Fréttablaðið - 22.02.2013, Side 32
FRÉTTABLAÐIÐ Af þreying, heilsa, fegurð og hamingja, helgarmaturinn og spjörunum úr.
10 • LÍFIÐ 22. FEBRÚAR 2013
Í
dag eyða börn meiri tíma
fyrir framan tölvur og sjón-
varp á kostnað útiveru. Þau
þurfa að hreyfa sig reglu-
lega til að viðhalda heilbrigð-
um vexti og þroska auk þess sem
hreyfing eykur andlega og lík-
amlega hreysti þeirra. Foreldrar
eru fyrirmyndir barna sinna og
með því að stunda reglulega úti-
vist með börnunum stuðlum við
að heilbrigði þeirra og aukum lík-
urnar á að útivist verði hluti af
þeirra lífsstíl síðar meir.
Nú er helgi fram undan og
margir grunnskólar í vetrarfríi.
Því er kjörið að skipuleggja ein-
hverja skemmtilega afþreyingu
með barninu. Í Reykjavík og ná-
grenni er margt í boði fyrir fjöl-
skyldufólk og hér eru nokkrar
hugmyndir:
Fjöruferð er alltaf vinsæl hjá
börnum. Þau gleyma sér auðveld-
lega við að vaða eða leita að fjár-
sjóði fjörunnar. Nálægðin við
hafið og friðsældin hefur róandi
áhrif á hugann. Gott er að taka
með stígvél og regngalla eða jafn-
vel vöðlur ef þær eru til á heim-
ilinu. Einnig getur verið sniðugt
að taka með poka eða ílát fyrir
skeljar, steina eða annað áhuga-
vert í fjörunni. Stækkunargler,
kíkir eða háfur getur gert ferðina
eftirminnilegri og ekki gleyma að
taka með nesti. Það eru margar
fjörur í Reykjavík og nágrenni en
það er ákveðinn sjarmi við fjör-
una hjá Gróttu og Álftanesströnd.
Menningarferð í miðborg
Reykjavíkur getur verið spenn-
andi. Börnum þykir alltaf gaman
að taka strætó og því upplagt að
skilja bílinn eftir heima. Það er
skemmtileg upplifun fyrir barn
að fá að fara upp í Hallgríms-
kirkjuturn og horfa yfir Reykja-
vík, jafnvel nefna litina á húsþök-
unum fyrir þau yngstu. Skammt
frá kirkjunni er Listasafn Ein-
ars Jónssonar en þar er falleg-
ur styttugarður þar sem hægt er
að skoða stytturnar með barninu.
Síðan er hægt að rölta niður
Skólavörðustíginn með viðkomu
í Bókabúð Máls og menningar en
þar er góð barnadeild á neðstu
hæð. Upplagt er að enda ferðina
á kaffihúsi og hlýja sér á heitu
kakói.
Fyrir þau sem hafa áhuga á
myndlist verður vinnusmiðja á
sunnudaginn fyrir börn 9 ára
og eldri í Hafnarhúsi Listasafns
Reykjavíkur kl. 14-16.
Laugardalurinn býður upp á
margvíslega afþreyingu fyrir
fjölskyldufólk. Þar er skemmti-
legt leiksvæði með ævintýraleg-
um ormi sem börn geta prílað
á. Lítill skógur er við leiksvæð-
ið þar sem hægt er að fara í felu-
leik. Í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum eru nýfæddir grísir
sem gleðja lítil hjörtu. Ásmund-
arsafn er skemmtilegt safn sem
höfðar til barna. Það er rétt við
Laugardalinn. Úti er fallegur
höggmyndagarður og það er löng
hefð fyrir því að leyfa börnum
að klifra á styttum í garðinum,
fyrir utan þær styttur sem eru
hvítar og lægri en mannshæð. Á
föstudaginn er vinnusmiðja í Ás-
mundarsafni fyrir 6 ára og eldri
kl. 14-16.
Aðalsafn Borgarbókasafns er
með barnadagskrá alla sunnu-
daga kl. 15. Á safninu er mjög
góð barnadeild á 2. hæð þar sem
gestir geta látið fara vel um sig
með bók. Á hæðinni er einnig
skemmtilegt leikherbergi með
búningum fyrir börn. Sunnudag-
inn 24. febrúar verður skugga-
leikhússmiðja þar sem myndlist
og leikhúsi verður fléttað saman.
Fjölskyldan ætti því að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi um
helgina og notið þess að vera
saman.
Eftir: Láru G. Sigurðardóttur lækni
og Sigríði A. Sigurðardóttur hjúkrun-
arfræðing, höfunda bókarinnar Útivist
og afþreying fyrir börn og heimasíð-
unnar www.fyrirborn.is.
AFÞREYING
HELGIN MEÐ BARNINU
Hver man ekki eftir því úr æsku að hafa komið inn rjóður í kinnum og glaður eftir góða
útiveru, sest niður við eldhúsborðið með heitt ilmandi kakó og átt notalegt spjall við sína
nánustu? Nú eru breyttir tímar.
VERULEIKI
FRAMHALDSSAGA
SAGA AF VERU, RAUNUM HENNAR OG HUGLEIÐINGUM
Anna Rún Frímannsdóttir
íslenskufræðingur og rithöfundur skrifar
Ég er bara ogguponsu væmin og glaðvær 11 ára stelpuskotta sem
finnst fátt eðlilegra en að borða 17 vöfflur í einu, allar með mínu eigin
heimatilbúna sultutaui, sofa á gólfinu með vettlinga á tánum og borða
hafragraut í kvöldmat. Þetta flokkast kannski allt undir það að vera
öðruvísi. Flokkast! Af hverju þarf að flokka allt og alla? Þessi er lítill,
þessi er feitur, þessi fer í vitlausa flokkinn því hann er ekki nógu klár,
þessi fer í ofvirka flokkinn því hann gengur á eitt fjall í viku … flokk-
ar, flokkar, flokkar! Það er svolítið þreytandi að hugsa um alla þessa
flokka. Mamma og pabbi eru til dæmis flokksbundin Framsóknar-
flokknum en foreldrar Pálmars, besta vinar míns, eru heiðblá eins og
pabbi kallar það. Heiðblá, sem þýðir að þau kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Svo er rifist um pólitíkina í öllum boðum sem ég fer í. Ohhh, það er svo
leiðinlegt! Mér leiðist pólitík. Enda heitir hún TÍK. Það hlýtur að vera
ástæða fyrir því.
Pabbi keyrir til dæmis um á fallegum fólksbíl og pirrar sig svo á
jeppaeigendum sem þykjast eiga vegi landsins, svo ekki sé talað um
hjólhýsa- og fellihýsafólkið. Það er líka í flokkum. Jeppaflokkurinn,
hjólhýsa- og fellihýsaflokkurinn, vélsleðaflokkurinn og svo „liðið“ sem
á 2-3 bíla. Þetta skilur hann pabbi ekki. Hann og mamma eru pínulít-
ið upptekin af því að flokka allt og alla. Svona er þetta fullorðna fólk.
Svo verðum við börnin alveg eins á einhverjum tímapunkti. Við börnin
endurspeglum foreldra okkar en ég ætla að gera allt sem í mínu valdi
stendur til að komast hjá því að verða FLOKKARI. Annars gæti ég
orðið góður „umhverfisvænaflokkari“ en það eru þeir sem flokka allt
ruslið sitt og eru með grænar, bláar og alls kyns litar ruslafötur fyrir
utan húsið sitt. Mamma kallar það stílbrot að skreyta lóðir húsanna
með þessum ferlíkjum og leggur sig því fram við að flokka ekki rusl-
ið okkar, bara út af útliti ferlíkjanna. „Þvílík endemis vitleysa og fífla-
gangur í þér, kona“, hvæsir þá amma Alvhild sem flokkar allt ruslið
sitt og það í ræmur eins og hún orðar það. Amma Alvhild hefur nefni-
lega áhyggjur af því að við séum að ganga fram af jörðinni okkar með
öllu þessu rusli sem við hendum. Ég er sammála henni, aumingja jörð-
in okkar er fljótandi í rusli hér og þar og sjórinn er mengaður af alls
kyns úrgangi sem mig hryllir við að hugsa um. Ef hvert og eitt einasta
heimili myndi hugsa aðeins um ruslið sitt og flokka það, þó ekki væri
nema pappír og dósir, gerði það strax gagn. Það er ég hundviss um,
heilmikið gagn. Ég set þetta á listann minn yfir allt það sem ég ætla
að gera í framtíðinni, meðal annars að verða heimsins besti „umhverf-
isvænaflokkari“. Rusl er allavega það eina sem ég ætla mér að flokka,
ekki manneskjur eins og fólkið í kringum mig gerir alla daga! Þó mér
leiðist pólitík get ég stofnað umhverfisvæna flokkaraflokkinn sem
mun leggja sig fram við að bjarga jörðinni frá því að verða einn alls-
herjar ruslahaugur. Mig langar ekkert sérstaklega til að búa á rusla-
haug. Það eru til börn úti í heimi sem búa á ruslahaugum og það gera
þau ekki af fúsum og frjálsum vilja, þau geta ekkert að því gert en það
getum við. Ég ætla strax að stofna þennan umhverfisvæna flokkara-
flokk og fyrsta verkefnið verður að losna við ruslið á götunum hér í
Hafnarfirði. Ég ætla að gera Hafnarfjörð að heimsins hreinasta bæ og
hana nú! FRAMHALD Í NÆSTU VIKU
Um er að ræða nýtt byltingarkennt og háþróað dagkrem frá Olay
sem inniheldur einstaka samsetningu innihaldsefna. Þessi Satin/
Silk-formúla inniheldur bíópeptíð + B3 complex sem veitir húðinni
þann raka sem húðin þarfnast og dregur sjáanlega
úr hrukkum og fínum línum. Aðaleinkennis-
merki Wrinkle relaxing complex er silkimjúk
áferð þess en þar eru Microfiller-púðureind-
ir að verki sem vinna á yfirborði húðarinn-
ar þannig að húðin verður stinnari en jafn-
framt mýkri viðkomu. Upplagt er að nota
dagkremið undir andlitsfarðann þar sem
mjúk áferðin sléttir úr línum og veitir húðinni
óaðfinnanlega áferð.
HIÐ FULLKOMNA VOPN
GEGN HRUKKUM
Börn þurfa að
hreyfa sig reglu-
lega til að við-
halda heilbrigðum
vexti og þroska.
Mikilvægt er
að vera góð
fyrirmynd
barna sinna.
– Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
31
99
0
2/
13
Í tilefni konudagsins bjóðum við 20% afslátt af öllum ilmum fyrir konur dagana 22.-24. febrúar.
ILMUR
FYRIR KONUNA
www.lyfja.is
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N