Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 20
FRÉTTABLAÐIÐ BÍLAR2 5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is 2,0 L DÍSILVÉL, 218 HESTÖFL Fjórhjóladrif Eyðsla 5,1 l/100 km í bl. akstri Mengun 133 g/km CO2 Hröðun 7,0 sek. Hámarkshraði 240 km/klst Verð 10.190.000 kr. Umboð BL BMW 525D XDRIVE BMW 525D XDRIVE Finnur Thorlacius reynsluekur B MW 5-línan hefur verið í framleiðslu í 41 ár og hefur selst í 6,6 milljónum eintaka. Fimm-línan er næst- söluhæst hjá BMW, á eftir 3-línunni, en framleiðsla 5-línunnar skilar engu að síður um 50% hagnaðar allra seldra bíla BMW. Núverandi 5-lína er af sjöttu kynslóð, hún kom fyrst á markað árið 2011. Einhvern veginn hefur þessi bíll, sama af hvaða kynslóð, verið ein- staklega fallegur og á það sann- arlega einnig við nú. Hann er líka af svo réttri stærð og hentar mörgum, frá barnmörgum fjöl- skyldum til forstjóra. Það á ekki alveg eins vel við BMW 3, sem er eiginlega of smár sem góður ferðabíll og með of skert far- þegarými, eða BMW 7, sem er hreinræktuð limósína af ríflegri stærðinni. Það er því ekki nema von að þessi bíll renni út eins og heitar lummur um allan heim og sé sá söluhæsti í sínum stærðar- flokki lúxusbíla á flestum mark- aðssvæðum. Uppáhaldið í heimalandinu Sá bíll sem nú er í boði er af 2014 árgerð. Hann hefur fengið örlitla andlitslyftingu, sem ekki hefur þó haft afgerandi áhrif á útlit bílsins. Framendinn hefur breyst hvað mest og þá helst kringum þokuljósin sem nú eru umlukin krómi. Framluktirnar hafa einn- ig breyst lítillega og útblásturs- rörin. Bíllinn hefur fengið nettari afturljós sem í sjón gerir hann breiðari og voldugri að aftan. Breytingarnar að innan eru enn þá minni og vart hægt að greina muninn milli kynslóða. Það er ekkert skrítið að BMW 5-línan sé vinsæll bíll, því fyrir utan fallegt útlit er hann einstaklega góður akstursbíll. Hann stendur oftast uppi sem sigurvegari í saman- burðarprófunum í sínum stærð- arflokki og hann hefur verið val- inn uppáhaldsbíll Þjóðverja í föð- urlandi sínu. Þessar staðreyndir segja nær alla söguna, en BMW 5 hefur ávallt verið meðal allra bestu akstursbíla og það sannað- ist í reynsluakstrinum. Einstakir aksturseiginleikar Aksturseiginleikar þessa bíls verða seint lofaðir um of og akstri hans er hægt að líkja við að svífa um á silkiskýi. Svo mikið er hægt að leggja á hann við akst- ur að seint verður farið að mörk- um getu hans og mikla dirfsku þarf til þess. Hann svínligg- ur svo í beygjum að leitun er að öðru eins. Samt er þetta vel stór fjölskyldubíll og ekki er dóna- legt að bjóða fjórum farþegum með í för. Reynsluakstursbílinn var eins og svo vel hentar við ís- lenskar aðstæður, fjórhjóladrif- inn eins og nafnið bendir til, þ.e. xDrive. Vélin í reynsluaksturs- bílnum var 2,0 lítra dugleg dísi- vél, 218 hestöfl sem hentar þess- um bíl einkar vel. Hún togar vel á breiðu snúningssviði þó svo upptaka hans við lægsta snún- ing sé ekki svo áhrifarík. Þegar vélin fær hins vegar að snúast að- eins meira tekur fjörið við og frá- bær skipting bílsins skilar afl- inu hressilega. Gripi hjólanna er dreift með hátæknivæddu fjór- hjóladrifi þar sem mest átak fer til þess hjóls sem mestu gripi nær og því er þessi bíll frábær á hálu STENDUR UNDIR LOFINU BMW 5 hefur ávallt verið meðal allra bestu akstursbíla og það sannaðist í reynsluakstrinum. Stendur oftast uppi sem sigurvegari í samanburðarprófunum í sínum stærðarflokki. BMW 5-línan hefur verið valin uppáhaldsbíll Þjóðverja trekk í trekk. BMW 525 er með allra bestu akstursbílum og ekki skaðar útlitið heldur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.