Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 4
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Fækkar í Afganistan
1BANDARÍKIN Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að 34 þús-und bandarískir hermenn fari heim frá Afganistan innan árs. Bandarískur
embættismaður skýrði frá þessu í gær og sagði að Obama myndi tilkynna
þetta í stefnuræðu sinni, sem hann flutti seint í gærkvöld. Nú eru 66 þúsund
bandarískir hermenn í Afganistan en þeir voru hundrað þúsund árið 2010.
Vill verða páfi
2 GANA Peter Turkson, kardínáli
kaþólsku kirkjunnar
frá Afríkuríkinu Gana,
þykir eiga nokkra
möguleika á að verða
næsti páfi. Hann
hefur fullan hug á
embættinu og segir
að „ungu kirkjurnar“ í
Asíu og Afríku séu nú
orðnar það öflugar að
þær ráði vel við að fara
með forystu kaþólsku
kirkjunnar. Kominn sé
tími til þess að leiðtogi
kirkjunnar komi úr þriðja heiminum en þar býr helmingur allra kaþólskra íbúa
jarðarinnar.
Rússar banna reykingar
3 RÚSSLAND Neðri deild rússneska þjóðþingsins samþykkti í gær með 441 atkvæði gegn einu að banna reykingar á almannafæri. Til þess að frum-
varpið verði að lögum þarf þó efri deild þingsins einnig að samþykkja það,
og loks þarf Vladimír Pútín forseti að staðfesta lögin með undirskrift sinni.
Reykingar eru algengari í Rússlandi en víðast hvar, en hundruð þúsunda látast
þar árlega af völdum reykinga.
233,3117
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,04 128,66
199,53 200,51
171,56 172,52
22,988 23,122
23,231 23,367
20,012 20,130
1,3581 1,3661
195,59 196,75
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
12.02.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
KOMIN Í
KILJU Á
ÍSLENSKU!
Lestu þær
allar!
Veðurspá
Föstudagur
3-8 m/s.
SLYDDA EÐA RIGNING Veður batnar víðast er kemur fram á kvöld og á morgun
verður yfirleitt fremur hæg norðlæg átt. Dálítil él eða slydduél norðan til en léttir til
um sunnanvert landið.
0°
10
m/s
1°
11
m/s
2°
12
m/s
6°
15
m/s
Á morgun
5-10 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
-2°
-2°
0°
1°
-1°
Alicante
Basel
Berlín
20°
0°
1°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
1°
0°
-2°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
0°
0°
20°
London
Mallorca
New York
3°
18°
4°
Orlando
Ósló
París
28°
-6°
1°
San Francisco
Stokkhólmur
16°
0°
3°
12
m/s
5°
13
m/s
2°
10
m/s
3°
10
m/s
0°
6
m/s
-1°
7
m/s
-2°
12
m/s
3°
2°
3°
2°
0°
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
STJÓRNMÁL „Við teljum að það hafi
tekist að afstýra árásinni,“ segir
Jón Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn hjá ríkislögreglustjóra, um
árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins
sem var sögð yfirvofandi sumarið
2011.
Jón var gestur á sameigin legum
fundi allsherjar- og menntamála-
nefndar og stjórnskipunar- og
eftir litsnefndar Alþingis í gær
þar sem farið var yfir komu full-
trúa FBI hingað til lands sumarið
2011. Hann mætti til fundarins
ásamt Haraldi Johannessen ríkis-
lögreglustjóra og Sigríði Friðjóns-
dóttur ríkissaksóknara.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra kom einnig til fundarins
til að gera grein fyrir málinu eins
og það horfði við honum. Hann
hefur verið í Kína og hafði boðað
samantekt um málið, sem lögð var
fram í ríkisstjórn og á fundinum
í gær.
Í samantekt Ögmundar segir
að skilningur hans og starfs-
manna innanríkisráðuneytisins
á málinu hafi ekki verið sá að
veitt hefði verið heimild fyrir
komu FBI-fulltrúanna til Íslands,
ólíkt því sem lesa hefði mátt út úr
sambærilegri samantekt ríkislög-
reglustjóra og ríkissaksóknara
um málið. Þeir hafi þvert á móti
boðað komu sína óvænt áður en
nokkur heimild hafði verið veitt.
Að öðru leyti lýsir hann
atburðum sumarsins 2011 á
sama veg og áður hefur verið
gert opinberlega. Íslenskri lög-
reglu hafi verið gert að hætta
Telja sig hafa afstýrt
árás tölvuþrjótanna
Ríkislögreglustjóri telur að komið hafi verið í veg fyrir árás á tölvukerfi Stjórnar-
ráðsins sumarið 2011. Hann mætti á fund þingnefnda í gær til að svara fyrir stóra
FBI-málið, ásamt ríkissaksóknara, innanríkisráðherra og fulltrúa Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segist hafa falið lögmanni sínum
að krefja ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara svara um rannsókn þeirra
á tölvuárásinni umtöluðu sem Wikileaks var bendlað við og FBI ætlaði að
koma hingað til að rannsaka. Þetta sagði Kristinn eftir að hann kom út af
fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar
þingsins í gær. Þar var hann til að skýra málið frá sínum sjónarhóli.
TIL KÖLLUÐ Kristinn
Hrafnsson, Sigríður
Friðjónsdóttir, Har-
aldur Johannessen og
Ögmundur Jónasson
mættu öll á fund þing-
nefndanna í gær.
LÖGREGLUMÁL „Það er gott að
vera réttur maður á réttum stað,“
segir Sławomir Królikowski, blað-
beri Fréttablaðsins, sem bjargaði
mæðginum út úr brennandi húsi
við Brekku tanga í Mosfellsbæ eld-
snemma í gærmorgun.
Hann stökk til þegar hann sá
reyk liðast út um glugga í kjallara
hússins og barði það utan með
miklum látum.
„Hann bjargaði fólkinu í kjallar-
anum hjá okkur – og kannski okkar
lífi líka. Við vitum auðvitað ekkert
hvernig hefði farið ef hann hefði
ekki komið. Það er ómögulegt að
giska í eyðurnar,“ segir Hjörtur
Sigurpálsson sem býr á efri hæð
hússins.
Hann segir íbúðina niðri vera
gjörónýta, enda hafi skíðlogað í
henni. Þá sé enn verið að reykræsta
hans eigin íbúð.
Sławomir hélt í dagvinnu sína hjá
Esju-einingum eftir að allt var um
garð gengið. „Fyrst og fremst er ég
ánægður með að allir komust út úr
húsinu á lífi,“ segir hann. - sh, khn
Mæðgin rétt sluppu lifandi út úr brennandi kjallaraíbúð í Mosfellsbæ í gærmorgun:
Snarræði blaðbera bjargaði mannslífum
HEPPIN Hjörtur og kona hans, Sólveig Sigurgeirsdóttir, kunna Sławomir bestu
þakkir fyrir bjargræðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
að aðstoða FBI-fulltrúana eftir
að í ljós kom að þeir voru hér
í þeim tilgangi að ræða við
íslenskan pilt, fæddan 1992, um
Wikileaks. Það hafi ekki rúmast
innan réttar beiðninnar sem þeir
fengu, sem laut að rannsókn á
fyrrnefndri tölvuárás.
Ögmundur sagði að loknum
fundinum í gær að hann, ríkis-
saksóknari og ríkislögreglustjóri
töluðu einum rómi um málið. - sh, vg
Krefst svara um rannsóknina
HEIMURINN
1
2
3