Fréttablaðið - 22.02.2013, Side 56

Fréttablaðið - 22.02.2013, Side 56
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið Rebekka ekki með Hjaltalín Hjaltalín kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld án fagottleikarans Rebekku Bryndísar Björnsdóttur. Þrátt fyrir að vera enn formlegur meðlimur í hljómsveitinni er hún nánast hætt að spila með henni, að minnsta kosti á tónleikum, og sér þess í stað meira um sjónræna þáttinn. Þannig verða tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu þar sem búið er að aðlaga Hjaltalín að því að vera sextett, án fagottsins. Rebekka Bryndís starfar nær alfarið í kvikmynda- bransanum. Hún hefur verið að vinna mikið hjá Saga film og einnig í Banda- ríkjunum, þar sem hún vinnur að stóru verkefni um þessar mundir. Heitir In the Silence Enskt heiti plötunnar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta, sem vann fern Íslensk tónlistar- verðlaun á miðvikudaginn, verður In the Silence. Upptökum á plötunni er lokið og kemur hún út á vegum breska fyrirtækisins One Little Indian úti í heimi síðar á árinu. Það var bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem þýddi texta plöt- unnar yfir á ensku. Íslensk útgáfa plötunnar kemur út á Norðurlönd- unum í þessari viku á geisladiski og vínyl en verður fáanleg úti um allan heim stafrænt. Gagnrýnandi sænska blaðsins Dagens Nyheter gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir að tónlistin nái hæstu hæðum þegar gítarinn er í bakgrunninum und- ir margslungnum útsetningunum. - fb 1 Kom með lífverði á nefndarsvið Alþingis 2 Mega ekki leika sér með bolta í leikfi mi 3 Segja sjóræningjastarfsemi ógna hagkerfum heimsins 4 Sá kærastann halda framhjá á inter- netinu 5 Sony afh júpar Playstation 4 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.