Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 2
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FÓLK Hátíðarhöld vegna sjómannadagsins fóru vel fram um land allt.
Í Reykjavík, eins og víðar, stóð hátíðin alla helgina. Á dagskránni voru
meðal annars fjölmörg tónlistaratriði, dorgveiði og sjóræningjasigl-
ingar, auk þess sem börnum stóð til boða að leika sér í leiktækjum sem
tengjast hafinu. Í Reykjavík standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð
fyrir hátíðinni en í ár eru 100 ár frá því að framkvæmdir við Reykjavík-
urhöfn hófust fyrst og 75 ára afmæli Sjómannadagsins. - hó
Hátíð hafsins vel heppnuð:
Hetjur hafsins heiðraðar
Á SJÓMANNADAGINN Í tilefni af Hátíð hafsins í Reykjavík var boðið upp á fjöl-
margar uppákomur. Meðal annars mátti sjá björgun úr sjó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HAFNARFJÖRÐUR „Nú virðist eiga
að gera allt sem hægt er til að klára
hluti og láta þá líta vel út á komandi
kosningavetri,“ segir Rósa Guð-
bjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, um samninga sem fela
í sér að verktaki við endur bætur á
Strandgötu í sumar fær ekki greitt
að fullu fyrr en á næsta ári.
Bærinn ætlar í samstarfi við
Vegagerð ríkisins, sem á Strand-
götuna, að gera sérstaka húsagötu
sem rýmkar til fyrir íbúa syðst á
Strandgötu og bætir öryggi gang-
andi og hjólandi fólks.
Í útboði var skilmáli um að verk-
takinn lánaði helming tilboðsfjár-
hæðarinnar í fjóra og hálfan mánuð
eftir verklok í haust. Lægsta til-
boðið var tæpar 70 milljónir króna
frá Gröfu og grjóti ehf. Vega-
gerðin greiðir helming þess. Að við-
bættum hönnunarkostnaði verður
hlutur bæjarins 48 milljónir. Af
þeim fær verktakinn 29 milljónir
en ekki fyrr en á næsta ári.
Rósa Guðbjartsdóttir segir þetta
mál styðja það sem sjálfstæðis-
menn hafi sagt en meirihluti Sam-
fylkingar og VG ekki viljað kann-
ast við.
„Við höfum kallað þetta afneitun.
Að sveitarfélag af þessari stærðar-
gráðu þurfi að fara svona að í ekki
viðameiri framkvæmd er dapur-
legur vitnisburður um þá fjárhags-
stöðu sem búið er að koma bænum
í og skýrt dæmi um að menn velti
vandanum á undan sér,“ segir Rósa.
Margrét Gauja Magnús dóttir,
bæjarfulltrúi Samfylkingar og
formaður umhverfis- og fram-
kvæmdaráðs, þar sem málið var
samþykkt, segir meirihlutann alls
ekki í afneitun varðandi stöðu bæj-
arins. Stakkurinn sé þröngt snið-
inn en íbúar við Strandgötu hafi
lengi kallað eftir úrbótum sem
bæta öryggi. Vegagerðin sé reiðu-
búin að setja fé í framkvæmdina á
þessu ári. Bærinn hafi notað sams
konar aðferð áður í bæði íþróttahús
í Kaplakrika og við Engidalsskóla.
„Þegar við fengum greiðslur
frá Vegagerðinni stukkum við til.
Það hefur ekkert með væntanlegar
kosningar að gera,“ segir Margrét
Gauja. gar@frettabladid.is
Við höfum kallað
þetta afneitun. Að sveitar-
félag af þessari stærðar-
gráðu þurfi að fara svona
að í ekki viðameiri fram-
kvæmd er dapurlegur
vitnisburður um þá fjár-
hagstöðu sem búið er að
koma bænum í.
Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
í Hafnarfirði
LÖGREGLUMÁL Nokkur hjól sem
stolið hafði verið á Akranesi
undanfarið komu í leitirnar þegar
eigandi eins þeirra sá hjól sitt
auglýst til sölu á bland.is.
Rannsókn lögreglu leiddi í ljós
að sami þrjótur hafði auglýst
þar og selt fleiri reiðhjól. Í fram-
haldinu var hann handtekinn og
viður kenndi að hafa, í slagtogi við
aðra, stundað að stela reiðhjólum
og koma þeim í verð með þessum
hætti. Skessuhorn greindi frá. -fsb
Hjólaþjófur á Skaga:
Seldi stolin reið-
hjól á bland.is
LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrítugsaldri voru
úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald í gær í
tengslum við árás sem gerð var á eldri mann á heim-
ili hans í Grafarvogi rétt fyrir hádegi á laugardag.
Tveir menn réðust inn í íbúðina, ógnuðu mann-
inum, sem er á sjötugsaldri, með hnífi og bundu
hann á höndum og fótum. Þaðan höfðu þeir á brott
með sér átta skotvopn í eigu mannsins, riffla, hagla-
byssur og kindabyssu, auk skotfæra.
Eftir að árásarmennirnir fóru náði maðurinn að
gera nágrönnum viðvart en vitni gátu lýst bíl árásar-
mannanna þar sem þeir óku á brott.
„Þetta er ljótur heimur sem við lifum í,“ sagði
maðurinn í samtali við Stöð 2 í gær, en hann vill ekki
koma fram undir nafni.
Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar og
aðhlynningar en meiðsli hans eru ekki alvarleg.
Lögregla fann vopnin við húsleit sem gerð var
í Hafnarfirði á laugardagskvöld, auk þess sem
nokkrir menn voru handteknir.
Hinir grunuðu árásarmenn hafa tengsl við vél-
hjólasamtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi.
Lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi eru sex
mánaða fangelsi, samkvæmt hegningarlögum, en
hámarksrefsing er sex ára fangelsi. - hþ, þj
Meðlimir glæpagengis grunaðir um rán á átta skotvopnum í Grafarvogi:
Tveir í varðhald vegna byssuráns
ÍRAN, AP Minnst sjö stuðnings-
menn forsetaframbjóðandans
Hasans Rowhani voru handteknir
í Teheran á laugar dagskvöld eftir
að hafa sótt kosningafund. „Lög-
reglan hefur afskipti af þeim sem
sýna andbyltingarlega hegðun í
kosningabaráttunni,“ sagði lög-
reglustjórinn Ismail Moghadam á
heimasíðu írönsku lögregl unnar.
Kosningarnar fara fram 14.
júní. Núverandi forseti, Mahmoud
Ahmadinejad, má ekki bjóða sig
fram í þriðja sinn. - fsb
Tekið á andbyltingarsinnum:
Stuðningsmenn
handteknir
Í JÁRNUM Tveir menn voru í gær úrskurðaðir í vikulangt
gæsluvarðhald vegna árásar og ráns á skotvopnum. MYND/STÖÐ 2
SLYS „Ég er vanur fjallgöngu-
maður og fer alltaf mjög varlega,
en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“
sagði Jeanne Françoise Maylis,
sem mikil leit var gerð að í Mjóa-
firði um helgina, í samtali við Vísi.
Alls tóku um tvö hundruð manns
þátt í leitinni. Maylis kom svo loks
í leitirnar seint á laugardagskvöld
en þyrlusveit Landhelgis gæslunnar
fann hana, kalda og hrakta en heila
á húfi, á heiðinni milli Mjóa fjarðar
og Skötufjarðar. Hún var flutt
þaðan á sjúkrahúsið á Ísafirði.
Hún segist ekki hafa lagt upp í
fjallgöngu heldur einungis ætlað
í gönguferð. Skyndilega hafi hún
áttað sig á því að hún var ramm-
villt en hún hafi þó alltaf séð fjörð-
inn og því talið sig vera stutt frá
þjóðveginum.
Maylis vildi annars þakka þeim
sem tóku þátt í leitinni.
„Ég er mjög þakklát þyrluflug-
mönnunum og öllum björgunar-
sveitarmönnunum sem leituðu að
mér. Fjölskylda mín er einnig mjög
þakklát,“ segir hún. - bl, þj
Franska konan sem fannst á laugardagskvöld eftir mikla leit á Vestfjörðum:
„Gerði allt rangt í þetta skipti“
HEIL Á HÚFI Maylis var köld og hrakin
en heil á húfi þegar hún fannst. Hún
var nokkuð bólgin á fótum en var á
batavegi í gær. MYND/HAFÞÓR
PALESTÍNA, AP Rami Hamdullah
var í gær útnefndur forsætisráð-
herra Palestínu. Hann tekur við af
Salam Fayyad, sem hafði lengi á
sex ára valdatíð deilt við Mahmud
Abbas forseta.
Hamdullah, prófessor í ensku
við háskóla á Vesturbakkanum,
hefur aldrei starfað í stjórnmálum
eða stjórnsýslu en honum hefur
verið gert að mynda nýja ríkis-
stjórn sem manna á með sérfræð-
ingum í stað stjórnmálamanna. - þj
Rami Hamdullah:
Leiðir ríkis-
stjórn Palestínu
SPURNING DAGSINS
Verktaki látinn lána
Hafnarfjarðarbæ fé
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir það sýna dapurlega stöðu bæjarins að verktaki
við endurbætur á Strandgötu í sumar fær ekki að fullu greitt fyrr en á næsta ári.
Fulltrúi meirihlutans segir aðferðina þekkta og hafnar því að vera í afneitun.
MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR OG RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Íbúar við
Strandgötu hafa lengi krafist endurbóta sem nú verða að veruleika. Bæjarfulltrúar
deila um réttmæti þess að færa hluta kostnaðarins yfir á næsta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Axel Óli, var þetta lán í óláni?
„Of mörg lán reynast ólán, þegar
betur er að gáð.“
Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri
Plastiðjunnar, sem hafði betur í Hæstarétti
í slag um endurútreikning fimm milljóna
króna bílaláns.