Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2013, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 03.06.2013, Qupperneq 14
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Síðustu tveir geirfuglarnir í heimi voru drepnir í Eldey 3. júní árið 1844. Geirfugl- inn var algengur víða á Norður-Atlants- hafi fram á 16. öld. Hann gat orðið 70 sentímetra hár og vó um fimm kíló. Hann var ófleygur en góður sundfugl sem nærðist einkum á fiski. Geirfuglinn var vinsæl bráð sjómanna, enda var hann stór og kjötmikill og auðveldur viðureignar. Geirfuglinn var einnig veiddur vegna fjaðranna sem voru notaðar í fatnað. Þegar fór að fækka verulega í stofninum fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga vel fyrir fuglinn og markaði það endalok tegundarinnar. Lengst af lifði geirfuglinn við Ísland. Ein- hverjum sögum fer af því að til fugla hafi sést eftir árið 1844, allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna. Á Náttúrufræðistofnun Íslands er að finna einn uppstoppaðan geirfugl. Hann var keyptur á uppboði á Sotheby's í Lundúnum árið 1971. Aðeins 80 uppstoppaðir fuglar eru til í heiminum. ÞETTA GERÐIST: 3. JÚNÍ 1844 Síðustu geirfuglarnir drepnir „Þetta hafa verið alveg æðislegir dagar. Ég hef varla undan að svara símtölum frá fólki sem óskar mér til hamingju og ég er alveg í skýjunum,“ segir Jórunn Sóley Björnsdóttir nýstúdent. Jórunn Sóley lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautar skólanum í Breiðholti sem dúx skólans að loknu starfsnámi á sjúkraliðabraut og hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í ensku, íslensku og raungreinum. Sjálfur segist dúxinn sáttastur við árangurinn í raungreinum, enda komi þær líklega til með að nýtast vel í framtíðinni. „Auðvitað er mjög gott að hafa góðan grunn í raun- greinum því maður græðir alltaf á því, en best var auðvitað að fá verð- launin sem eru niðurfelling skóla- gjalda á fyrsta misseri í raungreina- námi í Há skólanum í Reykjavík. Það munar rosalega miklu að fá það misseri frítt,“ segir Jórunn Sóley, sem hyggst þó ekki hefja háskóla- nám strax í haust. „Ég ætla að taka mér frí í eitt ár, vinna á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni og safna pening, fara svo að ferðast og stefni að því að fara í háskóla haustið 2014. Ég er svo- lítið spennt fyrir líffræði eða ritlist í Háskóla Íslands og hef áhuga á að ná mér líka í kennararéttindi, en þetta kemur allt í ljós.“ Jórunn Sóley mælir heils hugar með starfsnámi sem góðum náms- kosti. „Í sjúkraliðanáminu vann ég á öldrunarstofnun, taugadeild, hjarta- deild og geðdeild og þannig lærir maður nokkuð vel á vinnumark aðinn, hvernig er að vinna með mismunandi fólki og þar fram eftir götunum, og er því vel undirbúinn þegar náminu lýkur. Mesti kosturinn við verklegt nám er að upplifa það sem maður lærir um í bókunum. Það er mjög þroskandi,“ segir Jórunn Sóley, sem flaug til Noregs nánast strax eftir útskriftina og ætlar að dvelja þar í rjómablíðu næstu vikuna. „Það er rosalega gott að komast aðeins í burtu og trappa sig niður í slökun. Það hefur verið dálítið mikið að gera síðustu vikurnar,“ segir dúxinn að lokum. kjartan@frettabladid.is Dúxinn í FB mælir með starfsnáminu Jórunn Sóley Björnsdóttir lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut í Breiðholti sem dúx eft ir starfs nám á sjúkraliðabraut. Hún ætlar að taka sér ársfrí frá námi. DÚX Jórunn Sóley er ánægðust með að hafa fengið verðlaun fyrir bestan árangur í raungreinum í FB. MYND/GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT BERGSSON húsasmíðameistari, Daltúni 36, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 29. maí. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 7. júní klukkan 13.00. Ingunn Jónsdóttir Bergdís I. Eggertsdóttir Grettir Sigurðarson Pálína S. Eggertsdóttir Nikulás Kr. Jónsson Sonja Eggertsdóttir Hlynur Eggertsson afa- og langafabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN S. DAVÍÐSSON listmálari, Barðavogi 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni mánudagsins 27. maí síðastliðins. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 5. júní klukkan 13.00. Svanhildur Marta Björnsdóttir Silja Kristjánsdóttir Björn Davíð Kristjánsson Jórunn Þórey Magnúsdóttir Valgerður Ólafsdóttir Kári Stefánsson Ásthildur Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR TORFADÓTTIR Vogatungu 3, Kópavogi, lést sunnudaginn 26. maí. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 4. júní næstkomandi klukkan 15. Ragnar Ásmundsson Tinna Ragnarsdóttir Víðir Ragnarsson Auður Magnúsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RÓSMUNDAR GUÐLAUGS STEFÁNSSONAR múrara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun og umhyggju og hlýju í okkar garð. Eva Kristjánsdóttir Rúnar K. Rósmundsson Kristjana Rósmundsdóttir Karl Sigtryggsson Snjólaug Stefanía Rósmundsdóttir Vignir Þór Hallgrímsson barnabörn og makar og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS GUNNARS GÍSLASONAR skipstjóra, Lóulandi 12, Garði. Sigurbjörg Þorleifsdóttir Arnar Berg Ólafsson Marie Andersson Linda Björk Ólafsdóttir Davíð Eysteinn Sölvason Bryndís Ólafsdóttir Jacky Pellerin Gísli Guðjón Ólafsson Verna Kr. Friðfinnsdóttir Sigurbjörg Ólafsdóttir Óskar G. Bragason Sigurleif Ólafsdóttir Luke A. Bird og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.