Fréttablaðið - 22.02.2013, Page 6
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða tónlistarmaður hlaut fl est
verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum?
2. Hvaða þingmaður hefur boðið
sig fram til varaformennsku í Vinstri
grænum?
3. Hvaða íslenski fjölmiðlamaður mun
lýsa Óskarsverðlaununum á sunnudag?
SVÖR
1. Ásgeir Trausti 2. Björn Valur Gíslason 3.
Freyr Gígja Gunnarsson
SAMFÉLAGSMÁL Barnasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna var formlega festur í lög á Alþingi
á miðvikudag, tæpum tuttugu árum eftir
að hann var fullgiltur hér á landi þann 28.
október árið 1992.
Samningurinn var undirritaður af hálfu
Íslands þann 26. janúar árið 1990 og öðlað-
ist gildi hér á landi 27. nóvember 1992.
„Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á
Íslandi,“ segir Erna Reynisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla – Save the
Children á Íslandi. Sáttmálinn hafi verið
álitinn leiðarljós samtakanna sem hafa
lengi barist fyrir lögfestingu hans hér á
landi. „Það er því mikið fagnaðarefni að nú
sé Barnasáttmálinn loksins orðinn löggiltur
og að hægt sé að beita ákvæðum hans fyrir
íslenskum dómstólum sem settum lögum.“
Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the
Children, sendu frá sér tilkynningu vegna
málsins í gær þar sem fram kom að sam-
tökin hefðu frá upphafi barist ötullega fyrir
réttindum barna og segja mætti að saga
samtakanna væri samofin sögu Barnasátt-
málans og baráttu fyrir réttindum barna.
Þá sendi Unicef á Íslandi frá sér tilkynn-
ingu í gær þar sem áfanganum er fagnað
og þingmönnum færðar þakkir. Samtökin
segja að um tímamót sé að ræða. - sv
Barnaheill á Íslandi fagna lögfestingu Alþingis á Barnasáttmála SÞ í vikunni:
Loks festur í lög eftir tuttugu ár
RÉTTINDI ÞEIRRA
FEST Í LÖG Alþingi
lögfesti Barnasátt-
mála SÞ í vikunni,
tæpum tuttugu
árum eftir að hann
tók formlega gildi
hér á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum
sem þetta kann að valda.
Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið
upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að
nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál.
Lokað í dag !
Föstudaginn 22. febrúar
er lokað hjá ríkisskattstjóra
Fá meiri aðstoð ef börnin eru rík
1 DANMÖRK Aldraðir í Danmörku sem eiga rík börn fá meiri heimilis aðstoð en aldraðir sem eiga tekjulág börn. Umfang
aðstoðarinnar er óháð tekjunum sem aldraðir höfðu á meðan þeir
voru sjálfir á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í frétt Politiken um
könnun dönsku hagstofunnar.
Tine Rostgaard, prófessor við Álaborgarháskóla, telur mögulegt að
ríku börnin séu með meiri menntun og eigi þess vegna auðveldara
með að eiga við kerfið.
Lögreglan notar hrákahettu
2 NOREGUR Norska lögreglan er orðið þreytt á lögbrjótum sem
hrækja á hana og ætlar þess vegna
að setja sérstaka hettu á þá. Haft er
eftir lögreglunni á vef Aftenposten að
hettan sé hættulaus. Árið 2006 lést
maður sem sett hafði verið hetta á og
var þá hætt að nota þær.
Hart deilt um sýknudóm
3 SVÍÞJÓÐ Harðar umræður eru nú í Svíþjóð í kjölfar dóms hof-
réttar yfir manni sem stungið hafði
fingrum sínum upp í leggöng unn-
ustu sinnar í þeim tilgangi að kanna
hvort hún hefði verið ótrú, eins og
hann hélt fram. Maðurinn hafði um
langt skeið hótað unnustu sinni og
barið hana.
Undirréttur dæmdi manninn í
tveggja ára og átta mánaða fangelsi,
meðal annars fyrir nauðgun. Hof-
réttur taldi málið ekki vera kynferðis-
brot þótt maðurinn hefði brotið gegn
kynhelgi konunnar. Tilgangur sak-
bornings hefði ekki verið kynferðis-
legur. Hofréttur dæmdi manninn í 14
mánaða fangelsi.
VEISTU SVARIÐ? NORÐURLÖND
1
2
3
STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn
hyggst, komist hann til valda í vor,
veita sérstakan skattaafslátt vegna
afborgana fólks af lánum til íbúða-
kaupa.
Bjarni Benediktsson, formaður
flokksins, sagði í setningarræðu
sinni á landsfundi flokksins í gær að
þetta yrði gert til að létta greiðslu-
byrði og auðvelda fjölskyldum að
lækka húsnæðislán sín.
„Og við munum nýta skattkerf-
ið til að hjálpa fólki að lækka hús-
næðislán sín,“ sagði hann í ræðunni.
„Skattaafsláttur er í dag veittur til
að leggja fyrir í séreignarsparnað.
Ég vil veita þeim sem frekar kjósa
að greiða inn á húsnæðislánin sín
þennan sama afslátt – varanlega.
Það mun létta áhyggjum af fjöl-
mörgum um hver mánaðamót.“
Þá talaði Bjarni aftur fyrir svo-
kallaðri lyklaleið. Ef skuldari sjái
Mun veita eigendum
húsnæðis skattaafslátt
Formaður Sjálfstæðisflokksins boðar skattaafslátt til handa þeim sem borga af
húsnæðislánum sínum. Hann talaði aftur fyrir lyklaleiðinni svokölluðu í setningar-
ræðu sinni á landsfundi flokksins og lofaði jöfnu hlutfalli kynja í ráðherraliðinu.
„Ég vona að þið virðið mér það til betri vegar að ég segi frá eigin brjósti:
Ef dugandi lækna og hjúkrunarfólks hefði ekki notið við á Landspítalanum
hefði ég getað misst bæði konu og barn fyrir rúmu ári,“ sagði Bjarni þegar
hann ræddi stöðuna í heilbrigðiskerfinu í setningarræðunni í gær. Bjarni
eignaðist son í september 2011.
Hann sagði nauðsynlegt að forgangsraða upp á nýtt til að geta tryggt
öryggi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Hefði getað misst bæði konu og barn
KLAPPAÐ FYRIR
FORMANNI
Bjarni Benedikts-
son, formaður
Sjálfstæðisflokks-
ins, talaði fyrir
sérstökum skatta-
afslátti vegna
afborgana fólks
af íbúðalánum á
landsfundinum
í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
engan veginn fært að standa undir
rekstri húsnæðis síns eigi „honum
að vera heimilt að skila lyklunum og
losna undan skuldum sínum, án þess
að það leiði til gjaldþrots“.
Bjarni vék að jafnréttismálum
í ræðu sinni og sagði að kæmist
flokkurinn í stjórn mundi hann „að
sjálfsögðu gæta þess að hlutur karla
og kvenna úr okkar röðum verði
jafn þegar kemur að ríkisstjórnar-
myndum“. Þetta er nokkur stefnu-
breyting frá því sem var þegar
Sjálfstæðisflokkurinn sat síðast við
stjórnvölinn. Þá voru fimm af sex
ráðherrum flokksins karlar.
Landsfundinum lýkur á sunnu-
daginn, þegar formaður og varafor-
maður verða kjörnir. Bjarni Bene-
diktsson hefur gefið kost á sér til
áframhaldandi setu á formanns-
stóli og Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir hefur boðið sig fram í varafor-
mannsembættið. stigur@frettabladid.is