn einn í gæsluvarðhald vegna tuga kílóa amfetamínsmygls frá Danmörku: Bræður grunaðir um dópsmygl DÓMSMÁL Helgi Magnús Gunn- arsson vararíkissaksóknari vill að Héraðsdómur hafni kröfu verj- anda Gunnars Andersen, fyrr- verandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins (FME), um að láta kalla þau Guðlaug Þór Þórðar son, Ágústu Johnson, Sigur jón Árna- son og Hauk Haraldsson til vitnis í málinu gegn Gunnari. Gunnar er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og bankaleynd með því að hafa fengið starfsmann Landsbankans til þess að sækja gögn um meint viðskipti Guðlaugs úr bankanum og koma þeim til manns sem átti svo að koma þeim í fjölmiðla. Guðjón Ólafur Jónsson, verj- andi Gunnars, sagði að vitnis- burður þeirra ætti að varpa ljósi á umrædd gögn sem Gunnari er gefið að sök að hafa látið berast úr bankanum, þar á meðal hvort þau gögn séu sannarlega úr bankanum og hvort þau viðskipti sem þau fjalla um hafi í raun farið fram. Vitnisburður þeirra ætti að geta varpað ljósi á þá framvindu mála. Helgi Magnús sagði að þær upplýsingar sem vitnin ættu að veita tengdust sakarefnum ekkert heldur væri þar um að ræða allt annað mál sem væri „á áhugasviði ákærða“. Dómurinn mun tilkynna úrskurð sinn á næstu dögum eða vikum, en aðalmeðferð hefst 21. mars. - þj Saksóknari hafnar vitnaleiðslum verjanda Gunnars Þ. Andersen: Guðlaugur og Ágústa vitni ekki GUNNAR Þ. ANDERSEN GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON FINNLAND Listamaðurinn Riiko Sakkinen kveðst hafa falið eitt þúsund evrur í fimmevruseðl- um meðal bóka í bókasafni í Helsinki. Listamaðurinn segir þetta virðingarvott við bók- menntir, bókasöfn og lestur. Á vef Hufvudstadsbladet er haft eftir starfsmönnum bókasafnsins að þeim sé ókunnugt um þetta. Listamaðurinn hafi ekki verið í sambandi við þá. Sakkinen segir seðlana, sem hann hefur undirritað, vera á meðal fagurbókmennta, fræði- bóka og barnabóka. Sá sem finnur seðil má eiga hann. Sakk- inen biður um að vera látinn vita finnist seðill. - ibs Listaverk á bókasafni: Þúsund faldar evrur gefins FERÐAÞJÓNUSTA Áætlað er að innlendir og erlendir ferðamenn hafi eytt 1.900 milljónum króna í Vestmannaeyjum á árinu 2012. Þetta kemur fram í markaðskönnun Rannsóknar og ráðgjafar. Fram kemur að Íslendingum sem heimsóttu Vestmannaeyjar hafi fjölgað um 77 prósent og erlendum ferðamönnum um 350 prósent frá 2004, aðal- lega vegna Landeyjahafnar. Áætlað er að erlendir ferðamenn eyði að meðaltali um tólf þúsund krónum, innlendir 22 þúsund krónum og hver þjóðhátíðargestur fimmtíu þúsund krónum. Samtals er áætlað að þjóðhátíðargestir eyði 500 milljónum króna í Eyjum. - gar Ferðamenn eru drjúg búbót í Vestmannaeyjum: Eyða 1,9 milljörðum í Eyjaferðum VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR Ferðamönnum til Eyja fjölgaði mjög með tilkomu Landeyjahafnar. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON. LÖGREGLUMÁL Karlmaður lést í fyrrinótt þegar hann féll sex metra fram af svölum í portinu á bak við JL-húsið við Hringbraut í Reykjavík. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakaði málið í gær og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leikur enginn grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Maðurinn var staddur í sam- kvæmi á staðnum og nokkrir sem þar voru með honum voru hand- teknir og vistaðir í fangageymslu fram eftir degi þangað til þeir voru í ástandi til að tjá sig um það sem gerst hafði. - sh Andlát ekki talið saknæmt: Féll fram af svölum og lést REYKJAVÍK Borgarstjórn sam- þykkti á fundi sínum í gær að heimila Orkuveitu Reykjavíkur að selja Orkuveituhúsið. Straumur fjárfestingabanki hefur gert tilboð í húsið upp á 5,1 milljarð króna en bakhjarlar tilboðsins eru lífeyris- og verð- bréfasjóðir. Orkuveitan hyggst leigja húsið fyrir tæpar 224 millj- ónir á ári næstu tíu ár, og 290 milljónir næstu tíu ár eftir það. Þá mun Orkuveitan hafa kauprétt að þessum tíma liðnum. - þeb Borgarstjórn í gær: Sala Orkuveitu- húss samþykkt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.