Fréttablaðið - 13.02.2013, Side 22

Fréttablaðið - 13.02.2013, Side 22
FÓLK|FERÐIR Lynx Space Academy stendur þess-ar vikurnar fyrir samkeppni víða um heim þar sem sigurvegarinn fær að launum ferð út í geim. Íslend- ingar búsettir hérlendis geta ekki tekið þátt en að minnsta kosti tveir Íslend- ingar búsettir erlendis hafa skráð sig til leiks. Annar þeirra er Nanna Gunnars- dóttir sem búsett er í Englandi. Þar er fyrsta umferð keppninnar í fullum gangi og leitar hún eftir stuðningi almennings svo hún komist áfram í aðra umferð. „Ég elska að ferðast og mig hefur alltaf langað út í geim, helst til tunglsins eða annarrar plánetu. Ég get þó alveg sætt mig við að fara á sporbraut um jörðina í staðinn.“ VINSÆLDAKOSNING Fyrsta umferð keppninnar er vinsælda- keppni. Þar safna þátttakendur at- kvæðum til að komast áfram í aðra um- ferð en þeir 200 keppendur sem fá flest atkvæði halda áfram í svokallaða National Challenge sem fer fram á leynilegum stað í London. Þar þurfa þátt- takendur að takast á við erfiðar líkamlegar og andlegar áskoranir. Fjórir efstu kepp- endur halda síðan áfram í næstu umferð, Global Space Camp, sem haldin verður í Orlando í Banda- ríkjunum. Þar munu keppendur frá fjölmörgum löndum taka þátt í þremur þjálfunar- búðum en dómnefnd mun að lokum velja einn geimfara sem sendur verður 103 kílómetra út í geim- inn með geimferðaþjónustunni Spacexc. HÖRÐ KEPPNI FRAM UNDAN „Ég átta mig á því að þetta verður mjög hörð keppni ef ég kemst áfram í aðra umferð. Ég býst við að Lynx stefni á að senda karlmann að lokum enda keppnin þannig uppsett. Slagorð keppn- innar er „Leave a Man, Come Back a Hero“, en ég er tilbúin til að leggja mikið á mig til að komast áfram.“ Í gær var Nanna nr. 208 á listanum með 476 atkvæði. „Ætli ég sé ekki örugg áfram í aðra umferð ef ég fæ yfir 1.500 atkvæði. Svo tekur alvaran við. Því hvet ég alla Íslendinga til að kjósa mig áfram svo fyrsta íslenska konan komist út í geim.“ FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HÖRÐ SAMKEPPNI Nanna Gunnarsdóttir gæti orðið fyrsta ís- lenska konan til að komast út í geim. MYND/ÚR EINKASAFNI KJÓSTU! Hægt er að kjósa Nönnu með því að smella á „Vote“ á slóðinni: https://www. lynxapollo.com/en_ GB/30009/nanna- gunnarsdottir FERÐALAG UM HIMINGEIMINN GEIMFARI Nanna Gunnarsdóttir tekur þátt í keppni um að komast út í geim. Almenningur getur kosið hana áfram í aðra umferð keppninnar. 10.000 dúnsængur Settu nafnið þitt í pott í verslun og þú getur unnið sæng fyrir alla fjölskylduna Við fögnum 10.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á öllum dúnsængum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.