Fréttablaðið - 13.02.2013, Side 32

Fréttablaðið - 13.02.2013, Side 32
13. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 24 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir og afi, HELGI MARINÓ FRIÐFINNSSON Snægili 18, áður til heimilis að Grundargerði 8, Akureyri, lést á heimili sínu 5. febrúar. Útför hans fer fram frá frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Guðrún Jónsdóttir Ragnheiður Helgadóttir Ari Þór Jónsson Sigurður Helgason Aðalheiður Bragadóttir Agnes Sverrisdóttir Lars Potrykus Hafdís Gylfadóttir Eva María, Una, Birkir Þór og Gígja Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR Birkigrund 10, Kópavogi, áður Hringbraut 90, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Auður Guðmundsdóttir Magnús Axelsson Ævar Guðmundsson Laufey Barðadóttir Þuríður Ævarsdóttir Ragnheiður Ævarsdóttir Gísli Baldvinsson Þórdís Ævarsdóttir Bjarki Stefánsson Ævar Gunnar Ævarsson Helga G. Óskarsdóttir Guðrún Vala Benediktsdóttir Hildur Karen Benediktsdóttir Aðalsteinn Ragnar Benediktsson Elín Þórhallsdóttir Magnús Anton Magnúsarson og barnabarnabörn. Heittelskaður eiginmaður minn og sálufélagi, faðir, stjúpi, tengdafaðir, sonur og bróðir, BJÖRGVIN INGIMARSSON sálfræðingur og kennari, lést laugardaginn 9. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Vilborg Davíðsdóttir Sigrún Ugla Björgvinsdóttir Matthías Már Valdimarsson Katrín Vilborgardóttir Gunnarsdóttir Aðalsteinn Már Ólafsson Sigrún Guðmundsdóttir Jónas Kr. Ingimarsson Ástkær móðir okkar, ÓLAFÍA G. ALFONSDÓTTIR frá Hnífsdal, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést 6. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Gréta Jóakimsdóttir Odd T. Marvel Helga S. Jóakimsdóttir Sigurður B. Þórðarson Gunnar Jóakimsson Sólveig Þórhallsdóttir Kristján G. Jóakimsson Sigrún Sigvaldadóttir Aðalbjörg Jóakimsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐBJÖRNSDÓTTIR Hrísateig 14, lést þriðjudaginn 5. febrúar. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Sigrún Sigurgeirsdóttir Jón G. Sigurðsson Sólveig Sigurgeirsdóttir Helgi Þór Jónsson Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir Ágúst Eiríksson Ingunn Sigurgeirsdóttir Svanhvít Sigurgeirsdóttir Kristín Sigurgeirsdóttir Sigfús A. Gunnarsson Kristinn Sigurgeirsson Sigfríður Ragna Bragadóttir Guðmundur Sigurgeirsson ömmubörn og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON lyfjafræðingur, lést mánudaginn 11. febrúar á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Hall gríms- kirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Anna Guðrún Hugadóttir Vera Guðmundsdóttir Þórarinn Blöndal Daði Guðmundsson Dianne Y. Guðmundsson Hugi Guðmundsson Hanna Loftsdóttir Alma Guðmundsdóttir Eva Magnúsdóttir Tinna Magnúsdóttir Hildur Blöndal Unnar Blöndal Jóhanna Hugadóttir Una Hugadóttir TÍMAMÓT MERKISATBURÐIR 1633 Galileo Galilei kom fyrir Rannsóknarréttinn í Róm. 1668 Spánn viðurkenndi sjálfstæði Portúgals. 1693 Eldgos hófst í Heklu. 1883 Þýska tónskáldið Richard Wagner lést, þá tæplega sjötug- ur að aldri. 1960 Frakkar gerðu tilraunir með sína fyrstu kjarnorkusprengju. 1971 Víetnamstríðið: Suður-Víetnamar réðust inn í Laos með hjálp Bandaríkjamanna. 2001 Jarðskjálfti sem mældist 6,6 stig á Richters-kvarða reið yfir El Salvador. Að minnsta kosti 400 manns létu lífið. Tvíburasysturnar Jófríður og Ást- hildur Ákadætur munu segja frá ævintýralegum tónleikaferðum hljómsveitar sinnar til Japans og Kína á stefnumótakaffi febrúarmán- aðar. Stefnumótakaffið er hluti af viðburðaröð sem á sér stað í Menn- ingarsetrinu Gerðubergi á miðviku- dögum. Þá eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menning- arsvæðum. Jófríður og Ásthildur eru fæddar árið 1994 og stunda báðar tónlistarnám við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Þær stofnuðu hljómsveitina Pascal Pinon árið 2009, þá aðeins fjórtán ára gaml- ar. Vorið 2010 gerðu þær samning við þýska útgáfufyrirtækið Morr Music um endurútgáfu fyrstu plötu þeirra og í kjölfarið héldu þær fjölda tónleika víðs vegar um heiminn, þar á meðal í Þýskalandi, Ítalíu, Kína og Japan. „Við fórum til Kína í október árið 2011 og til Japans um páskana í fyrra og vorum í tæpar tvær vikur í hvoru landi. Við spiluðum á sex tónleikum í Kína í smærri borgum þar sem minna er um ferðamenn. Það var mjög sér- stakt fyrir okkur að vera þar, það tal- aði eiginlega enginn ensku og fólk starði á okkur og tók myndir,“ segir Jófríður um ferðalagið til Kína. Faðir stúlknanna ferðaðist með þeim í bæði skiptin og hafði einnig gaman af því að heimsækja svo framandi lönd. Jófríður segist hafa heillast mikið af Kína, þar iði göturnar af mann- lífi og látum. „Kína var skemmtilegt, þar ríkti mikið kaos og fólk virtist lítið spá í hlutunum. Japan var hrein- legra og þar var allt mjög skipulagt og vandað. Löndin eru gríðarlega ólík og menningin mjög ólík okkar.“ Á stefnumótinu í Gerðubergi munu systurnar sýna myndir úr ferðalögun- um, bjóða upp á kínverskt nammi og taka nokkur lög af nýrri plötu sinni. Í næstu viku heldur Pascal Pinon í tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu og kemur sveitin meðal annars fram í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Ungverjalandi. Jófríður kveðst mjög spennt fyrir Ungverjalandsheimsókn- inni. „Ég hef aldrei komið þangað áður. Við verðum í burtu í tvær vikur, við getum ekki verið lengur vegna skól- ans,“ segir hún að lokum. Stefnumótakaffið hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. sara@frettabladid.is Segja frá ferðalögum um Kína og Japan Systurnar Jófríður og Ásthildur Ákadætur halda erindi í Gerðubergi í kvöld. Þær munu segja frá tónleikaferðalögum sínum til Kína og Japan og taka nokkur lög. SEGJA FRÁ ASÍUHEIMSÓKN Jófríður og Ásthildur Ákadætur eru meðlimir í hljómsveitinni Pascal Pinon. Þær segja frá heimsókn sinni til Kína og Japan á stefnumótakaffi í Gerðubergi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Þennan dag árið 1945 létu banda- menn sprengjum rigna yfir þýsku borgina Dresden. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara létu lífið í árásinni og stór hluti borgarinnar var lagður í rúst. Breskar herflugvélar gerðu fjórar loftárásir á borgina á tveimur dögum en þegar þær voru gerðar var Þýska- land í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og var auðsætt að þær næðu borginni á sitt vald eftir nokkra daga. Vegna þessa hefur árásin oft verið harðlega gagnrýnd og jafnan talin algjörlega tilgangslaus. Dresden hafði ekkert hernaðarlegt gildi, var óvarin og full af flóttamönnum sem höfðu safnast frá austurhéruðum landsins. Á þessum tveimur dögum vörpuðu breskar og bandarískar sprengjuflugvélar svo mörgum sprengjum að eldhaf leystist úr læðingi og sums staðar varð hitinn svo mikill að súrefni þraut og kafnaði fólk í kjöllurum og loftvarnarbyrgjum. Opinbera skýringin á loftárásinni var sú að hún ætti að auðvelda sovéska hernum yfirtöku borgarinnar en þegar kalda stríðið gekk í garð breyttu Sovétmenn skýringunni. Þeir sögðu loftárásina ekkert hafa hjálpað Rauða hernum heldur eyðilagt borg sem vitað var að lenti á hernáms- svæði Sovétríkjanna. ÞETTA GERÐIST: 13. FEBRÚAR 1945 Tilefnislaus árás bandamanna á Dresden Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.