Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 10

Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 10
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Stóru viðskiptabankarnir þrír högn- uðust um rétt tæpa 14 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er það nokkru minni hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar samanlagður hagnaður bankanna var 17,8 milljarðar. Fyrir hagnað bankanna á fyrstu þremur mánuðum ársins væri hægt að kaupa Playstation 3 leikjatölvu handa hverjum Íslendingi og láta 3.500 krónur í beinhörðum pen- ingum fylgja með. Þetta kann að hljóma eins og mjög há fjárhæð en hana ber vitaskuld að setja í sam- hengi við stærð og rekstur þessara fyrirtækja. Bankarnir eru enda mjög stór fyrirtæki en samanlagðar eignir þeirra fara nærri 3.000 milljörðum. Þá er eigið fé þeirra, eignir umfram skuldir, rétt ríflega 500 milljarðar. Eigendur vilja ávöxtun Eðlilegt er að gera kröfu um nokkra ávöxtun á viðlíka fjárhæð- ir. Algengt er að skoða mælikvarða sem nefnist arðsemi eigin fjár til að fá hugmynd um hvort ávöxtunin er viðunandi. Á þennan mælikvarða var arð- semi Landsbankans mest á fyrsta ársfjórðungi eða 14,0%. Arðsemi Íslandsbanka var 12,2% og Arion banka 4,3%. Samanburður sem þessi getur þó verið villandi því á hverju tímabili geta tímabundnir þættir eða ein- skiptisaðgerðir skekkt rekstrar- niðurstöðu. Í tilfelli Arion banka leið uppgjör bankans þannig meðal annars fyrir óhagstæða gengis- þróun sem allt eins gæti gengið til baka á næsta ársfjórðungi. Því getur verið gagnlegra að líta á arðsemi reglulegs rekstrar bankans, þ.e. þess rekstrar sem tekur litlum breytingum frá ári til árs. Á þennan mælikvarða breyt- ist myndin á fyrsta ársfjórðungi nokkuð. Lítur rekstur Íslandsbanka þá best út með 9,2% arðsemi reglu- legs rekstrar en rekstur Landsbank- ans verst út með 1,4% arðsemi. Þá er Arion banki með 7,2% arðsemi. En hvað þýða þessar tölur? Eru bankarnir að græða á tá og fingri eða veldur reksturinn kannski von- brigðum? Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bönk- unum, setur þeim ákveðin rekstrar- markmið sem samsvara þeirri ávöxtun sem stofnunin telur eðlilegt að fá á fjárfestingu sína. Hægt er að fá tilfinningu fyrir rekstrinum með því að bera arðsemina saman við þessi markmið. Arðsemi undir markmiði Miðað við eiginfjárstöðu bankanna í lok fyrsta ársfjórðungs voru rekstrar markmiðin arðsemi reglu- legs rekstrar upp á 9,5 til 9,8%. Það er því ljóst að engum bank- anna tókst að ná arðsemismark- miði Bankasýslunnar á fyrsta árs- fjórðungi. Íslandsbanki komst ansi nærri því en hinir, og þá sérstak- lega Landsbankinn, eiga langt í land. Það ber þó að taka fram að ekki er rétt að dæma arðsemi banka út frá afkomu eins ársfjórðungs eða jafnvel eins árs. Fremur er skyn- samlegt að líta yfir lengra tíma- bil, sem nær bæði yfir hagvaxtar- og samdráttarskeið. Hvert uppgjör gefur þó vitaskuld vísbendingar um stöðu rekstrarins þótt hann verði ekki dæmdur af uppgjöri eins árs- fjórðungs einu saman. Þá ber einnig að hafa í huga að síðustu misseri hafa að mörgu leyti verið einkennilegur tími fyrir við- skiptabankana. Til dæmis hefur endurútreikningur gengistryggðra lána og endurskipulagning á skuldum of skuldsettra heimila og fyrirtækja krafist mikillar vinnu. magnusl@frettabladid.is Arðsemi banka enn undir markmiði Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja var á bilinu 1,4 til 8,0 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi. Arðsemi bankanna af reglulegum rekstri er þó enn undir markmiðum þótt varasamt sé að draga of miklar ályktanir af einu ársfjórðungsuppgjöri. STÓRU VIÐSKIPTABANKARNIR Enginn stóru viðskiptabankanna náði arðsemis- markmiði Bankasýslu ríkisins á fyrsta ársfjórðungi ársins. Ríkið á eignarhlut í öllum stóru bönkunum en haldið er utan um eignar- hlutina hjá stofnun sem nefnist Bankasýsla ríkisins. Bankasýslan er stærsti eigandi Landsbankans en á einungis lítinn eignarhlut í hinum bönkunum. Ríkið á raunar næstum allan Landsbankann, eða 98% hlut. Bankinn sjálfur á 2% hlut sem renna á til starfsmanna. Í tilfelli hinna bankanna eru það þrotabú Glitnis og Kaupþings sem eru stærstu eigendurnir og þar með kröfuhafar gömlu bankanna. Bankasýslan á 5% hlut í Íslandsbanka á móti þrotabúi Glitnis og þá á Bankasýslan 13% í Arion banka á móti þrotabúi Kaupþings. Hverjir eiga bankana? Banki Hagnaður Hreinar vaxtatekj. Hreinar þóknanatekj. Arion banki 1.409 milljónir 6.288 milljónir 2.449 milljónir Íslandsbanki 4.585 milljónir 7.473 milljónir 2.452 milljónir Landsbankinn 7.989 milljónir 9.879 milljónir 1.363 milljónir Banki Arðs. eigin fjár Arðsemi reglul. rekstrar Arðsemismarkm. Arion banki 4,3% 7,2% 9,8% Íslandsbanki 12,2% 9,2% 9,5% Landsbankinn 14,0% 1,4% 9,5% Banki Eignir Eiginfjárhlutfall Arion banki 907,5 milljarðar 23,9% Íslandsbanki 829,0 milljarðar 26,2% Landsbankinn 1.085,4 milljarðar 26,6% Lykiltölur úr rekstri bankanna FRÉTTASKÝRING Hvernig gengur rekstur bankanna? BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.