Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 13.02.2013, Síða 20
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20 Þegar kosningar nálgast er mikilvægt að gera sér grein fyrir valkostunum. Í umræðunni um ríkisfjár- mál og tekjuöflun ríkissjóðs hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt ríkisstjórnina stöðugt með elstu klisjum sem menn muna og reynst einstaklega hugmynda- snauð. Auðvitað er aldrei minnst á að við höfum vermt 16. sæti meðal OECD-landa hvað skatt- byrði varðar en trónum ekki á toppnum eins og ætla mætti, né að skattbyrði hér er sú lægsta á Norðurlöndunum. Nei, klisjan um skattpíninguna er flutt aftur og aftur og svo ein- tóna að það glitti í langþráðan lit þegar annar varaformaður Sjálf- stæðisflokksins skrifaði um „skatt- krumlu“ ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu á heimasíðu flokksins og framkvæmdastýra borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins skrif- aði nýverið grein í Fréttablaðið um vonda skattastefnu ríkisstjórnar- innar með yfirskriftinni Skattland. Nýjar hugmyndir? Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fólk og fyrirtæki vilji borga lægri skatta. En um leið skortir ekki hug- myndir um verkefni fyrir ríkissjóð eða umræðu um fjársveltar ríkis- stofnanir og loforð um betri tíð með blóm í haga. Og stjórnarandstaðan, sem ætlar að gera allt það og líka lækka skatta, hvaða hugmyndir setur hún fram um tekjuöflun rík- issjóðs? Varavaraformaðurinn Kristján Þór Júlíusson segir að ríkissjóður eigi að afla tekna með því að lækka skatta og efla þannig atvinnulífið. Sama atvinnulíf og lognaðist nán- ast út af eftir ein verstu hagstjórn- armistök vestrænnar ríkisstjórnar síðari tíma þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hélt um stjórn ríkisfjár- mála og réði umgjörð viðskipta- og efnahagslífsins um áratugaskeið. Í ljósi þess er ekki furða að Krist- ján og félagar tali mjög almennt um skattalækkanir. Skýri ekki hvernig á að hækka lægstu launin um leið og ríkissjóður á að missa spón úr nærri galtómum aski með lækkun skatta. Á markað- urinn kannski að sjá um lægstu launin? Það er auð- velt að lofa öllu fögru en hvar er raunsæið? Umræða um ríkissjóð og tekjuöflun hans verður að vera ábyrg. Án innan- tómra loforða og frjáls- legra staðreynda. Því miður fylgja hvorki Krist- ján né Þórey Vilhjálms- dóttir, framkvæmdastýra borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðismanna, þessu. Hún fullyrð- ir ranglega í grein sinni að efsta tekjuskattsþrepið sé 58% þegar líf- eyrissjóðsiðgjöld séu tekin með. Hið rétta er að lífeyrissjóðsiðgjöld eru, eins og vonandi allir launþegar vita, 4% og eru hvorki skattur eða álög- ur af hálfu ríkis eða sveitarfélaga. Efsta tekjuskattsþrepið er 46,22% af mánaðartekjum hærri en 739.509 en ekki 704.367 kr. eins og segir í grein hennar. Ef prósentutalan er hærri á að leita réttar síns. Þórey skrifar líka um þær fjöl- mörgu breytingar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar sem ekki verið í þágu fjölskylda eða fyrir tækja í landinu. Þó á hún að vita að skattbyrði 60% heimila á landinu er nú lægri en á velmekt- arárum Sjálfstæðisflokksins á aðventu hrunsins. Eitt er að vera á móti skattbreytingum, annað að fullyrða að andstæðingurinn leggi fæð á allar fjölskyldur og öll fyrir- tæki í landinu. Hvers konar málstað þarf að verja með svona tali? Það hafa verið gerðar breyting- ar á skattkerfinu en þær hafa gert skattkerfið réttlátara og endurút- hlutað tekjum með sanngjarnari hætti en áður. Hin leiðin, sem félagar Þóreyjar hefðu farið og munu fara ef þau geta, er að draga frekar úr útgjöldum með enn sárs- aukafyllri niðurskurði í velferð- ar- og menntakerfinu. Eru annars aðrar hugmyndir á sveimi frá þeim? Jöfnuður í stað misskiptingar Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingar á skatt- kerfinu hafi ekki verið í þágu fjöl- skyldna í landinu. Það er hagur allra heimila í landinu að ríkis- sjóður afli tekna með sanngjörnum hætti til að samfélag okkar virki sem skyldi. Og ég spyr á móti, var skattkerf- ið hér fyrir hrun í þágu allra fjöl- skyldna í landinu eða bara örfárra? Svarið er skýrt. Nýjar rannsókn- ir Stefáns Ólafssonar prófessors og Arnaldar Sölva Kristjánssonar, sérfræðings við HÍ, á þróun tekju- skiptingar hér á landi sýna ótví- rætt að hún var ójafnari frá 1995 til 2007. Alþjóðlegur samanburður sýnir að umfang ójafnaðarins var hér óvenjumikill á alþjóðavísu frá 1995. Ójöfnuðurinn óx mest þegar allar tekjur eru meðtaldar (ráðstöf- unartekjur eftir skatt) en einnig mikið þó fjármagnstekjum sé sleppt að hluta eða alveg. Skattastefna stjórnvalda á tíma- bilinu fyrir efnahagshrunið jók því ójöfnuð með umtalsverðum hætti. Íhugum andartak hverjir voru þá við völd. Hvers vegna ættum við skattborgarar að vilja færa skatt- kerfið aftur til þess tíma? Nýjar leiðir Á árinu 2008 til 2010 snerist þróun- in við og tekjuskiptingin varð aftur mun jafnari. Að sjálfsögðu skiptir þar miklu að háar tekjur í banka- kerfinu og í viðskiptalífinu drógust saman. En ekki skipta minna máli þær mikilvægu og réttlátu breyt- ingar sem gerðar voru á skattkerf- inu í tíð Steingríms J. Sigfússonar sem fjármálaráðherra. Þá var skatt- byrðinni dreift hlutfallslega meira á þá tekjuhærri en áður og minnkuð á þá tekjulægri. Til viðbótar hefur bótakerfið verið markvisst notað í þágu fjölskyldna í landinu, sam- anber hækkun barnabóta. Þetta tvennt er dæmi um ábyrga stjórn ríkisfjármála í þágu okkar allra og að það skiptir máli hvernig tekna er aflað. En ekki síður hvernig þeim er ráðstafað og af hverjum. Gamlir uppvakningar og ríkisfjármál FJÁRMÁL Rósa Björk Brynjólfsdóttir skipar 2. sætið á lista VG í Suð- vesturkjördæmi ➜ Það hafa verið gerðar breytingar á skattkerfi nu, en þær hafa gert skattkerfi ð réttlátara og endurúthlutað tekjum með sanngjarnari hætti en áður. Vorið 2009 afhenti ég forsætisráðherra undir- skriftir 21 þúsund Íslend- inga sem vildu taka til í lífeyrissjóðunum. Forsæt- isráðherra lofaði fundi en aldrei heyrðist í henni og ekkert gerðist. Alþingi hefur ekki hafið rannsókn á lífeyrissjóðunum, þó svo að það hafi verið samþykkt 63 gegn 0 að gera það. Ég hef birt auglýsingar í blöð- um til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en mér finnst það réttlátt að lífeyrissjóðirnir láti fé okkar sem greiða í þá í ný og betri hjúkrunarheimili. Ég hef gagnrýnt stjórnendur sjóðanna um margra ára skeið, en sjálfur gekk ég í lífeyrissjóð árið 1964. Það er m.a. ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á lúxusjeppum. Gildi lífeyrissjóður Í auglýsingunum hef ég spurt hvort hugmyndir mínar um að líf- eyrissjóðirnir fjárfestu í búsetuúr- ræðum fyrir aldraða hefðu hugs- anlega verið betri fjárfesting, en að gambla á markaðnum. Svör- in hafa verið þau að samkvæmt lögum mættu lífeyrissjóðirnir ekki fjárfesta á þennan hátt held- ur ættu eingöngu að hámarka arð- semi og taka þ.a.l. meiri áhættu, það væri arðsamasta fjárfesting- in. Í annarri auglýsingu bendi ég á að tekjurnar í Gildi, öðrum af tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins, voru um 21 milljarður en útgreiddur lífeyrir var hins vegar aðeins 7, 8 milljarður. Tveir þriðju af tekjunum urðu því eftir í sjóðn- um. Hrein eign Gildis var þá um 241 milljarður. Sú upphæð ein og án vaxta myndi duga til útgreiðslu lífeyris í 30 ár og 11 mánuði. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Greidd iðgjöld í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, annan af tveim- ur stærstu lífeyrissjóðum lands- ins, um árið voru tæpir 16 millj- arðar. Alls voru tekjurnar um 34 milljarðar en útgreiddur lífeyr- ir var aðeins rúmir 6,8 milljarð- ar króna. Aðeins um fimmtungur var greiddur út. Lífeyris- þegar eiga að fá að njóta þessara tekna og lífeyristekjur verða að hækka. Ég hef kynnt mér stefnu- skrá Hægri grænna, flokks fólks- ins og get ég ekki séð annað en að þarna sé kominn stjórnmálaflokk- ur sem ætlar sér að taka á lífeyr- issjóðunum og gera eitthvað fyrir gamla fólkið. Hægri grænir vilja: a) að kjaraskerðing aldraðra, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði aftur- kölluð, b) að lífeyrir aldraðra verði hækkaður um 20%, c) afnema skerðingu trygginga- bóta vegna greiðslna úr lífeyris- sjóði, d) að skattleysismörk verði hækk- uð og ekkjuskattinn burt, e) stoppa allar hugmyndir um að selja Landsvirkjun til lífeyris- sjóðanna, f) að lífeyrissjóðir fjárfesti og fjölgi til muna búsetuúrræðum fyrir eldri borgara, g) erfanleg lífeyrisréttindi eins og í Frjálsa lífeyrissjóðnum, h) sjóðsfélagar í lífeyrissjóð- um verða að fá atkvæðisrétt um stjórn á sínum eigin sjóðum, i) og að lífeyrisgreiðslur í almenna lífeyrissjóðakerfinu séu eign lífeyrisgreiðandans og ættu maki hans og börn að fá allan líf- eyri greiddan við fráfall. Staðreyndin er að verkafólk og ellilífeyrisþegar fá ekki nóg út úr lífeyrissjóðunum sem eiga þó nóg af peningum. Íslenskur verkalýður verður að setja hnefann í borðið! Hvaða þýðingu hefur það að safna í digra sjóði meðan eldri borgarar þessa lands svelta? Setum X við G og kjósum Hægri græna í vor, þeir eru með lausnirnar. 3 milljónir á mánuði og á lúxusjeppum LÍFEYRISSJÓÐIR Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Góa– Linda ➜ Staðreyndin er að verkafólk og ellilífeyr- isþegar fá ekki nóg út úr lífeyrissjóðunum sem eiga þó nóg af peningum. Íslenskur verkalýður verður að setja hnefann í borðið! SÖLU LÝKUR KL. 17 130.000.000 +1.070.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT 1.200.000.000 Fyrsti vinningur stefnir í 130 milljónir, Ofurpotturinn í 1.070 milljónir. Ekki gleyma að vera með! Fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 13. FEBRÚAR 2013 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 F ÍT O N / S ÍA 1200 MILLJÓNIR POTTURINN STEFNIR Í

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.