Fréttablaðið - 22.02.2013, Page 36

Fréttablaðið - 22.02.2013, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGInnheimta & ráðgjöf FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 20134 SEKTIN HÆKKAR FLJÓTT Það er dýrt að fá sekt á bílinn en það er enn dýrara að greiða hana ekki tímanlega. Stöðumælasekt er 2.500 krónur. Ef greitt er strax lækkar hún niður í 1.400 krónur svo það er engin spurning að nýta sér það. Sé sektin ekki greidd innan fjórtán daga hækkar hún úr 2.500 í 3.750 krónur og eftir mánuð er hún komin í 5.000 krónur. Best er því að greiða í stöðumælinn og sleppa við sektina. Flestir mælar taka við greiðslukortum. Einnig er hægt að nýta sér þjónustu leggja.is og greiða í stöðumælinn í gegnum símann. Þá er P-merki sett í glugga bílsins og einungis er greitt fyrir þann tíma sem stæðið er notað.GJALDDAGI OG EINDAGI Á heimasíðu fjármálaráðuneytis- ins má lesa eftirfarandi texta sem útskýrir hverjir innheimtumenn ríkisjóðs eru. Þar er sagt að „sýslumenn geti sem tollstjórar farið með innheimtu skatta til ríkissjóðs. Þegar sýslumenn og Tollstjóri sinna þessum störfum nefnast þeir innheimtumenn ríkissjóðs“. Þessir aðilar sjá svo um að inn- heimta skatta og gjöld. Þeim er það þó ekki heimilt fyrr en skuldin er komin yfir gjalddaga. Í lögum er þó líka gert ráð fyrir eindaga, auk gjalddaga. Eindagi kemur á eftir gjalddaga og er í raun síðasti dagur sem skuldari getur greitt skuld sína án þess að á hana leggist gjöld eins og dráttarvextir og fleira. Eftir eindaga senda innheimtumenn gjaldendum tilkynningu um van- skil og greiðsluáskorun er birt í fjölmiðlum á ákveðnum dögum. 15 dögum eftir að áskorunin hefur birst getur innheimtumaður krafist fjárnáms hjá viðkomandi vegna vangoldinna gjalda. VARIST VINSLIT VEGNA PENINGALÁNA Þegar vini eru lánaðir peningar geta ýmis persónuleg vandamál komið upp. Það getur verið erfitt að reka á eftir góðum vini með endurgreiðslu og eins gæti vininum reynst erfitt að biðja um greiðslufrest, þurfi hann þess. Skynsamlegt er að ákveða strax að lánið muni engin áhrif hafa á vináttuna og búa til greiðsluáætl- un sem báðir aðilar samþykkja að fara eftir. Halda svo samskiptunum áfram opnum og eðlilegum svo ekki komi til vinslita vegna lánsins. Ef greiðslur skila sér ekki: 1. Biddu vin þinn að borga. Vitn- aðu í samkomulagið sem gert var um greiðsluáætlunina og semdu um frest sem báðir eru sáttir við. 2. Biddu vin þinn bréfleiðis að borga og taktu afrit af bréfinu með dagsetningu. 3. Bíddu í viku og hringdu svo í vininn. Segðu honum að þú munir leita til innheimtuþjónustu ef hann neitar að borga. Gefðu ein- hvern frest fram að því. 4. Leitaðu aðstoðar innheimtu- þjónustu. Sjá nánari leiðbeiningar á: www.ehow.com Philip Kotler er í boði: Iceland Business Forum kynnir: Í Háskólabíói – 24. apríl 2013 Philip Kotler Heilsdags námskeið með föður nútíma markaðsfræði Marketing 3.0 Values Driven Marketing Markaðssetning fyrir stærri og smærri fyrirtæki Arðsemi Ávöxtun Sjálfbærni Fullt verð 99.900.- Hópar og fyrirtæki geta leitað tilboða á ibf@ibf.is Nánari upplýsingar og sala er á miði.is og ibf.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.