Fréttablaðið - 13.02.2013, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2013
Rekstrarvörur
- vinna með þér
ÖSKUDAGUR
Í ARION BANKA
Í tilefni af öskudeginum gefum við krökkum
sem koma í útibú bankans, sérstakt öskudags-
Andrésblað. Blaðið er fullt af skemmtilegum
myndasögum og er afhent á meðan birgðir endast.
Góða skemmtun!
©
DISN
EY
DANMÖRK Stjórnvöld í Danmörku
vinna nú að því að jafna rétt for-
eldra af sama kyni.
Eignist tvær konur saman barn
undir núverandi fyrirkomulagi,
til dæmis með tækni frjóvgun,
verður sú sem ekki gengur með
barnið að ættleiða það eftir
fæðingu og ef sæðisgjafi er
þekktur verða að líða tvö og hálft
ár hið minnsta áður en hægt er að
sækja um ættleiðingu.
Gangi áætlanir hins vegar eftir
munu mæðurnar sjálfkrafa hljóta
sömu stöðu gagnvart barninu og
sé sæðisgjafi þekktur er hægt
að útkljá það mál með skrif-
legu samkomulagi fyrir fæðingu
barnsins. - þj
Stjórnvöld í Danmörku:
Jafna réttindi
tveggja mæðra
JAFN RÉTTUR Dönsk stjórnvöld hyggj-
ast jafna rétt foreldra af sama kyni.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Ölóður karlmaður
á fimmtugsaldri réðst, vopnaður
hnífi, að dyravörðum á skemmti-
stað í austurbæ Kópavogs á
fyrsta tímanum í fyrrinótt.
Dyraverðirnir náðu að yfir-
buga hann og sakaði þá ekki en í
átökunum skarst árásarmaðurinn
í andliti og viðbeinsbrotnaði.
Lögregla flutti hann á slysa-
deild Landspítalans, þar sem
gert var að sárum hans, og þaðan
í fangageymslu, þar sem hann
sefur úr sér öl vímuna. Hann var
yfirheyrður í gær.
Ölóður karlmaður:
Réðst á dyra-
verði með hníf
DANMÖRK Innflytjendur í Dan-
mörku eru almennt veikari en
aðrir íbúar. Þeir sem eru félags-
lega illa settir fá ekki þá þjónustu
sem þeir þurfa.
Í frétt á vef Kristilega dag-
blaðsins segir að 670 inn-
flytjendur hafi á undanförnum
fjórum árum verið sendir frá
öðrum læknum til sérstakrar
læknamóttöku fyrir útlendinga í
Óðinsvéum. Hjá fjórðungi þeirra
höfðu læknar ekki fundið krabba-
mein, asma eða liðagigt.
Læknum hafði einnig yfirsést
að viðkomandi sjúklingar glímdu
við félagslega og andlega erfið-
leika. Tungumálaörðugleikar
komu einnig við sögu. - ibs
Yfirlæknir í Danmörku:
Útlendingar fá
verri meðferð