Fréttablaðið - 03.06.2013, Qupperneq 54
3. júní 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26
„Þetta hefur verið draumur hjá
okkur í þó nokkurn tíma,“ segir
Oddur Snær Magnússon, sem
ásamt félögum sínum, Ívari Emils-
syni og fatahönnuðinum Guðmundi
Hallgrímssyni, sem er einnig
þekktur sem Mundi, stofnar tölvu-
leikjafyrirtæki í Berlín.
Fyrirtækið heitir Klang en bæði
Oddur og Ívar eiga að baki mörg
ár hjá tölvuleikjarisanum CCP,
sem forritari og leikjahönnuður.
„Við vorum búnir að viða að okkur
þeirri þekkingu og reynslu sem
við þurftum og fannst einfaldlega
núna vera kominn tími til að kýla
á þetta,“ segir Oddur en þeir Ívar
og Mundi eru þegar fluttir til Berl-
ínar og sjálfur slæst hann í hópinn
eftir helgi. „Þetta er allt að fara af
stað núna og á byrjunarreit. Við
erum að ákveða hvar við ætlum
að búa og svo framvegis.“
Ástæðan fyrir því að Berlín
varð fyrir valinu er einfaldlega að
borgin heillaði. Mundi hefur hingað
til verið betur þekktur sem fata-
hönnuður en gera má ráð fyrir því
að hann hafi eitthvað að gera með
útlit tölvuleikja fyrirtækisins að
gera. Oddur vill sem minnst segja
um þau mál enn sem komið
er. „Við erum eins og
fullskipuð hljómsveit.
Allir leggja sitt af
mörkum og það
eru spennandi
tímar fram
undan.“ - áp
Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín
Oddur Snær stofnar tölvuleikjafyrirtæki ásamt félögum sínum Ívari og Munda fatahönnuði.
➜ Nafnið Klang er vísun í
teiknimyndasögur og þýðir ein-
faldlega læti.
TIL BERLÍNAR Oddur
Snær stofnar tölvu-
leikja fyrirtæki ásamt
Munda og Ívari.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Jú, viðbrögð fólks eru oft skrítin.
Það kallar, bendir og tekur myndir.
Mér þykir Íslendingar yfirleitt
frekar rólegt fólk en svo er ekki
þegar þeir sjá okkur,“ segir Davíð
Þór Þorvaldsson, lögfræðingur og
einn af stofnendum ferðaþjónustu-
fyrirtækisins Sway Reykjavík.
Fyrir tækið býður upp á leiðsögn
um höfuðborgina á Segway-farar-
tækjum og er hið fyrsta sinnar teg-
undar í Reykjavík.
Davíð Þór og eiginkona hans,
Linda Björg Sigurjónsdóttir, reka
Sway Reykjavík ásamt for eldrum
hennar, Sigurlaugu Sigurpáls-
dóttur og Sigurjóni P. Stefánssyni,
og er fyrirtækið því sannkallað
fjölskyldufyrirtæki. Davíð viður-
kennir að það hafi kostað töluverða
fjármuni að koma fyrirtækinu á
koppinn, enda eru Segway-tækin
dýr í kaupum. „Við erum með átta
stykki, eitt fyrir leiðsögumann og
sjö fyrir viðskiptavini. Leið sögnin
fer yfirleitt fram á ensku en við
stefnum á að bjóða upp á leiðsögn á
öðrum tungumálum bráðlega.“
Hjónin tóku á móti fyrstu við-
skiptavinum sínum í mars og leiðir
Linda nú nokkra hópa á dag um
hjólastíga borgarinnar. Spurður út
í hugmyndina að fyrirtækinu segist
Davíð hafa farið í svipaða ferð um
Kaupmannahöfn í fyrrasumar.
„Mér fannst þetta skemmtileg nýj-
ung og hugmyndin að Sway Reykja-
vík varð til í kjölfar ferðarinnar.“
Leiðin sem farin er liggur meðal
annars um Gróttu, Ægisíðu, Öskju-
hlíð og Tjörnina og tekur hver ferð
um tvær klukkustundir. Fjórtán
ára aldurstakmark er í ferðirnar en
Davíð segir tækin engu hættulegri
en venjuleg reiðhjól. „Ef eitthvað
fer úrskeiðis stígur maður bara af
tækinu,“ segir hann að lokum.
sara@frettabladid.is
Leiða ferðamenn um
Reykjavík á Segway
Hjónin Linda Sigurjónsdóttir og Davíð Þorvaldsson reka saman fyrirtækið Sway
Reykjavík. Heimamenn reka upp stór augu þegar þeir mæta hópum á Segway.
SKEMMTILEGUR FERÐAMÁTI Hjónin Linda Björg Sigurjónsdóttir og Davíð Þór
Þorvaldsson reka saman ferðaþjónustufyrirtækið Sway Reykjavík. Þau bjóða upp á
ferðir um höfuðborgina á Segway-farartækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Segway-farartækin komu fram á sjónarsviðið árið 2001 og eru hugarfóstur
Bandaríkjamannsins Deans Kamen. Nafn tækisins er samsett úr tveimur
orðum; segue, sem þýðir fyrirhafnarlaus breyting, og way, sem þýðir leið.
Segway-ferðir eru vinsælar víða um heim og er meðal annars boðið upp
á slíkar ferðir í Washington DC, Chicago, Kaupmannahöfn, París, Berlín,
Búdapest, Vínarborg og nú Reykjavík. Ferðamátinn er umhverfisvænn og
þægilegur og því skal engan undra að vinsældir slíkra ferða fari vaxandi.
Umhverfisvænn ferðamáti
„Ég hlusta rosalega mikið á Bob
Dylan og hef gert síðan ég var
unglingur. Hann er alltaf með svo
mikla og góða texta. Gotta Serve
Somebody er að mínu mati með
hans betri lögum.“
Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, eigandi
Reykjavík Ink.
MÁNUDAGSLAGIÐ
Save the Children á Íslandi
„Við erum búnar að vera þjakaðar
af þessari kvenlægu hógværð
og hræðslu um að vera ekki full-
komnar alltof lengi. Nú ákváðum
við samt að segja bless við það allt
saman og leyfa okkur að skína,“
segir tónlistarkonan Jóhanna Vala
Höskuldsdóttir, sem ásamt Sigríði
Eiri Zophoníasardóttur hefur nú
stofnað hljómsveitina Eva.
Jóhanna Vala og Sigríður eru
báðar samkynhneigðar og svo
skemmtilega vill til að kærustur
beggja heita Eva. Hljóm sveitin
var því nefnd í höfuðið á kær-
ustunum. „Við semjum rosalega
mikið af ástar lögum til þeirra
en við leggjum áherslu á að vera
ein lægar, einfaldar og kósý og
semjum alla textana frá hjartanu,“
segir Jóhanna Vala en þær stöllur
semja öll sín lög sjálfar.
Eva spilar á sínum fyrstu opnu
tónleikum á Café Rosenberg í kvöld
og er miðaverðið á tónleikana 1.000
krónur. „Svo verður líka hægt að
borga inn á tónleikana með mat,
þá helst mjólkurvörum,“ segir
Jóhanna Vala en hún ætlar sér að
verja júnímánuði án þess að eyða
einni einustu krónu. Hún er þegar
búin að greiða fyrir leiguna út
mánuðinn og stefnir á að það verði
öll hennar útgjöld. „Ég er af kyn-
slóðinni sem fékk visa-kort í pósti
18 ára og hringir bara í bankann til
að fá hærri yfirdrátt. Mig langar
að sjá hversu háð neyslunni ég er
og hvort ég komist af með minna
en ég tel mig þurfa í dag. Ég er
skíthrædd við þetta en veit að ég
er aldrei að fara að svelta, í versta
falli er fullt af fínum mat í gám-
unum í Reykjavík,“ segir hún. - trs
Lesbíur syngja til kærastanna
Kærustur beggja heita Eva og hljómsveitin er nefnd í höfuðið á þeim.
HLJÓMSVEITIN EVA Þær Jóhanna Vala
og Sigríður Eir leggja áherslu á að vera
einlægar, einfaldar og kósý.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI