Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 12
4. september 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Þ essi lög eru ágæt að mörgu leyti en kunna að ganga of langt. Þau eru ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóða að leiðarljósi.“ Þessi ummæli Þóreyjar Þórðardóttur, framkvæmda- stjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, í Fréttablaðinu í gær lýsa dálítið óvæntu skilningsleysi á löggjöfinni um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Þórey var að verja það að sjö lífeyrissjóðir uppfylla ekki skilyrði laganna, sem tóku gildi í byrjun mánaðar- ins. Hjá fimm sjóðum vantar eina eða tvær konur í stjórn til að uppfylla skilyrði laganna og hjá tveimur vantar karl. Þórey bendir á að í sumum tilvikum sé uppistaða sjóð- félaga af öðru kyninu, eins og til dæmis í Lífeyrissjóði hjúkr- unarfræðinga. „Það er allt hægt, það er hægt að búa til einhverja fléttulista en þá getur það líka verið þannig að það sé verið að ýta fólki út vegna þess að það er af öðru hvoru kyni. Það eru kostir og gallar í þessu,“ sagði Þórey í Fréttablaðinu og boðaði að Landssamtökin tækju málið upp við nýja ríkisstjórn. Í gær sendu samtökin reyndar frá sér yfirlýsingu og sögðust ekki ætla að beita sér fyrir breytingum á lögunum – sem er skynsamlegri afstaða. Það var alveg deginum ljósara þegar lögin voru sett að þau myndu hafa í för með sér að fólki yrði ýtt út úr stjórnum hluta- félaga eða lífeyrissjóða af því að það væri af öðru hvoru kyninu. Í yfirgnæfandi meirihluta tilvika á það við um karla, af því að þeir voru í yfirgnæfandi meirihluta í stjórnum áður en lögin voru sett. Óhjákvæmilega gat það í örfáum tilvikum þýtt að kona missti stjórnarsæti en á heildina litið jafnast valdahlutföll kynjanna í viðskiptalífinu verulega fyrir tilstilli lagasetningarinnar. Við skulum ekki gleyma af hverju lögin voru sett. Þrátt fyrir hástemmdar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um árabil um að nú ætti að laga hlut kvenna í stjórnum gerðist ekki neitt. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Fyrirtækin, líf- eyrissjóðirnir þar með taldir, gátu sjálfum sér um kennt. Svo gætu býsna margir framámenn í atvinnulífinu sagt eins og Þórey að lögin séu ágæt en bara alls ekki hönnuð með hagsmuni þeirra fyrirtækis eða greinar að leiðarljósi. Stóru fyrirtækin í flutningabransanum gætu til dæmis bent á að þar störfuðu aðal- lega karlmenn, karlmenn væru yfirgnæfandi í hópi eigenda og stjórnenda, sömuleiðis í forsvari fyrir flesta stærstu kúnnana og löng hefð fyrir því að nánast eingöngu karlar skipuðu stjórnina. Og hætt við að einhver þyrfti að víkja úr stjórn vegna kynferðis síns út af þessum árans kynjakvóta og einhverjum fléttulistum. Eitt af sjónarmiðunum að baki lagasetningunni er að fyrir- tækjum þar sem sjónarmið jafnt karla sem kvenna fá vægi við stjórnarborðið sé einfaldlega betur stjórnað en öðrum. Það sýna margvíslegar rannsóknir. Það hlýtur að eiga við um lífeyrissjóð- ina líka, alveg burtséð frá kynjasamsetningu sjóðfélaganna. Á sínum tíma báðu Landssamtök lífeyrissjóða um að gildis- töku laganna yrði frestað um ár en höfðu ekki erindi sem erfiði. Hefði ekki verið sniðugra hjá forsvarsmönnum Lífeyrissjóðanna að segja bara að þeir hefðu ekki náð að uppfylla skilyrði laganna í tíma og ætluðu að vera snöggir að laga það en að bjóða upp á röksemdafærslu sem heldur engum þræði? Henta lög um kynjajafnrétti ekki lífeyrissjóðum? Illa hönnuð lög? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikn- inga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikn- ingar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðast liðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismanna- kerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfir- gefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB- aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðn- ingur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildar- viðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum. Mér krossbrá EVRÓPUMÁL Elín Hirst alþingismaður ➜ Andreasen segir ríkisstjórn Ís- lands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðum... 18. - 25. janúar 2014 Fararstjórar: Steingrímur Birgisson og Guðmundur K. Einarsson Verð: 229.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Saalbach - Hinterglemm hefur stundum verið nefnd skíðaparadís Alpanna. Púðursnjór, fjölbreyttar brekkur og kristaltært loft lætur engan ósnortinn. Saalbach - Hinterglemm ...þegar allir eru dauðir? Grímur Gíslason, Eyjamaður og for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi, skellir fram í hinni fyrirsjáanlegu umræðu um framlög ríkis til menningar og lista: „Ætli væri ekki hægt að reka Landsspítala Háskóla- sjúkrahús á ári fyrir það sama og fer til menningar og lista.“ Hann segir réttilega að standa verði vörð um grunnþjónustu, líkt og heilbrigðisþjónustu, en segir um mikilvægi menningar fyrir samfélagið: „Við höfum lítið við menningu að gera þegar allir eru dauðir“. Þegar þessi ofurhvassa röksemdarfærsla er yfirfærð á önnur svið má sjá að það er ýmislegt sem maður hefur lítið að gera við þegar allir eru dauðir. Framlög til stjórnmálaflokka? Stjórnmál skipta engu þegar allir eru dauðir. Peningar til íþrótta- og ungmennastarfs? Við spilum ekki fótbolta þegar allir eru dauðir. Strámennskan er ekkert grín Auðvitað er fráleitt að draga upp þessa mynd hér að ofan. Á lærðu máli kallast þetta að reisa strámenn. En það er Grímur líka að gera því að í grunninn snýst málið auðvitað ekki um að velja milli menningar og Landspítalans. Þetta að koma rekstri ríkisins í jafnvægi, en slík forpokun er ekki sæmandi. Og ef einhver heldur að slík sýn á heiminn sé bundin við jaðarhópa eða áhrifalitlar kreðsur innan stjórnmálaflokka má minnast þess að nú sitja á Alþingi einstaklingar sem hafa verið gerðir afturrækir með yfirlýsingar um að slá eigi af listamannalaun og á síðasta þingi hrutu gullmolar eins og að ef listafólk gæti ekki séð sér farboða með sölu verka sinna ættu það að fá sér vinnu „eins og venjulegt fólk“. Illa farið með góðan málstað Framlög ríkis til lista og menningar má styðja með beinhörðum rökum þar eð sýnt hefur verið fram á að „skapandi geirinn“ veltir um 190 milljörðum á ári og skapar um 10.000 störf. Þess vegna gerir skáldið Sjón sér engan greiða með því að úthúða Eyjamönnum og setja þá alla með groddalegum hætti undir einn rökþrota hatt. thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.