Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 32
4. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
„Það er rosalegur sigur fyrir mig
að fá svona flott og virt verðlaun,
þarna er ég kominn í hóp efnilegra
listamanna,“ segir myndlistar-
maðurinn Davíð Örn Halldórs-
son, sem hlaut nýverið hin virta
Carnegie-styrk. Þetta er í ellefta
sinn sem Carnegie-verðlaunin eru
veitt og tóku sautján norrænir
listamenn þátt í ár.
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu
þrjú sætin og að auki er veittur
styrkur til yngri listamanns upp
á 100.000 sænskar krónur, eða
tæplega tvær milljónir íslenska
króna. „Ég fékk styrkinn sem er
veittur ungum og efnilegum lista-
mönnum og fer í framhaldi af því
til Stokkhólms á opnun sýningar-
innar Carnegie Art Award 2014 í
Konstakademien,“ útskýrir Davíð
Örn, sem útskrifaðist úr mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands
árið 2002 og hefur síðan þá haldið
fjölda sýninga bæði hér heima sem
og erlendis.
„Sýningin í Konstakademien
mun standa í eitt til tvö ár og veita
mér tækifæri til þess að sýna á
fleiri listasöfnum í Evrópu og
eflast og opna einhverjar dyr fyrir
mig í framtíðinni.“
Davíð Örn sýnir fimm verk á
sýningunni og hafa þau meðal
annars skírskotun til popplistar,
vegglistar og listasögu. „Ég nota
blandaða tækni þar sem ég mála
og spreyja á viðarplötur með
iðnaðar málningu og tússlitum.
Þetta er ekki hefðbundin tækni en
ekkert of skrítin heldur.“
Það er í nógu að snúast hjá Davíð
Erni um þessar mundir, en í októ-
ber tekur hann þátt í samsýningu
í Artíma Gallerí í Reykjavík og
síðar í Leipzig auk þess sem hann
undirbýr einkasýningu í Gallerí
Þoku. - áo
Mun efl aust opna einhverjar dyr
Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlýtur hinn virta Carnegie-styrk í ár.
HLÝTUR VIRT VERÐLAUN Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut hinn virta
Carnegie-styrk í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
HROSS Í OSS KL. 6 - 8
2 GUNS KL. 6 / ELYSIUM KL. 8 - 10
KICKASS 2 KL. 10
-H.G., MBL -V.G., DV
-T.V. - BÍÓVEFURINN.IS / SÉÐ & HEYRT
“SPARKAR FAST Í MEIRIHLUTANN Á AFÞREYINGARMYNDUM
SUMARSINS. FÍLAÐI HANA Í BOTN.”
„ÆSISPENNANDI!“
- ENTERTAINMENT WEEKLY
ÖRLÖG HEIMSINS ERU Í HANS HÖNDUM
ELYSIUM KL. 5.30 - 8 - 10.25
ELYSIUM LÚXUS KL. 8 - 10.25
HROSS Í OSS KL. 6
FLUGVÉLAR 2D / 3D ÍSL TAL KL 3.20
KICK ASS 2 KL. 8 - 10.20
PERCY JACKSON KL. 3.20 - 8
2 GUNS KL. 5.30 - 8 - 10.30
2 GUNS LÚXUS KL. 5.30
STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 - 5.40
GROWN UPS KL. 10.20
HROSS Í OSS KL. 6 - 8 - 10
ELYSIUM KL. 5.30 - 8 - 10.25
PERCY JACKSON KL. 5.40 - 8
2 GUNS KL. 8 - 10.30
STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 5.40
WAY WAY BACK KL. 10.20
Miðasala á: og
„HROSS Í OSS ER AFAR FRUMLEG
OG ÁHUGAVERÐ MYND“
-H.S., MBL
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
VARIETY
ROGER EBERT
COSMOPOLITAN
JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE
SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD
NEW YORK TIMES
SAN FRANCISCO CHRONICLE
ELYSIUM 5.30, 8, 10.40(P)
KICK ASS 2 8, 10.30
2 GUNS 10.30
STRUMPARNIR 2 5.30 2D
PERCY JACKSON 5.30
T.V. - Bíóvefurinn
-H.G., MBL
5%
„Það eru þrjú stopp í túrnum. Höfn
í kvöld, Egilsstaðir á morgun og
Akureyri á föstudag,“ segir uppi-
standarinn og listamaðurinn Hug-
leikur Dagsson, sem hefur uppi-
standstúr sinn á Höfn í Hornafirði
í kvöld.
Sýningin ber titilinn Djókaín og
á meðal umfjöllunarefna Hugleiks
eru klámvæðingin, íslenska tungu-
málið, barneignir og hákarlar.
„Þetta er hálfgerð „best of“ sýn-
ing. Ég fer með efni alveg frá því
ég byrjaði í uppistandi. Sýningin er
um sjötíu mínútur að lengd, nema ég
sé æstur og tali hratt, þá gæti hún
verið styttri.“
Aðspurður segir hann ekki erfitt
að standa einn á sviði í svo langan
tíma. „Þegar fyrsti hláturinn heyr-
ist verður maður nokkuð öruggur og
vill helst ekkert fara af sviðinu. En
svo er maður aldrei betri en salur-
inn, ef hann er ekki í stuði dett ég
ekki í stuð. Þetta er svolítið eins og
samtal, nema að það er bara ég sem
má tala,“ segir hann að lokum. - sm
Uppistandstúrinn
hefst á Höfn
Hugleikur Dagsson er á uppistandsferð um landið.
DJÓKAÍN Hugleikur Dagsson hefur
uppistandstúr sinn um landið á Höfn í
Hornafirði í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Árvökulir vegfarendur og löghlýðnir birta stundum myndir á Facebook
þegar þeim ofbýður yfirgangur annarra.
Appelsínugulur jeppi komst til dæmis í
fréttir eftir að það náðist mynd af jepp-
anum í tveimur stæðum. Eigandinn
þekktist af skráningarnúmerinu, sem
birt var með. Ég rek oft augun í svona
myndir og satt að segja spekúlera
ég ekki mikið í þeim, þannig. Það
fer svo sem eftir því hvoru megin
ég fór fram úr þann morguninn, ég
viðurkenni það. Dagsformið er mis-
jafnt og suma daga er vel hægt að
láta svona hluti fara í taugarnar á
sér. Svona rífleg bílastæðanotkun er
enda hvimleið og tillitsleysi við næsta
mann.
ÉG gat þó ekki annað en furð-
að mig á því hversu oft sá app-
elsínuguli náðist á mynd. Var
þetta alltaf sami myndasmið-
urinn? Vænisýkin náði tökum
á mér og ég sá fyrir mér að
flokkur fólks væri á ferðinni
um bæinn, sem sjálfskipaðir
löggæslumenn götunnar með
myndavélarnar á lofti, eltandi uppi leppa-
lúða sem höguðu sér eins og fífl.
FÓLK er fífl og ég líka. Ég hafði því
varann á mér, dauðs lifandi fegin að vera
ekki á bílnum þennan dag. Varla væri
hægt að hanka mig á fæti. Kófsvitnaði
þegar ég gleymdi mér svo og hljóp yfir
götu án þess að þar lægi gangbraut.
Skimaði í kringum mig eftir snjallsíma
á lofti og flassblossa. Ég gat ekki vitað
hvar hinir sjálfskipuðu drægju mörkin.
Þetta var meira að segja í nánd við
barnaskóla!
ÉG stytti mér hugsunarlaust leið yfir
grasflöt þó að malbikaður göngustígur
lægi við hliðina á mér og bætti þar með
gráu ofan á svart. Ég þorði ekki að líta
upp og gekk því í veg fyrir hjólreiðamann
sem nauðhemlaði, var hann með mynda-
vél?
ÉG hljóp við fót, rak mig utan í en gaf
mér ekki tíma til að stoppa. Hélt áfram
að hlaupa og dró hettuna upp fyrir haus.
Ef hinir sjálfskipuðu næðu af mér mynd
ætlaði ég ekki að þekkjast.
Á fl ótta undan fl assblossum
Tískuveldið Calvin Klein vildi fá
fótboltastjörnuna David Beckham
til þess að sitja fyrir í nýjustu
nærfataherferð fyrirtækisins. Því
varð ekki að ósk sinni í þetta sinn,
þar sem umboðsmenn Beckhams
töldu hann vera of frægan fyrir
hlutverkið. Í stað Beckhams fékk
fótboltastjarnan Freddie Ljung-
berg, sem spilaði fyrir Arsenal á
sínum, tíma hlutverkið. Ljungberg
fetar þarna í fótspor leikarans
Mark Wahlberg, sem vakti mikla
lukku sem Calvin Klein-fyrirsæta
á síðasta ári.
Of frægur fyrir
Calvin Klein
OF FRÆGUR David Beckham þykir of
frægur fyrir fyrirsætustörf. NORDICPHOTOS/GETTY