Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 30
4. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22
Heimili fatahönnuðarins Alexand-
ers McQueen er nú til sölu á rúm-
lega einn milljarð króna. McQueen
hafði fest kaup á þriggja herbergja
lúxusíbúð í London stuttu áður en
hann lést árið 2010.
Hönnuðurinn hugðist endur-
hanna íbúðina og hafði margoft
talað um það í viðtölum hversu
spenntur hann væri að flytja inn í
nýju íbúðina við Dunraven-stræti
í London. Hann hafði sérstakan
áhuga á því breyta eldhúsinu og
hlakkaði mikið til að elda gómsæt-
an mat fyrir vini sína og fjölskyldu.
McQueen náði ekki að fl ytja inn
Draumaheimili Alexanders McQueen sem lést árið 2010 hefur verið sett á sölu.
ÍBÚÐIN TIL
SÖLU Íbúð
fatahönnuðar-
ins Alexander
McQueen fæst
keypt fyrir einn
milljarð króna.
NORDICPHOTOS/GETTY
Sjálfbærni er mér ofarlega í
huga og ég nýti talvert tilfallandi
efni í verkin mín,“ segir Gunn-
hildur Þórðardóttir listakona,
sem opnar sýninguna Áframhald
í Listasafni Reykjanesbæjar á
morgun, fimmtudag, klukkan
18. Titillinn vísar bæði í áfram-
haldandi þróun listamannsins
og endurvinnslu þeirra efna sem
verkin eru gerð úr.
Gunnhildur kveðst sækja inn-
blástur til bernskuárana í Kefla-
vík, hluta tengdra sjómennsku,
náttúru og mannvirkja á Reykja-
nesinu. „Verkin eru litrík og hluti
sýningarinnar er innsetning sem
er ætluð yngri gestum safnsins,“
segir hún en sjálf á hún fjóra
stráka á aldrinum sex mánaða til
níu ára.
Sýningin er liður í dagskrá
Ljósanætur en stendur til 27.
október og aðgangur er ókeypis.
- gun
Bernskuárin
eru innblástur
REGNBOGAKLETTAR Eitt verka Gunn-
hildar í Listasafni Reykjanesbæjar.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MIÐVIKUDAGUR
4. SEPTEMBER 2013
Fræðslufundir
20.00 Rannsóknarkvöld Félags
íslenskra fræða fer fram í Hljóðbergi í
Hannesarholti, Grundarstíg 10, í kvöld.
Ásta Svavars dóttir cand. mag. í íslenskri
málfræði og rannsóknardósent á Árna-
stofnun flytja fyrirlesturinn Af erlendri
rót. Í fyrirlestrinum verður fjallað um
máltengsl, máláhrif og afleiðingar
þeirra í tungumálinu. Allir velkomnir.
Uppákomur
19.00 Í kvöld stendur Aarona Pichin-
son, jógakennari frá New York, fyrir
óvenjulegum jógatíma í Hörpu. Um
er að ræða jóga með lifandi tónlist,
flutta af íslenskum tónlistarmönnum.
Þetta er ókeypis viðburður, tveggja
tíma upplifun fyrir líkama og sál.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig
er hægt að skrá þá inni á visir.is.
OPIÐ MÁN-FÖS 9-18 | LAU 10-16 | ÁRMÚLI 40 | S: 517 4600 | WWW.MARKID.IS
Birt með fyrirvara um myndbrengl og prentvillur
Allir sem kaupa hjól í Markinu
fá aðild að þjónustusamningi í 6-12 mán.
FJALLAHJÓL - DÖMUHJÓL - GÖTUHJÓL - BARNAHJÓL - FATNAÐUR - HJÁLMAR O.FL.
SÍÐUS
TU
KOMDU VIÐ OG
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
60%
AFSLÁTTUR
ALLT AÐ
Ekki gleyma að
leika þér
Mikið úrval
Innifalið í þjónustusamningi:
Almenn yfirferð á hjólinu, stilling á gírum
og bremsum í 6-12 mánuði
10% afsláttur af vinnu á verkstæði og hjólavörum
Hámark 2 virkir dagar biðtími á verkstæði
20% afsláttur af hjálmi
DAGAR
NIR!
Jennifer Lopez og Harry Connick
Jr. koma til með að taka sæti dóm-
ara í sjónvarpsseríunni sívinsælu
American Idol, sem hefur göngu
sína um áramótin í þrettánda sinn.
Þau koma til með að taka sætin af
þeim Mariah Carey og Nicki Minaj,
sem hafa báðar opinberlega lýst yfir
óánægju sinni með þættina.
Þannig munu þau Jennifer Lopez
og Harry Connick Jr. taka sér sæti
við hlið Keith Urban í dómara-
panelnum. Randy Jackson kemur
einnig til með að snúa aftur í þætt-
ina. - ósk
Nýir dómarar í Idol
Jennifer Lopez sest í dómarasæti í American Idol.
DÓMARI Jennifer Lopez dæmir í
Idolinu. NORDICPHOTOS/GETTY