Fréttablaðið - 03.06.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.06.2013, Blaðsíða 2
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK Hátíðarhöld vegna sjómannadagsins fóru vel fram um land allt. Í Reykjavík, eins og víðar, stóð hátíðin alla helgina. Á dagskránni voru meðal annars fjölmörg tónlistaratriði, dorgveiði og sjóræningjasigl- ingar, auk þess sem börnum stóð til boða að leika sér í leiktækjum sem tengjast hafinu. Í Reykjavík standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð fyrir hátíðinni en í ár eru 100 ár frá því að framkvæmdir við Reykjavík- urhöfn hófust fyrst og 75 ára afmæli Sjómannadagsins. - hó Hátíð hafsins vel heppnuð: Hetjur hafsins heiðraðar Á SJÓMANNADAGINN Í tilefni af Hátíð hafsins í Reykjavík var boðið upp á fjöl- margar uppákomur. Meðal annars mátti sjá björgun úr sjó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAFNARFJÖRÐUR „Nú virðist eiga að gera allt sem hægt er til að klára hluti og láta þá líta vel út á komandi kosningavetri,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, um samninga sem fela í sér að verktaki við endur bætur á Strandgötu í sumar fær ekki greitt að fullu fyrr en á næsta ári. Bærinn ætlar í samstarfi við Vegagerð ríkisins, sem á Strand- götuna, að gera sérstaka húsagötu sem rýmkar til fyrir íbúa syðst á Strandgötu og bætir öryggi gang- andi og hjólandi fólks. Í útboði var skilmáli um að verk- takinn lánaði helming tilboðsfjár- hæðarinnar í fjóra og hálfan mánuð eftir verklok í haust. Lægsta til- boðið var tæpar 70 milljónir króna frá Gröfu og grjóti ehf. Vega- gerðin greiðir helming þess. Að við- bættum hönnunarkostnaði verður hlutur bæjarins 48 milljónir. Af þeim fær verktakinn 29 milljónir en ekki fyrr en á næsta ári. Rósa Guðbjartsdóttir segir þetta mál styðja það sem sjálfstæðis- menn hafi sagt en meirihluti Sam- fylkingar og VG ekki viljað kann- ast við. „Við höfum kallað þetta afneitun. Að sveitarfélag af þessari stærðar- gráðu þurfi að fara svona að í ekki viðameiri framkvæmd er dapur- legur vitnisburður um þá fjárhags- stöðu sem búið er að koma bænum í og skýrt dæmi um að menn velti vandanum á undan sér,“ segir Rósa. Margrét Gauja Magnús dóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og formaður umhverfis- og fram- kvæmdaráðs, þar sem málið var samþykkt, segir meirihlutann alls ekki í afneitun varðandi stöðu bæj- arins. Stakkurinn sé þröngt snið- inn en íbúar við Strandgötu hafi lengi kallað eftir úrbótum sem bæta öryggi. Vegagerðin sé reiðu- búin að setja fé í framkvæmdina á þessu ári. Bærinn hafi notað sams konar aðferð áður í bæði íþróttahús í Kaplakrika og við Engidalsskóla. „Þegar við fengum greiðslur frá Vegagerðinni stukkum við til. Það hefur ekkert með væntanlegar kosningar að gera,“ segir Margrét Gauja. gar@frettabladid.is Við höfum kallað þetta afneitun. Að sveitar- félag af þessari stærðar- gráðu þurfi að fara svona að í ekki viðameiri fram- kvæmd er dapurlegur vitnisburður um þá fjár- hagstöðu sem búið er að koma bænum í. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði LÖGREGLUMÁL Nokkur hjól sem stolið hafði verið á Akranesi undanfarið komu í leitirnar þegar eigandi eins þeirra sá hjól sitt auglýst til sölu á bland.is. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að sami þrjótur hafði auglýst þar og selt fleiri reiðhjól. Í fram- haldinu var hann handtekinn og viður kenndi að hafa, í slagtogi við aðra, stundað að stela reiðhjólum og koma þeim í verð með þessum hætti. Skessuhorn greindi frá. -fsb Hjólaþjófur á Skaga: Seldi stolin reið- hjól á bland.is LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald í gær í tengslum við árás sem gerð var á eldri mann á heim- ili hans í Grafarvogi rétt fyrir hádegi á laugardag. Tveir menn réðust inn í íbúðina, ógnuðu mann- inum, sem er á sjötugsaldri, með hnífi og bundu hann á höndum og fótum. Þaðan höfðu þeir á brott með sér átta skotvopn í eigu mannsins, riffla, hagla- byssur og kindabyssu, auk skotfæra. Eftir að árásarmennirnir fóru náði maðurinn að gera nágrönnum viðvart en vitni gátu lýst bíl árásar- mannanna þar sem þeir óku á brott. „Þetta er ljótur heimur sem við lifum í,“ sagði maðurinn í samtali við Stöð 2 í gær, en hann vill ekki koma fram undir nafni. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Lögregla fann vopnin við húsleit sem gerð var í Hafnarfirði á laugardagskvöld, auk þess sem nokkrir menn voru handteknir. Hinir grunuðu árásarmenn hafa tengsl við vél- hjólasamtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi. Lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi eru sex mánaða fangelsi, samkvæmt hegningarlögum, en hámarksrefsing er sex ára fangelsi. - hþ, þj Meðlimir glæpagengis grunaðir um rán á átta skotvopnum í Grafarvogi: Tveir í varðhald vegna byssuráns ÍRAN, AP Minnst sjö stuðnings- menn forsetaframbjóðandans Hasans Rowhani voru handteknir í Teheran á laugar dagskvöld eftir að hafa sótt kosningafund. „Lög- reglan hefur afskipti af þeim sem sýna andbyltingarlega hegðun í kosningabaráttunni,“ sagði lög- reglustjórinn Ismail Moghadam á heimasíðu írönsku lögregl unnar. Kosningarnar fara fram 14. júní. Núverandi forseti, Mahmoud Ahmadinejad, má ekki bjóða sig fram í þriðja sinn. - fsb Tekið á andbyltingarsinnum: Stuðningsmenn handteknir Í JÁRNUM Tveir menn voru í gær úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna árásar og ráns á skotvopnum. MYND/STÖÐ 2 SLYS „Ég er vanur fjallgöngu- maður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ sagði Jeanne Françoise Maylis, sem mikil leit var gerð að í Mjóa- firði um helgina, í samtali við Vísi. Alls tóku um tvö hundruð manns þátt í leitinni. Maylis kom svo loks í leitirnar seint á laugardagskvöld en þyrlusveit Landhelgis gæslunnar fann hana, kalda og hrakta en heila á húfi, á heiðinni milli Mjóa fjarðar og Skötufjarðar. Hún var flutt þaðan á sjúkrahúsið á Ísafirði. Hún segist ekki hafa lagt upp í fjallgöngu heldur einungis ætlað í gönguferð. Skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var ramm- villt en hún hafi þó alltaf séð fjörð- inn og því talið sig vera stutt frá þjóðveginum. Maylis vildi annars þakka þeim sem tóku þátt í leitinni. „Ég er mjög þakklát þyrluflug- mönnunum og öllum björgunar- sveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. - bl, þj Franska konan sem fannst á laugardagskvöld eftir mikla leit á Vestfjörðum: „Gerði allt rangt í þetta skipti“ HEIL Á HÚFI Maylis var köld og hrakin en heil á húfi þegar hún fannst. Hún var nokkuð bólgin á fótum en var á batavegi í gær. MYND/HAFÞÓR PALESTÍNA, AP Rami Hamdullah var í gær útnefndur forsætisráð- herra Palestínu. Hann tekur við af Salam Fayyad, sem hafði lengi á sex ára valdatíð deilt við Mahmud Abbas forseta. Hamdullah, prófessor í ensku við háskóla á Vesturbakkanum, hefur aldrei starfað í stjórnmálum eða stjórnsýslu en honum hefur verið gert að mynda nýja ríkis- stjórn sem manna á með sérfræð- ingum í stað stjórnmálamanna. - þj Rami Hamdullah: Leiðir ríkis- stjórn Palestínu SPURNING DAGSINS Verktaki látinn lána Hafnarfjarðarbæ fé Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir það sýna dapurlega stöðu bæjarins að verktaki við endurbætur á Strandgötu í sumar fær ekki að fullu greitt fyrr en á næsta ári. Fulltrúi meirihlutans segir aðferðina þekkta og hafnar því að vera í afneitun. MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR OG RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Íbúar við Strandgötu hafa lengi krafist endurbóta sem nú verða að veruleika. Bæjarfulltrúar deila um réttmæti þess að færa hluta kostnaðarins yfir á næsta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Axel Óli, var þetta lán í óláni? „Of mörg lán reynast ólán, þegar betur er að gáð.“ Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar, sem hafði betur í Hæstarétti í slag um endurútreikning fimm milljóna króna bílaláns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.