Fréttablaðið - 22.02.2013, Page 44
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24
„Í þessum verkum er ég meðal annars
að velta fyrir mér afstæði hluta, tíma
og rúmi,“ segir Sirra Sigrún Sigurð-
ardóttir en sýning hennar Brot verð-
ur opnuð í Hafnarborg á morgun. „Ég
vann verkin inn í rýmið hér, Sverris-
sal í Hafnarborg, og eitt verkið er til
dæmis teiknað beint á vegginn,“ segir
Sirra sem sýnir bæði veggmyndir, ljós-
myndir og skúlptúra á sýningunni. „Ég
er að vinna með breytileika, það hvern-
ig hlutirnir þróast, og langar meðal
annars að sýna að þó að hlutir virðist
standa í stað er alltaf einhver breyting
í gangi. Ég sýni til dæmis hreyfiskúlp-
túr sem fangar ljósið úr umhverfinu,
þannig að hann breytist eftir því hvar
maður staðsetur sig,“ segir Sirra Sig-
rún og bendir á að skúlptúrinn minni á
skífurit skoðanakannana, en í þessu til-
viki geta áhorfendur valið sér sjónar-
horn og þar með niðurstöðu. „Sirra Sig-
rún vinnur í sýningunni með líkamlega
og sjónræna skynjun áhorfandans um
leið og hún veltir fyrir sér spurning-
um um stöðu listarinnar í samfélaginu,
samband blekkingar og raunveruleika
og upplifun okkar af heiminum. Hún
sækir efnivið sinn meðal annars í tölu-
legar upplýsingar, vísindakenningar og
rannsóknir,“ eins og segir í fréttatil-
kynningu.
Sirra segir sýninguna snúast að hluta til
um þekkingarleit. „Ég er að kinka kolli
til þeirra sem hafa farið á undan í þekk-
ingarleit og upplýsingaöflun. Verkin
hafa ýmsar stærðfræðitengingar en ég
vinn líka með skynjun áhorfendanna.“
Sýning Sirru Sigrúnar verður í
Sverris sal Hafnarborgar og stendur til
17. mars. - sbt
Það er alltaf einhver breyting
Sirra Sigrún Sigurðardóttir vinnur með afstæði hlutanna í sýningunni Brot í Hafnarborg.
Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún hefur tekið þátt í
fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London.
Sirra Sigrún er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling&Bang í Reykjavík. Þar hefur hún skipulagt
fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Jafnframt því að vera í hópi
áhrifamikilla listamanna hér á landi og taka þátt í fjölda sýninga stundaði hún nám í listfræði við Háskóla
Íslands 2003-2004. Sirra Sigrún leggur nú stund á framhaldsnám við School of Visual Arts í New York og
hlaut nýlega styrk úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur, en sjóðurinn styrkir unga og efnilega myndlistarmenn
til náms. Í desember síðastliðnum var Sirra Sigrún á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem listtímaritið
Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum.
Í framhaldsnámi í New York
SIRRA Kinkar kolli til
þeirra sem farið hafa á
undan í þekkingarleit og
upplýsingaöflun.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Listasmiðja
14.00 Boðið verður upp á listasmiðju í
Ásmundarsafni fyrir krakka, 6 ára og eldri.
Emma Lindahl og Helena Hansdóttir
Aspelund leiða smiðjuna og allir eru
velkomnir. Áhugasamir eru hvattir til að
mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.
Sýningar
17.00 Sýning á verkum Kristjáns Eld-
járns verður opnuð í Gallerí Fold.
17.00 Nacho cheese, sýning Hildi-
gunnar Birgisdóttur og Önnu Hrundar
Másdóttur opnuð í Kling & Bang gallerí,
Hverfisgötu.
Upplestur
18.00 Tryggvi Þór Herbertsson les fjór-
tánda Passíusálminn í Grafarvogskirkju
í tilefni föstunnar.
Tónlist
12.00 Tríó Sunnu Gunnlaugs, skipað
Þorgrími Jónssyni á kontrabassa, Scott
McLemore á trommur og Sunnu á píanó,
leikur á hádegistónleikum Háteigskirkju.
Almennt miðaverð er kr. 1.000.
21.00 Afmælistónleikar verða haldnir
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, fyrir
Júlíus Agnarsson, hljóðmann Stuð-
manna til margra ára. Meðal þeirra sem
fram koma eru Egill Ólafsson, Valgeir
Guðjónsson, Þórður Árnason, Ásgeir
Óskarsson, Tómas Tómasson, Andrea
Gylfadóttir, Eðvarð Lárusson, Magnús
Einarsson, Karl Pétur Smith og fleiri.
Aðgangur er ókeypis.
21.00 Boðið verður upp á alvöru
þungarokkstónleika þegar Champions
of Death mæta á Ellefuna. Þeim til
liðsinnis verður hafnfirska hljómsveitin
Guns of Narnia. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Hljómsveitin Hjaltalín heldur tón-
leika í Iðnó. Snorri Helgason og hljóm-
sveit hitar upp. Miðaverð er kr. 2.000.
22.00 Dusty Miller heldur tónleika á
Café Rosenberg. Aðgangur er kr. 1.000
og enginn posi verður á staðnum.
22.00 Ljótu hálfvitarnir spila á Græna
hattinum, Akureyri. Boðið verður upp
á klassískar krásir í bland við efni af
væntanlegri plötu. Forsala miða er í
Eymundsson á Akureyri og á midi.is.
22.00 Dj Major Disco & Commander
Funk spila í aðalrými Faktorý.
23.00 Hljómsveitin NOLO mætir á
Dillon og spilar nýtt og gamalt efni í
bland. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestrar
20.00 Mannfræðifélag Íslands stendur
fyrir fyrirlestrinum Gamla (berhátt-
aða) bændasamfélagið: af prjónuðum
smokkum, hrafnseistum og öðrum kynlífs-
tengdum munum fyrri alda. Það er Eiríkur
Valdimarsson MA í þjóðfræði sem flytur
fyrirlesturinn sem fer fram í Reykjavík-
urAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð.
20.00 Gylfi Aðalsteinsson heldur fyrir-
lestur um skammtaeðlisfræði og heims-
mynd trúarbragða í húsi Lífspekifélags-
ins að Ingólfsstræti 22.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Save the Children á Íslandi
Náttúruvá
á Íslandi
Eldgos og jarðskjálftar
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s
Náttúruvá á Íslandi er fræðirit fyrir almenning þar sem helstu sérfræðingar
landsins fjalla um eldgos og jarðskjálfta. Bæði er greint frá eðli þessara
náttúru fyrirbæra og þeirri vá sem af þeim stafar. Sagt er frá nýjustu rann sókn -
um í jarðvísindum og jarðskjálftafræði sem tengjast Íslandi. Er bókin þannig
einstakt yfirlit yfir þekkingu okkar á þessum þáttum íslenskrar náttúru.
Bókin er tæpar 800 bls. í stóru broti og í henni eru nærri
1000 ljósmyndir, teikn ingar og skýringamyndir.
Náttúruvá á Íslandi er án efa eitt ítar legasta og efnismesta rit
um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi sem gefið hefur verið út.
NÁTTÚRUVÁ Á ÍSLANDI
ELDGOS OG JARÐSKJÁLFTAR
T I LVA L I N Ú T S K R I F TA R G J Ö F
Sunnudaginn 24. febrúar
kl. 17:00
Rósalind Gísladóttir
og Helga Bryndís
Magnúsdóttir flytja aríur
eftir Verdi, Mascagni og
Rossini ásamt lögum úr
söngleikjum eftir Kern,
Loewe og Gershwin.
SÖNGUR
RÓSALINDAR
TÍBRÁ
TÖFRATÓNAR Í
www.salurinn.is
MENNING