Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 6
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Þetta fór því eins vel og hægt var að þessu sinni. Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir á blóð- sjúkdómadeild. UMHVERFISMÁL Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun athuga- semdir við tillögu að mats áætlun HS Orku vegna rannsóknar borana í Eldvörpum. Sam tökin ítreka fyrra álit sitt að ekki beri að hrófla við Eldvörpum en benda jafnframt á mikilvægi þess að rannsóknar- boranir valdi sem minnstu raski verði af þeim á annað borð. Í álitinu leggja samtökin sér- staka áherslu á að rökstyðja þurfi betur fjölda borhola, ekki síst í ljósi þess að ef til vill verði ekki af nýtingu á svæðinu. Þá telja samtökin að rökstyðja þurfi betur það álit framkvæmdaraðila að ekki sé líklegt að hægt verði að nota borplan sem þegar er á svæðinu, en Landvernd leggur mikla áherslu á að fundnar verði leiðir til þess. - shá Landvernd vill endurskoðun: Ítreka gagnrýni vegna Eldvarpa REYKJANES Eldvörp eru umdeild vegna virkjunarhugmynda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÖRYGGISMÁL Fá 20 milljónir frá ríkinu Ríkið og Landsbjörg hafa gengið frá samningi sem gera á Landsbjörgu kleift að auka kynningu á vefnum Safe Travel, auk eflingar á vetrarferðaþjónustu björgunarsveitanna. Ríkið leggur fram tíu milljónir á móti vinnuframlagi Landsbjargar næstu tvö árin. DÓMSMÁL Krafa um ógildingu á sölu útgerðarfyrirtækisins Bergs- Hugins ehf. til Síldar vinnslunnar hf. í Neskaupstað var rædd á bæjar ráðsfundi í Vestmanna- eyjum í gær. Bærinn hefur stefnt bæði kaupanda og seljanda útgerð- arinnar fyrir dóm. Bæjarráð segir málið mikilvægt fyrir Eyjamenn. „Hér er um að ræða tíu prósent hagkerfis Vestmannaeyja og afar brýnt að allra leiða sé leitað í vörn fyrir samfélagið,“ segir bæjar ráð sem telur sig hafa forkaupsrétt og að vafi leiki á því að hlutur Sam- herja/Síldarvinnslunnar í afla- heimildum megi verða svo stór. - gar Stefna kynnt í bæjarráði: Rift verði sölu á Bergi-Hugin HEILBRIGÐISMÁL Blóðlækningadeild Landspítalans (LSH) var opnuð aftur á sunnudag, en deildinni var lokað á miðvikudag vegna bakteríusýkingar sem greindist í sjúklingi. Stofn bakteríunnar er ónæmur fyrir sýkla lyfjum. Hann er landlægur á spítölum erlendis en sjaldgæfur hér á landi. „Það voru ekki fleiri sem greindust með þessa bakteríu og hún ræktaðist hvergi í um hverfinu. Það var því hægt að opna deildina aftur á sunnudeginum. Þetta fór því eins vel og hægt var að þessu sinni,“ segir Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir á blóðsjúkdómadeild. Hlíf hefur bent á sýkingu sem þessa í samhengi við húsnæðis- mál spítalans. „Þetta snýst um öryggi sjúklinga, sérstaklega í ljósi svona sýkingarvarna,“ sagði Hlíf í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag. Björn Zoëga, for- stjóri LSH, ræðir húsnæðismál í ljósi undangenginna sýkinga- faraldra á heimasíðu spítalans. Hann segir ástandið endurspegla „það langvinna baráttu mál okkar að endurnýja húsnæðið. Það bók- staflega verður að endurnýja hús- næðið og við verðum að leggja í þá vegferð saman, berjast fyrir því að aðstaðan á spítalanum verði mannsæmandi fyrir sjúklinga og ekki síður starfsfólk“. - shá VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða stóra útgerðarfélag tilkynnti í gær um fækkun sjómanna á skipum sínum? 2. Hvað rak Benedikt XVI. páfa til að segja af sér embætti? 3. Fyrir hvað stendur skammstöfunin ELO? SVÖR 1. HB Grandi 2. Hann sagði af sér af heilsu- farsástæðum sökum aldurs. 3. Electric Light Orchestra. E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU Umgjörð: Lindberg Spirit Umgjörð: Chrome Hearts Bakteríusýking á blóðlækningadeild LSH var bundin við einn sjúkling: Gátu opnað deild á fjórða degi EFNAHAGSMÁL Verulega hallar á Íslendinga þegar lífsgæði hér á landi eru borin saman við það sem gengur og gerist á Norður- löndunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem ASÍ kynnti í gær, þar sem lífskjör hér á landi eru borin saman við lífskjör í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. Skýrslan tekur til ýmissa atriða þar sem meðal annars kemur fram að á tímabilinu 2006 til 2012 hafi dregið úr landsframleiðslu. Staðan er sérstaklega slök þegar litið er til þess að vinnu vikan hér á landi er talsvert lengri en tíðkast í hinum löndunum, þó svo hún hafi styst frá 2006, og þannig ljóst að Íslendingar þurfa að vinna meira til að halda uppi þeim lífsgæðum sem þó eru hér. Samdráttur í einkaneyslu hér á landi mælist rúm fjórtán pró- sent á tímabilinu 2006 til 2011. Til samanburðar stóð einka- neysla nokkurn veginn í stað í Danmörku en hún jókst um fjórtán prósent í Noregi og rúm níu prósent í Svíþjóð. Útgjaldamynstur íslenskra heimila breyttist líka mikið hér á landi þar sem þau hafa dregið mikið úr munaði til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auk þess sem kostnaður vegna opin- berra gjalda, húsnæðis og bíla hefur aukist stórum. Segir í skýrslunni að skellurinn í einkaneyslu hefði eflaust orðið mikið stærri ef ekki hefði notið við úrræða í líkingu við sértækar vaxtaniðurgreiðslur og úttekt séreignarsparnaðar. Þá komi neikvæð áhrif einnig fram í niðurskurði til heilbrigðis- og menntamála, sem geti reynst skaðlegur til lengri tíma litið. Stærsta ógnin við lífskjör Íslendinga, sé horft til lengri tíma, er hins vegar skuldir hins opinbera. Þær hafi áhrif á almannatryggingakerfið og skatt- kerfið, en skattar geti til lengri tíma litið reynst letjandi, dregið úr atvinnuþátttöku og „skapað aðstæður fyrir fátæktargildrur“. Þrátt fyrir allt ofantalið er því þó ekki neitað að lífsgæði eru enn góð á Íslandi í saman- burði við flest önnur ríki, til að mynda hvað varðar atvinnu- þátttöku. Staðreyndin sé þó sú að Íslendingar miða sig að mestu við Norður löndin „og í því sam- hengi er ljóst að verulega hallar á Ísland“. Róbert Farestveit, hagfræð- ingur hjá ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að lykillinn að því að snúa þessari þróun við og auka kaupmátt almennings liggi í aukinni fjárfestingu. „Það að auka kaupmátt tekur sinn tíma, en á meðan fjárfest- ing fer ekki af stað og verðbólga er enn við lýði mun það ganga hægt.“ thorgils@frettabladid.is Lífsgæðin lakari hér en á Norðurlöndum Ný skýrsla frá ASÍ sýnir að lífsgæði á Íslandi hafa dalað í samanburði við hin Norðurlöndin. Vinnum meira en hinir og höfum dregið úr einkaneyslu. Niður- skurður til lykilmálaflokka gæti einnig haft neikvæð áhrif til lengri tíma litið. Einkaneysla og innflutningur drógust verulega saman á Íslandi á árunum 2006-2011 Danmörk Ísland Noregur Svíþjóð Einkaneysla -0,27% -14,03% 14,03% 9,40% Innflutningur 3,68% -32,45% 13,77% 15,87% Heimild: ASÍ Minni neysla – minna flutt inn 2.000 1.600 1.200 800 400 0 50 40 30 20 10 0 60 40 20 0% -20 -40 -60 -80 N ey slu út gj öl d al ls M at ur Fö t G re id d hú sa le ig a An na ð ve gn a hú sn æ ði s H ús gö gn o g he im ili sb ún að ur Ka up ö ku tæ kj a Re ks tu r ö ku tæ kj a Tó m st un di r o .fl . ➜ Útgjöld heimilanna➜ Afköst 2006-2011 eft ir neyslufl okkum ■ Meðalfj öldi vinnustunda á ári hjá starfandi (vinstri ás) ■ VLF á mann fyrir hverja unna vinnustund (hægri ás) O EC D FRAKKLAND, AP Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær með 329 atkvæðum gegn 229 að heimila samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband. Jafnframt verður sam- kynhneigðum hjónum leyft að ætt- leiða börn. Frumvarpið fer nú fyrir efri deild þingsins. Harðar deilur hafa verið um frumvarpið í Frakk- landi og fjölmennar mótmæla- göngur verið haldnar. Þrátt fyrir það styður yfirgnæfandi meiri- hluti Frakka hjónabönd samkyn- hneigðra, en stuðningurinn við að samkynhneigðir ættleiði börn er eitthvað minni. - gb Neðri deild franska þingsins: Samkynhneigð pör fá að giftast CHRISTIANE TAUBISTAN Dómsmála- ráðherra Frakklands hefur barist fyrir frumvarpinu. NORDICPHOTOS/AFP FASTEIGNAMARKAÐUR Nokkuð fleiri húsaleigusamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóð- skrá Íslands um leigumarkaðinn. Þar segir að 634 samning- um hafi verið þinglýst í síðasta mánuði en fjöldinn í janúar 2012 var 538, sem jafngildir tæplega átján prósenta aukningu. Samn- ingum fjölgaði einnig á Suður- nesjum, en fækkun var á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. - þj Fleiri leigusamningar: Fjölgun á húsa- leigumarkaði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.