Fréttablaðið - 05.11.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 05.11.2013, Síða 1
SKÓLAR „Það er augljóst að við þurf- um að endurskoða kerfið,“ segir Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra um skort á faglærðum leik- skólakennurum. Í erindi Ingvars Sigurgeirsson- ar, prófessors við kennaradeild Háskóla Íslands, á skólaþingi sveit- arfélaga í gær kom fram að 1.300 faglærða leikskólakennara vanti í leikskóla landsins. Eingöngu ell- efu brautskráist næsta vor. Aðeins 90 hafa innritast í námið á síðustu þremur árum miðað við 205 þrjú ár þar á undan. Námið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2008. Launin hafa þó lítið hækkað. „Það sem fer hvað mest í taug- arnar á mér í þessu máli öllu er hversu margir yppa öxlum yfir þessari stöðu. Mér er gjörsam- lega ómögulegt að skilja þetta andvaraleysi,“ sagði Ingvar á þinginu. Í samtali við Fréttablaðið bendir Ingvar þó á að aðsóknin sé byrjuð að glæðast á ný. „En hvers vegna ættir þú að eyða fimm árum ef það gefur ekki meira til þess að hafa að bíta og brenna?“ spyr hann. Illugi Gunnarsson segir að fjölga þurfi námsleiðum fyrir leikskólakennara og veita ákveðin starfsréttindi að loknu þriggja ára námi og jafnvel fyrr. Ingvar tekur undir að lausn geti falist í þriggja ára námi sem gefi réttindi sem aðstoðarleikskólakennari. Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakenn- ara, telur svarið ekki að minnka námskröfur. „Við teljum þetta vera tímabundið ástand. Aðsókn í námið hefur aukist um fimm- tíu prósent undanfarin tvö ár. En til að sporna við þessari þróun er nauðsynlegt að hækka launin.“ - kak, gar FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 BÍLAR B ílasýningin í Tókýó hefur ávallt verið vettvangur nýj-unga og óvæntra hluta. Fyrir nákvæmlega 50 árum, miðað við síðustu helgi, kom Mazda bílaheiminum í opna skjöldu með algerlega nýrri gerð brunavéla, Rotary-vélinni. Síðan þá hefur þessi vél verið hjartfólgin bílaáhugamönn- um, þrátt fyrir að Mazda hafi nýverið ákveðið að hætta framleiðslu hennar Rot ary-vélin er ólík öðl Benz, General Motors, Rolls Royce og Mazda. Enginn tók þó smíði þeirra í meiri hæðir en Mazda. Rotary-vélar sáust þó frá ýmsum framleiðendum í fólksbílum, sportbílum, trukkum, mótorhjólum, flug- vélum, snjósleðum, go-kart bílum, hjól- sögum, sjóköttum og ofuröflugum keppn- isbílum. Einn bílanna hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum, hinn frægi 787B bíll frá Mazda s Mazda var með 0,8 lítra sprengirými, en Rotary-vélar eru hvað þekktastar fyrir að ná mörgum hestöflum út úr litlu sprengi- rými. Bíllinn var 70 hestöfl og fékk nafn- ið Mazda Cosmo Sport og ók forstjóri Toyo Kogyo þessum sportlega og fríða bíl inn á sýninguna við mikla eftirtekt sýni gesta. Bíllinn fékk fylgdu í kjölfarið. Árið 1967 hafði Mazda fullkomnað Cosmo-bílinn og var vél hans orðin 110 hestöfl með 10A Rotary-vélinni.Er Rotary-draumurinn úti?Rotary-vélin þjáð 50 ÁRA AFMÆLI ROTARY-VÉLARINNAR Rotary-vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu sprengirýminu. Þrátt fyrir kosti Rotary-véla eru ókostirnir svo margir að allir hafa horfið frá framleiðslu þeirra. Mazda RX-8 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2013 FLEIRI HEIMAFÆÐINGAR Heimafæðingum hefur fjölgað nokkuð undanfarin ár. Árið 1980 voru heimafæðingar 0,8% af öllum fæðingum, árið 1990 voru aðeins tvær heimafæðingar en í fyrra voru heimafæðingar 99 eða 2,2% af öllum fæðingum. Þrjár af hverjum fjórum kon-um upplifa einhver óþæg-indi við tíðahvörf. Breyt- ingaaldurinn er í raun frábært aldursskeið þar sem andlegur þroski konunnar er í blóma en honum fylgja oft kvillar eins og hita- og svitakóf, geðbreytingar, leiði og orkuleysi. Chello hefur hjálpað íslenskum konum með frábærum árangri. Chello er alveg náttúrulegt efni sem hjálpað hefur fjölda ís- lenskra kvenna um árabil við þessum kvillum. Efnið jafnar sveiflurnar og slær þannig á hita- kófin. Það eru engir hormónar í þessum töflum og Chello e eitt af fáum ef k ERTU ALVEG AÐ KAFNA ÚR HITA? GENGUR VEL KYNNIR Náttúrulega lausn við hita- og svitakófum. við erum ennþá með 20% opnunar afslátt opnunar- tilboð Ný búð opnar Finndu þinn eigin stíl Astmi og lungnaþembaskerðir súrefni í blóði. Hvað gerir SUPERBEETS? U m b o ð : w w w .v it ex .is Örvar Nitric Oxide framleiðslu strax.30% meiri súrefnisupptaka 30% æðaútvíkkun betra blóðflæði, réttur blóðsykur aukin fitubrennsla, 20% meira þrek, orka og úthald.SUPERBEETS Rauðrófukristall100% lífrænt og því fullkomlega öruggt. Fæst í apótekum, heilsubúðum, World Class og Sportlíf. 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 5. nóvember 2013 260. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Alþingi þarf að sameinast um smíði nýs spítala, skrifar Tryggvi Gíslason. 16 MENNING Ragnhildur Steinunn vann til verðlauna á þýskri hátíð. 30 SPORT Rúrik Gíslason fékk einn leik á varamannabekknum eftir ósætti í Meistaradeildarleik. 26 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla HIGH FAT LOW CARB MENNING „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún Anna Hall- steinsdóttir. Þótt Bergrún Anna heiti alíslensku nafni er móðurmál hennar enska. Hún ólst upp á Nýja-Sjálandi, kom fyrst til Íslands 21 árs og hefur búið hér í sex ár. Bergrún Anna gaf út ljóðabókina Stofu- myrkur í síðustu viku og finnst afar gef- andi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var alla vega mjög opin á meðan ég var að skrifa,“ segir Bergrún Anna og bætir við að hún hafi kviðið fyrir að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíð- inn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta er ekki mitt fyrsta tungumál. Ég var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ - ue / sjá síðu 30 Bergrún Anna kunni bara að segja nafnið sitt á íslensku fyrir sex árum: Lærði íslensku og gefur út ljóð ht.is ÞVOTTAVÉLAR Ráðherra vill bjóða styttra nám fyrir leikskólakennara Aðeins ellefu útskrifast sem leikskólakennarar í vor. Aðsókn að náminu hrundi eftir að það var lengt í fimm ár. Menntamálaráðherra og prófessor í kennaradeild HÍ telja að bjóða þurfi samhliða upp á þriggja ára nám. Aðsóknin að leikskólakennaranámi hrundi eftir að það var lengt. HEIMILD/INGVAR SIGURGEIRSSON DÝFA Í INNRITUN Bolungarvík 3° NA 10 Akureyri 2° A 5 Egilsstaðir 3° A 6 Kirkjubæjarkl. 4° NA 9 Reykjavík 4° A 15 Víða hvasst Í dag verður hvassast sunnan- og vestanlands, 10-20 m/s en hægari vindur annars staðar. Rigning eða slydda sunnan- og austantil. 4 0 55 110 2007 102 2008 89 2009 70 2010 46 2011 23 2012 29 2013 38 AL THANI-MÁLIÐ HAFIÐ Aðalmeðferð í Al-Thani málinu hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrir dóm mættu ásamt lög- mönnum sínum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bank- ans. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Áætlað er að réttarhöldin standi í tvær vikur. Sjá síðu 4 Borgi hærri vexti Eðlilegt að skoða hvort námsmenn sem skila sér ekki heim að námi loknu erlendis borgi markaðsvexti af náms- lánum segir formaður fjárlaganefndar. 10 Vill milljarð frá Símanum Voda- fone krefst 913 milljóna króna auk vaxta af Símanum vegna samkeppnis- brota á liðnum árum. 6 Þjóðarsátt forsenda Forstjóri Lands- virkjunar segir lagningu sæstrængs til Evrópu þurfa að njóta afgerandi fylgis með þjóðinni ef af framkvæmdinni eigi að verða. 8 NOREGUR Maður á fertugsaldri réðst á fólk í rútu í Noregi síðdeg- is í gær. Að minnsta kosti þrennt lét lífið, nítján ára kona frá Sví- þjóð og tveir norskir menn, báðir á sextugsaldri. Annar þeirra var bifreiðatstjórinn en hinn farþegi. Árásarmaðurinn var 31 árs, ættaður frá Suður-Súdan en búsettur í Noregi. Á blaðamanna- fundi í gærkvöld sagðist lögreglan telja hann vera hælisleitanda, en vildi þó ekki staðfesta það. Ekkert var vitað um tilefni árásarinnar. Hann var handtekinn og síðan fluttur á sjúkrahús, sjálfur lítil- lega sár eftir hníf. Árásin var gerð í héraðinu Sogni og Fjörðunum, nánar til- tekið á þjóðvegi 53 milli Árdals og Tyin, en rútan var á leiðinni frá Árdal til Óslóar. Lögregla var um klukkutíma að komast á staðinn, því næsta lög- reglubifreið var í rúmlega 90 kíló- metra fjarlægð. - gb Morð í norskri rútu: Varð þremur að bana með hníf FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.