Fréttablaðið - 22.02.2013, Síða 2
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VIÐSKIPTI Skíðaskálinn í Hveradölum
er aftur kominn í eigu Svavars Helga-
sonar eftir að félag sem keypti skál-
ann í september síðastliðnum stóð
ekki við greiðslur.
„Þetta er leiðindamál og það er
verið að rifta þessu. Ég ætla bara að
reka þetta áfram þangað til annað
kemur í ljós,“ segir Svavar sem hefur
verið með veitingasölu í Skíðaskálan-
um frá því 1995.
Fram kom í Fréttablaðinu í nóvem-
ber síðastliðnum að kaupendurnir,
sem voru Inga Lísa Sólonsdóttir og
Aron Þorsteinson, hygðu á mikla upp-
byggingu við Skíðaskálann og stór-
eflingu ferðaþjónustu þar á svæðinu.
Frá því kaupin voru frágengin hefur
verið lagt þar í ýmsar framkvæmdir,
til dæmis málningarvinnu, stígagerð
og ýmsa jarðvinnu.
Meðal hugmynda sem settar voru
fram í haust var uppbygging bað-
lónsins Viking Lagoon, gerð golfvall-
ar og smíði þyrlupalls fyrir útsýnis-
flug. „Þessi fjárfesting er svokölluð
gullnáma sem hefur verið afar van-
nýtt eða legið í dvala, gullnáma sem
býður í raun upp á óendanlega mögu-
leika,“ sagði í viðskiptaáætlun fyrir
verkefnið.
Umsamið verð Skíðaskálans var
98,5 milljónir króna. Af þeirri upphæð
greiddu Aron og Inga Lísa 9 milljónir
út og áttu að borga 6,5 milljónir króna
7. janúar síðastliðinn en gerðu ekki.
Þess utan áttu þau að greiða 650 þús-
und krónur mánaðarlega af 82 millj-
óna króna láni sem hvíldi á fasteign-
inni.
„Mér þykir þetta mál allt mjög leitt.
Vegna þess hvernig hlutirnir þróuð-
ust var ekki hægt að halda verk-
efninu áfram,“ segir Aron Þorsteins-
son aðspurður um málið.
Í Fréttablaðinu í nóvember kom
fram að Aron og Inga Lísa væru hjón.
Aron segir þetta rangt. Þau Inga hafi
átt í sambandi um fárra mán-
aða skeið frá því um mitt síð-
asta sumar en því hafi verið
lokið áður en sagt var frá
málinu í Fréttablaðinu.
Sjálfur kveðst Aron hafa
afsalað sér hlut sínum í
félaginu þegar áðurnefnda
greiðslu átti að inna af
hendi í byrjun janúar.
„Svavar Helgason hefur
staðið vel við allt sitt og
ég óska honum alls hins
besta,“ segir Aron Þor-
steinsson. gar@frettabladid.is
Skíðaskálinn aftur í
hendur fyrri eiganda
Sölu á Skíðaskálanum í Hveradölum er rift og hann skráður aftur á fyrri eiganda
eftir að kaupandinn stóð ekki við umsamdar greiðslur. Þetta er leiðindamál, segir
Svavar Helgason, sem hyggst því halda áfram veitingarekstri sínum í Hveradölum.
SKÍÐASKÁLINN Stórhuga áætlanir voru um mikla uppbyggingu ferðaþjónustu í
Hveradölum en þær eru nú úr sögunni að sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ
23. NÓVEMBER 2012
ÞJÓNUSTA Hjónin Inga Lísa Sólons-dóttir og Aron Þorsteinsson, sem keypt hafa hinn fornfræga Skíða-skála í Hveradölum af Svavari Helgasyni, áforma þar stóraukin umsvif með verkefninu Skíðaskál-inn í Hveradölum – Luxury resort.Í viðskiptaáætlun kemur fram að úttekt á rekstri og arðsemi Skíðaskálans lofi afar góðu. „Þessi fjárfesting er svokölluð gullnáma sem hefur verið afar vannýtt eða legið í dvala, gullnáma sem býður í raun upp á óendanlega mögu-leika,“ segir í áætluninni. Skapa á mun meiri tekjur en nú er með því að hafa opið allt árið. Jólahlað-borð hafa hingað til verið burðar-ás rekstursins.Inga Lísa segir ætlunina að bjóða heim göngufólki og náttúru-unnendum með stórbættri aðstöðu og lagfæringu á stígakerfi. Aðgangur verður að þremur heitum pottum sem nýta mikinn jarðhita á svæðinu. Laða á að tón-listarmenn jafnt á sumrum sem vetrum, stórauka verslun á staðn-um með sölu á alls kyns sérvöru og efna til útimarkaða.Ekki síst á að bjóða veitingar árið um kring og leigja út mis-munandi sali skálans fyrir alls kyns viðburði. Þá er ætlunin að fá skólabörn í fræðsluferðir og tengja greiðasöluna við gestamót-töku Hellisheiðarvirkjunar sem er þar skammt frá. Meðal annarra hugmynda Ingu og Arons er síðan uppbygging baðlónsins Viking Lagoon, gerð golfvallar og smíði þyrlupalls fyrir útsýnisflug.„Guðdómlegt umhverfi í faðmi fjalla veitir sérstöðu lSkíð
sem heitir leir- og gufuhverir og aðrar perlur íslenskrar náttúru veita Skíðaskálanum þá réttmætu upphefð að geta talist veislu- og náttúruparadís,“ segir í viðskipta-áætluninni sem fjárfestar fá nú til skoðunar.
Áformin hafa verið kynnt fyrir bæði Orkuveitu Reykjavíkur semleigir Skíð ká
Svavar Helgason mun ljúka jóla-hlaðborðahaldinu sem nú stendur yfir og afhenda Ingu og Aroni Skíðaskálann í janúar. Inga Lísa segir þau hjónin sjálf munu búa á staðnum sem gestgjafar.„Margir líta svo á að við séum að endurvekja Eden í nútíma-legri mynd. Þetta verður okkur draumaveröld,“ segir Inga Lísa. „Hvað er betra en sunnudagsbíl-túrar, útivist og eðalveisluhöld í flottasta kastala landsins? Hvera-dalir er staður kærleiks og menn-ingar, hér endurskrif ði HL
Markaðstorg(Viðbótarbílastæði)
46 bílastæði
Búningsklefar
Viking
lagoon
Heitir
pottar
Glerskáli
Skíðaskálinn
Þyrlupallur
Telja sig hafa keypt vannýtta gullnámuNýir eigendur Skíðaskálans í Hveradölum boða mikla uppbyggingu og stóraukin
umsvif í veitinga- og ferðaþjónustu. Þeir segja staðinn mjög vannýttan og bjóða
upp á óendanlega möguleika. Verður okkar draumaveröld, segir annar eigandinn.
SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUM Framtíðarskipulag Skíðaskálans gerir meðal
annars ráð fyrir baðlóni og búningsaðstöðu.
TEIKNING/MAGNÚS JENSSON ARKITEKTMargir líta svo á að við séum að endurvekja Eden í nútímalegri mynd.
Inga Lísa Sólonsdóttir eigandi Skíðaskálans í Hveradölum
inu
sagði
am-
ngið
að
el
- þj
ur
a:
í
l j í landinu í um sex vikur.
- sv
f þessum þjófnaði. Að auki var tveimur ljóskösturum sem lýstu upp tré í gilinu stolið. - þj
DALVÍK
Meira fé í Fiskidaginn
mikla
Styrkur Dalvíkurbæjar til Fiskidagsins
mikla var hækkaður í fyrra um eina
og hálfa milljón króna og nam 3,5
milljónum. Bærinn hyggst styrkja
viðburðinn beint um sömu upphæð á
þessu ári.
HVERAGERÐI
Eden undir gleri
Bæjarstjóra Hveragerðis hefur verið
falið að ræða við Árna Björn Guðjóns-
son, sem óskar eftir lóð í bænum fyrir
ferðamannamiðstöð með sundlaugar-
garði og Edengörðum sem eiga að vera
undir gleri.
SUÐUR-AFRÍKA, AP Hilton Botha,
sem stjórnað hefur lögreglu-
rannsókn í máli Ólympíuhlaup-
arans Oscars Pistorius, hefur
verið látinn hætta afskiptum af
málinu. Vinesh Moonoo heitir sá
sem tekur við af honum.
Botha hefur, ásamt tveimur
öðrum lögreglumönnum, á ný
verið ákærður fyrir sjö morð-
tilraunir. Ákærurnar á hendur
þeim höfðu áður verið felldar
niður.
Árið 2011 skutu Botha og
félagar hans á leigubifreið, sem
í voru sjö manns. Að sögn suður-
afrískra fjölmiðla voru þeir að
elta mann sem sakaður hafði
verið um að hafa myrt og sund-
urlimað konu.
Þessi fortíð lögreglumannsins
og margvísleg mistök sem hann
hefur viðurkennt að hafa gert
við rannsóknina á máli Pistor-
ius hafa orðið til þess að grafa
undan málflutningi saksóknara
í málinu.
Dómari hefur vegna þessa enn
á ný frestað því að kveða upp
úrskurð um hvort Pistorius verði
látinn laus gegn tryggingu. Hvort
svo verður ræðst þó væntanlega í
dag. - gb
Úrskurður um tryggingarlausn Oscars Pistorius dregst enn á langinn:
Botha látinn hætta afskiptum
HILTON BOTHA
Rannsóknar-
lögreglumaður
ákærður fyrir sjö
morð tilraunir.
NORDICPHOTOS/AFP
Karen, var þetta algjör steypa?
„Nei þetta er bara gaman þegar
maður er komin á steypirinn.“
Karen Kjartansdóttur var boðið í óvænt
steypiboð, í tilefni þess að hún á von á sínu
fyrsta barni. Slík boð eru að ryðja sér til
rúms hér á landi en er nokkuð gömul hefð
í Bandaríkjunum þar sem þau kallast „baby
shower“.
DANMÖRK Einungis fæst botn í
lítinn hluta af árásarmálum sem
tengjast glæpagengjum í Dan-
mörku. Þetta segir í skýrslu sem
var kynnt á danska þinginu og
þarlendir miðlar greina frá.
Alls særðust 23 og einn lést
í átján skot- eða hnífaárásum
milli gengjanna í fyrra, en nú eru
einungis sjö þeirra upplýst.
Lögregla segir að ástæðan sé
sú að gengjameðlimir aðstoði
ekkert við rannsókn mála, heldur
þurfi að reiða sig á ótengd vitni
og sönnunargögn á vettvangi. - þj
Lögreglan í Danmörku:
Fær ekki botn í
gengjaglæpina
ALÞINGI Sigurður Ingi Þórðarson, pilturinn sem fulltrúar FBI-komu
hingað til lands að ræða við sumarið 2011, mætti í fylgd lífvarðar og
sálgæslumanns á nefndasvið Alþingis í gærmorgun til að gefa alls-
herjar- og menntamálanefnd skýrslu um málið.
Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við
Vísi í gærmorgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það
að alríkisfulltrúarnir hefðu sannarlega verið að rannsaka Wikileaks-
samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði þar sem
fundurinn var lokaður.
Sigurður vildi ekki tjá sig við fjölmiðla að loknum fundinum. - sh
FBI-pilturinn gaf allsherjarnefnd skýrslu:
Mætti með lífvörð
FÁMÁLL Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig við fjölmiðla að fundinum loknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Þór Saari, þingmað-
ur Hreyfingarinnar, íhugar enn
að bera fram vantrauststillögu
á ríkisstjórnina ef frumvarp að
nýrri stjórnarskrá kemst ekki til
afgreiðslu á þinginu.
„Ég er ekkert ákveðinn í því,
en það er alltaf sá möguleiki í
stöðunni,“ segir Þór. Hann von-
ist til þess að stjórnvöldum takist
að klára málið. „Þau virðast hafa
brett upp ermarnar svolítið síðan
og útlitið orðið betra en það var.“ Ef
svo fer hins vegar ekki þurfi hann
að fá skýringar á því og verði þær
ófullnægjandi kunni vantraust að
verða lagt fram.
Spurður hvort hann sé að hóta
stjórnarliðum segir hann: „Þetta
er engin hótun, þetta er bara staða
sem getur komið upp.“
Þór lagði fram vantrausts tillögu
síðdegis á miðvikudag en dró hana
til baka í gærmorgun, eftir að í ljós
komu formgallar á tillögunni, auk
þess sem Þór var ósáttur við að
stjórnarliðar hygðust koma málinu
á dagskrá strax í gær, en ekki bíða
til þriðjudags eins og Þór hafði
lagt til.
„Þetta var sambland af ýmsu
– þau voru búin að telja hausa
og töldu sig vita að tillagan
yrði felld. Með því að draga
hana til baka hef ég möguleika
á að leggja hana fram
aftur.“
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra sagði í
fréttum Stöðvar
2 í gær að tillaga
Þórs hefði verið vond og
heimskuleg og ekki til
þess fallin að vinna
stjórnarskrármálinu
framgang. Hefði hún
verið samþykkt hefði
stjórnarskrármálið
verið ónýtt.
„Hún verður bara að
eiga það við sig,“ segir
Þór. „Mín skoðun er
sú að málið sé nánast
ónýtt hvort eð er.“
- sh
„Þetta er engin hótun, þetta er bara staða sem getur komið upp,“ segir Þór Saari:
Íhugar að leggja vantraustið fram aftur
ÞÓR SAARI
SPURNING DAGSINS
Fermingartilboðin
hafin