Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 14
4. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 14
Í fréttum Ríkisútvarpsins
mánudaginn 2. septem-
ber baðst rektor Háskóla
Íslands afsökunar á þeim
óþægindum sem aftur-
kölluð ráðning stunda-
kennara við skólann
kynni að hafa valdið. Að
sögn rektors hefur komið
í ljós í málinu að verk-
lagsreglur skólans varð-
andi ráðningu stunda-
kennara hafi ekki verið
nægilega skýrar og að
þær verði endurskoðaðar
á næstu dögum. Vegna þessar-
ar miklu uppgötvunar er vert að
rifja upp nokkur söguleg atriði.
Í lok árs 2009 stofnuðu stunda-
kennarar við Háskólann með sér
félagið Hagstund. Ástæðan var
sár óánægja með kjör hópsins, en
jafnframt var ætlunin að þrýsta
á um hvers kyns um bætur varð-
andi réttindamál. Næstu miss-
erin sendi félagið stjórnendum
Háskólans ýmis erindi og átti
marga fundi með stjórnsýslunni.
Meðal þess sem sérstök áhersla
var lögð á var að bæta þyrfti
ráðningamálin – þar sem ekki
væri hægt að tala um eiginlegan
ráðningarsamning, engin tilraun
væri gerð til að skilgreina rétt-
indi og skyldur stundakennara
og að mikið misræmi væri milli
einstakra deilda skólans í þessum
efnum.
Kvartað til Umboðsmanns
Þótt Háskólinn segðist sýna
umkvörtunum félagsins mikinn
skilning bólaði ekkert á úr bótum
og fór svo að lokum að Hag-
stund kvartaði til Umboðsmanns
Alþingis á árinu 2012. Umboðs-
maður sendi HÍ í kjölfarið ítar-
legar spurningar um hvernig
ráðningarmálum stunda-
kennara væri háttað. Í
svari skólans í september
á síðasta ári, sem undir-
ritað var af rektor, kom
glögglega í ljós í hvílíkum ólestri
málin væru og vinnubrögð mis-
munandi milli deilda.
Í júní í fyrra sendu Hagstund,
BHM og Félag háskólakennara
sameiginlegt erindi til Háskól-
ans þar sem óskað var eftir stofn-
un samráðsnefndar um málefni
stundakennara og réttindi þeirra.
Ellefu mánuðum síðar, að und-
angengnum áréttingum, meðal
annars með opnu bréfi í Frétta-
blaðinu og að lokum fyrirspurn
frá Umboðsmanni Alþingis um
gang mála, barst svar Háskólans.
Það var á þá leið að skólinn væri í
sjálfu sér hlynntur því að mynd-
aður yrði starfshópur en að rétt-
ast væri að fjármálaráðuneytið
stæði fyrir slíku.
Það er því kátlegt að fylgjast
nú með undrun stjórnenda HÍ
yfir því að ráðningamál stunda-
kennara við stofnunina séu í
molum. Erfitt er að hafa samúð
með Háskólanum í þessu máli,
enda hefur hann meðvitað ýtt því
á undan sér. Vonandi verður upp-
ákoma liðinna daga þó til þess að
stofnuninni skiljist loksins að það
er allra hagur að skýra með full-
nægjandi hætti réttindi og skyld-
ur stundakennara.
Íslenskur leigumarkaður er
rústir einar. Verðið er upp-
sprengt og réttur leigjenda
í besta falli óljós. Óvissan
sem fylgir því að þurfa að
yfirgefa húsnæði sitt með
nokkurra vikna til nokk-
urra mánaða fyrirvara er
afar mikil og er í ósamræmi
við til að mynda réttindi
húseigenda. Lítið framboð
og mikil eftirspurn eftir
leiguíbúðum hefur hækk-
að leiguverð fram úr öllu
hófi en talið er að um 2000 leigu-
íbúðir vanti til að anna þeirri eftir-
spurn. Sumir leigjendur eru heppn-
ir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur
þýðir að ekki er setið við sama borð.
Hið opinbera getur heilmikið gert í
málum leigjenda og hefur til þess
ógrynni verkfæra. Með sameigin-
legu átaki ríkis og sveitarfélaga
væri hægt að stórbæta stöðu leigj-
enda með því að auka réttindi þeirra
og skyldur.
Hvað er til ráða?
Gott og vel. En hvað geta sveitar-
félögin gert? Þau geta til að mynda
markað sér stefnu að útvega lóðir
og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þann-
ig gæti sveitarfélagið orðið hluti
af byggingafélagi eða leigufélagi
og nýtt styrk sinn innan bæjar-
marka viðkomandi sveitarfélags.
Reykjavíkurborg hefur nú þegar
sett fram metnaðarfulla áætlun í
þessum efnum en í Kópavogi, næst-
stærsta sveitarfélagi landsins, ómar
eftirspurnin um allt og virðist sem
hugmyndafræði eða ósamstaða
innan meirihlutans komi í veg fyrir
aðgerðir.
Ekkert er gert í Kópavogi
Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekk-
ert verið gert fyrir leigjendur.
Fyrri meirihluti var langt kominn
með metnaðarfulla áætlun
í málefnum leigjenda, m.a.
með stofnun leigufélags.
Útreikningar um að sá
rekstur myndi standa undir
sér liggja fyrir en slíkt
verkefni strax eftir hrun
hefði hjálpað mikið til að
létta á þeim þrýstingi eftirspurnar
á byggingu íbúða sem henta litlum
fjölskyldum og einstaklingum sem
eru að koma undir sig fótunum.
Fjölbreytni í valkostum á húsnæði
er hluti af nútímasamfélagi, hvort
sem um er að ræða eign, leigu eða
búseturétt. Það er því afar óheppi-
legt að stórt bæjarfélag eins og
Kópavogur hafi í kjölfar meirihluta-
skipta tekið meðvitaða ákvörðun
um að gera ekkert fyrir leigjendur.
Það er dapurlegt að hægrisinnaður
meirihluti sem nú fer með stjórn
Kópavogs vilji af prinsippástæðum
ekki að hið opinbera komi að því að
byggja upp traustan langtíma leigu-
markað. Oddviti meirihlutans hefur
ítrekað bent á að verja þurfi hags-
muni leigusala og aðkoma hins opin-
bera myndi mögulega vega að sam-
keppnisstöðu á leigumarkaði með
lækkun leiguverðs. Á sama tíma og
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, lýsir yfir vilja
ráðuneytis síns til að vera gerandi
á leigumarkaði heyrist ekkert frá
meirihlutanum í Kópavogi. Verk-
færi bæjarfélagsins eru til staðar
á sama tíma og ekkert er gert til
aðstoðar þeim mikla fjölda bæjar-
búa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru
stjórnmálamenn í Kópavogi virki-
lega að standa vaktina fyrir stór-
eignamenn frekar en leigjendur?
Nýlega birtist frétt um
ungan dreng með ADHD
sem vill ekki lifa lengur
vegna þess gífurlega ein-
eltis sem hann hefur orðið
fyrir síðan hann hóf skóla-
göngu sína fyrir tveimur
árum. Já, við erum að tala
um lítinn átta ára dreng
sem langar til þess að
verða engill, því þá muni
loks einhverjir vilja leika
við hann. Þessi saga er
ekki einsdæmi, það þekkj-
um við hjá ADHD samtökunum.
Til samtakanna leitar á hverju ári
fjöldi foreldra vegna erfiðleika í
skóla, eineltis og félagslegrar ein-
angrunar barna sinna.
En hvað gerir það að verkum að
börn með ADHD eru oftar útsett
fyrir einelti og hvernig getum við
brugðist við? Því meira sem við
vitum um röskunina og hinar ýmsu
birtingarmyndir hennar, þeim mun
betur erum við í stakk búin til þess
að skilja einstaklinga með ADHD
og koma í veg fyrir óæskilegar
aðstæður, þar sem þeir geta orðið
fyrir einelti. Lengi vel var því hald-
ið fram að börn með ADHD væru
bara óþekk, skorti aga og um væri
að kenna lélegu uppeldi
foreldra og almennri leti
þeirra til þess að takast á
við foreldrahlutverkið.
Sem betur fer hefur
þetta breyst. Nú vita flestir
að ADHD er taugaþroska-
röskun í heila, sem stafar
af truflun á boð efnum í
stjórnstöð heilans. Helstu
einkenni A DHD eru
athyglis brestur, ofvirkni
og hvatvísi.
Mismunandi
birtingarmyndir
Fáir þekkja hins vegar hinar mis-
munandi birtingarmyndir ADHD,
en skynúrvinnsla barna með
ADHD er að mörgu leyti öðru-
vísi en annarra barna. Þau upplifa
hávaða, snertingu og truflanir í
umhverfinu oft á annan og sterkari
hátt og því geta viðbrögð þeirra oft
orðið mjög ýkt og sjaldnar í sam-
ræmi við það sem við teljum „eðli-
legt“ miðað við aðstæður.
Þá eiga börn með ADHD erfitt
með að lesa í félagslegar aðstæð-
ur. Þau eiga því til að ryðjast inn
í leik annarra og eiga erfitt með
að bíða eftir að röðin komi að sér.
Ekki má heldur gleyma því hve
börn með ADHD eru oft inni-
leg, ástríðufull og hvatvís og geta
þannig stundum stuðað hin börnin í
hópnum. Þar getur samhent starfs-
fólk skóla oft gert kraftaverk með
því að lesa í aðstæður og aðstoða
börn við að koma þeim af stað í
leik með öðrum börnum, þróa með
þeim félagsfærni og styrkja barn-
ið þegar það sýnir æskilega hegð-
un með jákvæðni og hrósi. Jákvæð-
ur bekkjarandi, þar sem lögð er
áhersla á að börnin séu bekkjar-
systkini og alið á samkennd og
væntumþykju, getur líka haft víð-
tæk áhrif utan skólastofunnar.
Við sem samfélag berum líka
ábyrgð á því að fræða börnin okkar
um fjölbreytileika mannlífsins,
virðingu og tillitsemi. Að einelti og
útilokun eða útskúfun einstaklings
sé ekki valkostur eða eins og við
segjum við börnin okkar þegar þau
eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“.
Gamli frasinn sem segir að það
þurfi þorp til þess að ala upp barn
á svo sannarlega enn við í dag.
➜ Við sem samfélag berum
líka ábyrgð á því að fræða
börnin okkar... ➜ Eru stjórnmála-
menn í Kópavogi virki-
lega að standa vaktina
fyrir stóreignamenn...
➜ Erfi tt er að hafa
samúð með Háskól-
anum í þessu máli,
enda hefur hann
meðvitað ýtt því á
undan sér.
ADHD og einelti Villta vestrið
á leigumarkaði
Sjálfskaparvíti
Háskólans
SAMFÉLAG
Björk
Þórarinsdóttir
formaður ADHD
samtakanna
HÚSNÆÐI
Pétur Ólafsson
bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar
í Kópavogi
STUNDA-
KENNARAR
Stefán Pálsson
fv. formaður
Hagstundar
stgr. afsláttur
15-50%
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Einungis í tvo daga: 4. og 5. september frá kl. 10:00-18:00
Tökum til á lagernum