Fréttablaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2013 | SKOÐUN | 17 Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Ekki er ólíklegt að þeir sem fylgdust með fjölmiðlum í síð- ustu viku hafi hrist höfuðið vankaðir og velt fyrir sér hvort möguleiki væri á að þeir hefðu vaknað upp á vitlausri öld. Ljós- mynd sem birtist með frétt á ruv.is um fund um Evrópu- sambandið með formönnum og forystumönnum helstu stjórn- málaflokkanna fór víða á ver- aldarvefnum. Þar sáust sitja við langborð sex prúðbúnir herramenn, hver öðrum spengi- legri. Myndin var áminning um hversu marga myndarlega mið- aldra karlmenn við Íslending- ar eigum okkur. Hún var hins vegar einnig harkaleg áminning um þá miklu einsleitni sem blas- ir við kjósendum í kosningum í vor. Nú þegar Jóhanna Sigurð- ardóttir hefur ákveðið að stíga af hinu pólitíska sviði stefnir í að engin kona muni leiða stjórn- málaflokk í komandi kosning- um. Og fréttir vikunnar fóru aðeins niður á við fyrir áhuga- fólk um fjölbreytileika sam- félagsins: Verðlaunin „sjón- varpsmaður ársins“ tóku á sig bókstaflega merkingu þegar fimm karlmenn voru tilnefnd- ir til þeirra en engin kona; og umræðan um ólíka túlkun karlkyns dómara Hæstaréttar og eina kvendómara réttarins um hvað telst til nauðgunar á konu náði bæði nýjum hæðum og lægðum. En af öllum þeim fréttum sem undirstrikuðu í vikunni að jafnréttisbaráttunni er hvergi nærri lokið stóð hins vegar ein upp úr. Klofið á Sjálfstæðisflokknum Það gengur nú fjöllum hærra að Jóhanna Sigurðardóttir sé einn mesti stríðsherra sem sést hefur í sögu lands og þjóðar – eða því sem næst. Í kjölfar þess að tilkynnt var um kjör á nýjum formanni Samfylkingarinnar steig fram heill her af að því er virðist illa löskuðum fótgöngu- liðum Sjálfstæðisflokksins sem lýsti yfir einum rómi hve létt þeim væri að þurfa ekki lengur að sæta höggum þessa harðsvír- aða drottnara. Sturla Böðvars- son sagði „heift og hatur“ hafa einkennt stjórnartíð Jóhönnu. Helgi Magnússon, fyrrum for- maður Samtaka iðnaðarins, sagði stjórnunarstíl hennar hafa „einkennst af reiði, illsku og hefndarhug einmitt á tímum þegar hefði verið hvað brýnast að ná sáttum og leiða þjóðina fram á veg“. Ætla mætti af þessum sam- ræmdu viðbrögðum sjálfstæð- ismanna að fyrir forsætisráð- herratíð Jóhönnu Sigurðardóttur hafi íslensk stjórnmál einkennst af farsælli samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu; að öll dýrin hafi verið vinir í skóg- inum og engin ákvörðun tekin á Alþingi án stuðnings allra 63 þingmanna samkundunnar. En því fer auðvitað fjarri. Stjórnar- andstaðan hefur alltaf mátt éta það sem úti frýs, því á Alþingi er það einfaldlega meirihlutinn sem ræður. Það sætir því furðu að ætl- ast sé til annarra vinnubragða af hálfu forsætisráðherrans Jóhönnu Sigurðardóttur en allra annarra leiðtoga sem gegnt hafa stöðunni á undan henni. Sáu þessir sömu fótgönguliðar eitt- hvað athugavert við stjórnunar- stíl Davíðs Oddssonar sem hafði slíkt hreðjatak á flokki sínum að greip hans herðir enn að klofi hans átta árum eftir að foring- inn í Hádegismóum lét af störf- um sem formaður? Má vera að ástæða þess að menn telji sig eiga heimtingu á mjúkum handtökum og móður- legri undanlátssemi frá Jóhönnu Sigurðardóttur sé sú að hún er kona? Rannsóknir sýna að eftir því sem karlmenn njóta meiri vel- gengni því betur líkar fólki við þá. Þessu er hins vegar öfugt farið þegar kemur að konum. Því meiri velgengni sem konur njóta því verr líkar fólki við þær og þær fá á sig stimpilinn „frekja“. Ég biðst afsökunar Ekki allar fréttir síðustu viku voru jafnniðurdrepandi og þær sem nefndar eru að ofan. VR kynnti í vikunni svokallaða Jafnlaunavottun sem hvetja á fyrirtæki og stofnanir til að greiða körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu. Jafn- framt mátti lesa aðsenda grein Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu um lög sem taka senn gildi og miða að því að jafna hlutföll karla og kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækja. Aðgerðir sem þessar eru jafn- réttisbaráttunni mikilvægar. Það þarf þó meira til. Fyrir nokkrum mánuðum var haft samband við mig frá ónefndu stjórnmálaafli og vildi viðmælandi minn kanna hvort ég hefði áhuga á að gefa kost á mér á framboðslista (afsakið klisjuna). Ég var auðvitað upp með mér (aftur, afsakið klisj- una) en útilokaði hins vegar hugmyndina á þeim forsendum að tímasetningin væri röng, aðstæður ekki réttar og svo framvegis. Þegar ég fór yfir fréttir síð- ustu viku tóku hins vegar að renna á mig tvær grímur. Mikið verk er fyrir höndum ef takast á að rétta hlut kvenna þegar kemur að áhrifum hvort sem um ræðir í pólitík, viðskiptalífinu eða fjölmiðlum. Aðgerðir eins og Jafnlaunavottunin og lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrir- tækja geta hjálpað til. Til að fullnaðarsigur náist þurfum við konur hins vegar að „þora, geta og vilja“. Þar sem ég fylgdist með hverjum jakkafataklædda, miðaldra skarfinum lýsa yfir hve mikil „frekja“ Jóhanna Sig- urðardóttir væri gerði ég mér skyndilega grein fyrir því að það var ekki út af óhagstæðri tímasetningu sem ég íhugaði ekki eitt andartak þátttöku í stjórnmálum. Sannleikurinn var sá að tilhugsunin um að vera brennimerkt frekja – eða eitthvað þaðan af verra – olli mér nægum ótta til að ég segði „nei takk“ án þess einu sinni að hugsa mig um. Það er ekki nóg að ræða málin – maður verður einnig að þora að hrinda þeim í framkvæmd. Ég vil því biðjast afsökunar á heigulshætti mínum. Okkur konum ber skylda til að hugsa að minnsta kosti málið séum við í stöðu til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og minnka það valdaójafnvægi sem ríkir í sam- félaginu. Ég get aðeins skamm- ast mín og leitast við að bæta ráð mitt. Kannski er tími til kominn að við hættum að óttast orðið „frekja“. Ef „frekja“ þýðir gáfuð, dugleg og metnaðargjörn kona sem lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum þá vil ég vera frekja. Við ættum allar að vilja vera frekjur. Ert þú frekja? Öflugt atvinnulíf er undir- staða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarð- vegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og upp- byggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frek- ari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frek- ar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðar- stefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auð- linda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóð- in sjálf njóti eðlilegs arðs af auð- lindum sínum. Um það snýst fisk- veiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fisk- inn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauð- lindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálf- sögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræð- an um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Ramma- áætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagn- vart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfis- ins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnu- lífinu, heldur einnig mótun heild- stæðrar auðlindastefnu sem trygg- ir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsókn- um og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýt- ingu færum við arð til þjóðarinn- ar en ekki fárra útvalinna og jöfn- um samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrir- tækja. Þannig auðgum við atvinnu- lífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með mennt- uðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoð- kerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbún- aðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frek- ar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarút- veginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafn- ræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð. Sóknarfæri atvinnulífs ATVINNA Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður ➜ Með skynsamlegri auð- lindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum sam- keppnis- og vaxtarskilyrði… ➜ Okkur konum ber skylda til að hugsa að minnsta kosti málið séum við í stöðu til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og minnka það valdaójafnvægi sem ríkir í samfélaginu. Ég get aðeins skammast mín og leitast við að bæta ráð mitt. Fundurinn er öllum opinn. Aðgangur ókeypis. Hvar: Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, stofu V101 á 1. hæð. GERENDUR KYNFERÐISBROTA GEGN BÖRNUM Lagadeild og sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík bjóða til hádegisfundar föstudaginn 15. febrúar kl. 12:15–13:45. www.hr.is Gerendur kynferðisbrota gegn börnum samkvæmt dómum Hæstaréttar Svala Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR. Óttinn við gerendur Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ. Tillögur að nýjum lagareglum um öryggisráðstafanir Róbert R. Spanó, forseti lagadeildar HÍ og formaður refsiréttarnefndar. Fundarstjóri: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið HR. Hin mörgu andlit gerenda Anna Newton, réttarsálfræðingur á Stuðlum og stundakennari við sálfræðisvið HR. Meðferð kynferðisbrotamanna: Hvað virkar? Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur hjá sálfræðistofunni Sálarheill.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.