Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 6

Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 6
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 LÖGREGLUMÁL Lögregla stöðvaði tæplega 1.900 einstaklinga vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í síðasta mánuði, þar af fimmtung oftar en einu sinni. Þetta kemur fram í afbrotatíðindum Ríkis lögreglustjóra. Þar segir jafnframt að talsvert hærra hlutfall karla en kvenna hafi verið tekið oftar en einu sinni þennan mánuð fyrir slík brot. 22 prósent karlanna voru tekin oftar en einu sinni, samanborið við níu prósent kvenna. Meðalaldur ökumannanna var 30 ár en miðgildið 26 ár. Þeir sem brutu þrisvar sinnum eða oftar af sér, samtals rúmlega 100 manns, voru almennt nokkru yngri. Þar var meðalaldurinn 27 ár og miðgildi 25. Meðal annars sem fram kemur í afbrotatíðindum er að hegningar- lagabrotum fækkar töluvert frá síðasta ári, ekki síst umferðar- lagabrotum. Þá hefur innbrotum og eignaspjöllum einnig fækkað verulega síðasta ár miðað við árin á undan. - þj Tölur um akstur undir áhrifum úr afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra: Karlar líklegri til ítrekunarbrota STÚTUR UNDIR STÝRI Tölur frá lög- reglu sýna að talsvert algengara var að karlar væru teknir fyrir akstur undir áhrifum en konur í síðasta mánuði. AFGANISTAN, AP Uppreisnarher- sveitir talibana réðust í gær á tvær eftirlitsstöðvar í austur- hluta Afganistan og felldu fjóra lögreglumenn. Þrettán féllu úr árásarliðinu og fjórir lögreglu- menn særðust. Skothríðin stóð klukkustundum saman en lauk með því að talibanar hörfuðu. Árásirnar eru liður í víð tækum árásum talibana á ríkisreknar varðstöðvar um allt landið og talið er að þeir vilji með þeim kanna styrk stjórnarhersins. - fsb Árás talibana í Afganistan: Fjórir lögreglu- menn féllu 1. Hvað felst í jafnréttiskennslu leik- skóla á Akureyri? 2. Hvað þarf að endurútreikna mörg gengislán í Landsbankanum vegna dóms fyrir helgi? 3. Hvað eru margir ráðherrar búnir að ráða sér aðstoðarmann? SVÖRIN 1. Viðsnúningur kynhlutverka í þekktum ævintýrum. 2. Um þrjátíu þúsund. 3. Sjö af níu. MENNING „Þetta snýst í raun ekki bara um tónlistarhús heldur einnig um framtíð byggðar í litlu þorpunum á Austur-Grænlandi,“ segir Hrafn Jökulsson, einn af aðstandendum söfnunar vegna bruna tónlistarhússins í Kulu- suk í mars síðastliðnum. Um tíu milljónir söfnuðust hér á landi til málefnisins en um helgina voru hljóðfæri og annar búnaður afhentur við hátíðlega athöfn. „Þetta hús var mannlífsmiðstöð bæjarins, bæði fyrir börn og full- orðna,“ bætir Hrafn við. „Þarna hafði verið byggt upp tónlistar- líf af miklum metnaði síðustu misseri og meðal annars keypt mikið af hljóðfærum. Þannig að bruninn var mikið reiðarslag.“ Hrafn segir Hjört Smárason hafa átt hugmyndina að söfnun- inni og í framhaldinu hafi Kalak, Vinafélag Íslands og Grænlands, verið virkjað. Söfnunin náði hámarki með styrktartónleikum í Eldborg en auk þess voru opnaðar söfnunar- línur og almenningur um allt land tók þátt. „Það voru til dæmis styrktar- tónleikar víða um land og leik- skólabörn á Hellu söfnuðu dósum, svo fátt eitt sé talið. Það má segja að á undraskömmum tíma hafi myndast hreyfing sem sýndi vinar þel Íslendinga í garð Græn- lendinga.“ Söfnunin gekk svo vel, að sögn Hrafns, að aðstandendur hennar sjá fram á að geta stutt vel við endurbyggingu tónlistarhússins í Kulusuk þannig að fram kvæmdir geti hafist sem fyrst. thorgils@frettabladid.is Framtíð þorpanna á Grænlandi er í húfi Einn aðstandenda söfnunarinnar vegna bruna tónlistarhússins í Kulusuk segir mikilvægi menningarstarfs vera mikið fyrir þorpin á austurströnd Grænlands. Afrakstur söfnunarinnar, hljóðfæri og tækjabúnaður, var afhentur um helgina. Í sömu ferð fengu grunnskólabörn í Kulusuk að gjöf fyrstu skákbókina sem gefin hefur verið út á græn- lensku. Skákfélagið Hrókurinn stóð fyrir gjöfinni, en auk þess var efnt til fjölteflis þar sem fríður hópur barna reyndi sig við Róbert Lagerman. Siguringi Sigurjóns- son skrifaði bókina. Gáfu fyrsta grænlenska skákkverið GÓÐAR GJAFIR Hér sjást Hrafn og Andrés Helgason frá Tónastöðinni opna kassa utan af hljómborði en tónlistarmennirnir Anda Kuitse og Anton Sianiale standa hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÁTÍÐARSTEMNING Börnin í grunnskólanum í Kulu- suk gátu ekki leynt ánægju sinni með að hafa fengið að gjöf fyrsta skákkverið sem gefið hefur verið út á grænlensku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓLK Íbúar í Vesturbænum hafa síðastliðin þrjú ár haldið sjó- mannadaginn hátíðlegan með því að setja upp flóamarkað í hverfinu. Sigmundur Traustason, íbúi í Vesturbænum og einn af skipu- leggjendum markaðarins, segir mikla stemmningu hafa myndast í kringum markaðinn og að góð þátttaka sé á meðal íbúa. Sjálfur fékk hann hugmyndina að markaðnum eftir að hafa flutt heim frá Hollandi þar sem tíðkast að fólk fari út á götur á Drottningar daginn og selji gamla hluti. „Það myndar skemmtilega stemmningu í hverfum svo okkur fannst tilvalið að gera eitthvað svipað hér. Svo á maður alltaf eitthvert drasl í geymslunni sem er gott að losna við, “ segir Sig- mundur léttur að lokum. - hó Vesturbæjarflóamarkaðurinn haldinn á sjómannadaginn í þriðja sinn: Mikil stemning og góð þátttaka HÁTÍÐ Fjöldi fólks mætti og gerði góð kaup á Vesturbæjarflóamarkaðnum sem haldinn var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ Fjölbreyttur tími þar sem bæði er dansað ZUMBA Fitness og ZUMBA Toning. Einföld og skemmtileg dansspor Hefst 6. júní Þri. og fim. kl. 16:30 Þjálfari: Hjördís Zebitz Verð kr. 12.900.- í form!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.