Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 15

Fréttablaðið - 03.06.2013, Page 15
SÍÐUSTU HÁDEGISTÓNLEIKARNIR Hádegistónleikar Íslensku óperunnar í vetur hafa verið afar vinsælir. Á morgun klukkan 12.15 eru síðustu tón- leikar vetrarins í Norðurljósasal Hörpu. Þá munu Bylgja Dís Gunnars dóttir sópran og Jóhann Smári Sævarsson barítón syngja kafla úr Toscu eftir Puccini og Évgení Ónegín eftir Tsjaíkovskí. Píanóleik annast Antonía Hevesi. HÖNNUN Á VEFNUM „Markaðurinn er jafn mikið fyrir fólk sem vinnur verk sín í frí- stundum og hönnuði sem vilja koma sér á framfæri,“ segir Dögg Proppé Hugosdóttir. MYND/ANTON Snemma í vor opnaði nýr mark-aður á vefnum undir nafninu Ljónshjarta. Þar gefst ólíkum hönnuðum kostur á að selja afurðir sínar nánast milliliðalaust til viðskipta- vina sinna. Stofnandi Ljónshjarta, Dögg Proppé Hugosdóttir, segir alla geta selt sköpunarverk sín á vefnum. „Markaðurinn er jafn mikið fyrir fólk sem vinnur verk sín í frístundum og hönnuði sem vilja koma sér á framfæri. Þar má finna myndlist, hönnun, hugvit og handverk. Í dag er meðal annars hægt að kaupa þar skartgripi, barna- föt, grafík verk, gjafakort, húfur, hettur, origami og óróa. Viðskiptavinur pantar vörur hjá okkur en hönnuðurinn sendir hana sjálfur sem myndar dýrmætt samband milli þeirra. Við rukkum hóflegt gjald fyrir umsýsluna, tökum lítið stofngjald og síðan aðeins 10% af söluverðinu ef varan selst. Það skiptir mig miklu máli að stunda réttlát við- skipti og að fégræðgi ráði ekki för. Ég vil að Ljónshjarta lifi vel og lengi í stað þess að blása upp eins og loftbóla og springa síðan bara við minnsta tilefni.“ Dögg hefur verið dugleg að nýta sér samfélagsmiðlana til að koma Ljóns- hjarta á framfæri. „Verslunin er á slóð- inni www.ljonshjarta.com og svo hef ég nýtt Facebook sem hjálparmiðil, ENGIN PLÖN UM HEIMSYFIRRÁÐ NETVERSLUN MEÐ HÖNNUN Vefverslunin Ljónshjarta býður íslenskum hönnuðum að selja vörur sínar. Verslunin nýtir samfélagsmiðlana mikið til kynningar á vörum sínum. SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.