Fréttablaðið - 03.06.2013, Qupperneq 48
Það klikkaði allt
sem gat klikkað og það
gekk líka eiginlega allt
upp hjá þeim.
Karen Knútsdóttir leikstjórnandi
SPORT 3. júní 2013 MÁNUDAGUR
OG GOTT
EINFALT
fyrir
fjölskyld
una
í pk.
4
698kr.pk.
Grillborgarar með brauði, 4 stk.
fæst á www.kronan.is
GJAF
A
KORT
HANDBOLTI Ísland tapaði með 12
marka mun 29-17 fyrir Tékklandi
í fyrri leik þjóðanna í umspili um
laust sæti á heimsmeistaramóti
kvenna, sem leikið verður í Serbíu
í desember.
Eins og tölurnar gefa til kynna
þá gekk fátt upp. „Það gekk eigin-
lega ekkert upp. Það klikkaði allt
sem gat klikkað og það gekk líka
eiginlega allt upp hjá þeim,“ sagði
Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi
Íslands, eftir leikinn.
„Við skutum illa á markvörð-
inn og skutum mikið í stöng og
slá. Ég veit ekki hvort við höfum
ætlað okkur of mikið. Við lendum
á vegg í byrjun og látum brjóta
okkur aðeins niður. Við styttum
sóknirnar og fáum hraðaupphlaup
í bakið,“ sagði Karen.
Lítið sem ekkert gekk í sókninni
og ekki hjálpaði til að langflestum
sóknum Tékklands lauk með góðu
færi og eina hraðaupphlaupið sem
Ísland fékk í leiknum var varið.
„Það var allt lélegt sem gat verið
lélegt. Vörnin var léleg, mark-
varslan léleg og það vantaði sjálfs-
traust í sóknina. Það var lítill hraði
í sóknarleiknum. Við þurfum bara
að ná að keyra upp hraðann. Við
vorum of hægar í leiknum.“
Við getum unnið þær með tólf
„Við vorum fullfljótar að hengja
haus. Ég veit ekki hvort spennu-
stigið hafi verið of hátt í byrjun.
Hvar sem er litið var allt lélegt
en um leið og trúin og baráttan
kemur þá er hægt að bæta ótrú-
lega margt en að fara með 12 mörk
út, við erum með bakið upp við
vegg,“ sagði Karen sem hefur þó
enn fulla trú á því að Ísland geti
tryggt sér sætið á HM.
„Þær unnu okkur með tólf
mörkum og við getum alveg unnið
þær með tólf. Þetta er ekkert mikið
betra lið en við,“ sagði Karen, sem
kvíðir því ekki að þurfa að sitja
langa myndbandsfundi þar sem
farið verður ítarlega yfir leikinn.
„Það verður örugglega erfitt
að sitja þessa fundi sem eru fram
undan en Einar (Jónsson) og Gústi
(Ágúst Jóhannsson) eru snillingar
í að leikgreina lið og ég hef enga
trú á öðru en að við finnum lausn
á þessu en þetta liggur mest hjá
hverjum og einum manni. Við
eigum mjög mikið inni,“ sagði
Karen að lokum. - gmi
Allt lélegt hjá okkur
Ísland heldur til Tékklands með tólf marka tap á bakinu eft ir fyrri leik liðanna
í umspilsrimmu þeirra um laust sæti á HM í Serbíu í lok árs. Stelpurnar okkar
voru langt frá sínu besta og er vonin um þátttöku í fj órða stórmótinu í röð veik.
ÍÞRÓTTIR Íslenska keppnissveitin
sneri heim frá Lúxemborg með 87
verðlaun frá Smáþjóðaleikunum
í farteskinu. Með í för var einnig
fáni leikanna en Ólafur Rafns-
son, forseti ÍSÍ, tók á móti honum
á lokaathöfn leikanna um helgina.
Leikarnir fara næst fram í Reykja-
vík eftir tvö ár.
Árangur Íslands er í takti við
undanfarin ár. Liðið fékk næst-
flest verðlaun þátttökuþjóðanna,
87 talsins, sem er nokkur bæting
frá leikunum fyrir tveimur árum.
Ísland fékk flest verðlaun allra
á átta af fyrstu níu Smáþjóða-
leikunum en síðast gerðist það árið
2001. Íslenska sundfólkið stóð sig
hvað best í ár og fékk 39 verðlaun,
þar af sextán gull.
Markmiðið fyrir leikana hér
heima eftir tvö ár verður að endur-
heimta efsta sætið en Ísland hefur
hlotið alls 414 gullverðlaun frá
upphafi, fjórum minna en Kýp-
verjar sem hafa staðið sig vel á
leikunum síðasta áratug. - esá
Sundfólkið fékk fl est verðlaun
Ísland vann alls 87 verðlaun á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg, þar af 28 gull.
Í STRANGRI GÆSLU Karen Kjartansdóttir, leikstjórnandi íslenska liðsins, var næstmarkahæst í íslenska liðinu en skoraði samt
bara tvö mörk. Ísland skoraði aðeins níu mörk úr opnu spili í leiknum en átta úr vítaköstum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EYGLÓ Bætti Íslandsmet og mótsmet
og vann fjölda verðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/
HANDBOLTI Þýska liðið
Ham burg varð í gær Evrópu-
meistari karla í handbolta
eftir sigur á Barcelona, 30-29,
í fram lengdum úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu í Köln.
Mikil spenna var í leiknum
en markvörðurinn Johannes
Bitter reyndist gulls ígildi
á ögurstundu og átti hann
stóran þátt í sigri sinna manna.
Þetta er stærsti sigur í sögu
félagsins en Hamburg hafði
aldrei áður komist í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar. Þangað
komust þeir með því að leggja
Íslendingaliðið Kiel að velli á
laugardaginn, 39-33. Kiel, sem
Alfreð Gíslason þjálfar, tapaði
svo fyrir Kielce frá Póllandi
í bronsleiknum í gær. Þórir
Ólafsson spilaði ekkert í gær
en hann skoraði eitt mark er
Kielce tapaði fyrir Barcelona í
hinni undanúrslitaviðureign-
inni á laugardaginn.
Guðjón Valur Sigurðsson
átti góða innkomu í lið Kiel í
gær og skoraði fjögur mörk.
Hann skoraði alls sjö mörk í
leikjunum tveimur um helgina
en Aron Pálmarsson eitt. - esá
Hamburg kom, sá og sigraði í Köln
MEISTARAR Leikmenn Hamburg fagna í gær.
Gull Silfur Brons
Sund 16 15 8
Frjálsar 6 10 9
Karfa 0 1 1
Fimleikar 5 0 8
Júdó 0 1 3
Skotfimi 1 2 1
Alls 28 29 30
Verðlaun Íslands