Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 10
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SVÍÞJÓÐ Jan Björklund, menntamála- ráðherra Svíþjóðar, hyggst leggja til breytingar á lögum þannig að sameigin- legt inntökukerfi verði fyrir sjálfstæða grunnskóla og grunnskóla sveitarfélag- anna. Björklund varar samtímis við því að slíkt komi ekki í veg fyrir að sjálfstæðir skólar, sem eru sjálfseignarstofnanir og eiga að vera opnir öllum, hafni ákveðnum nemendum. Í kjölfar afhjúpana sjónvarpsfrétta- manna um að sjálfstæðir skólar hafni erfiðum nemendum eða nemendum sem glíma við námsörðugleika hafa margir krafist breytinga á biðraðakerfinu. Björklund vill að kerfið verði gagn- særra en efast um að lagabreyting leysi vandann. Í viðtali á vef Dagens Nyheter telur hann að flokkunin fari fram fyrir inntöku þegar foreldrarnir hringja til að kanna hvort pláss sé í skólanum. Ráðherrann segir að eftirlitsstofnun með málefnum skólanna verði að fylgj- ast betur með þessum málum. Auk þess sé mikilvægt að foreldrar láti vita þegar þeim finnst að barni þeirra hafi verið hafnað. - ibs Sameiginlegt inntökukerfi fyrir almenna og sjálfstæða grunnskóla boðað af ráðherrra í Svíþjóð: Breyting gagnast ekki erfiðum nemendum JAN BJÖRKLUND menntamálaráðherra Svíþjóðar. NORDICPHOTOS/AFP www.tskoli.is Aukin þekking og færni Skráning og nánari upplýsingar: www.tskoli.is/namskeid | endurmenntun@tskoli.is Sími 514 9602 Fjölbreytt úrval námskeiða við allra hæfi. Hönnun og handverk Bókagerð – handgerðar bækur Búnar eru til bækur úr mismunandi efnum, áferð, formi og litum. Hefst 19. nóvember. Höggvið í stein Kennd eru undirstöðuatriði í almennri steinsmíði og höggverki. Þátttakendur hanna og smíða hlut úr steini. Hefst 5. nóvember. Taulitun og tauþrykk Kenndar eru ýmsar aðferðir við að lita og þrykkja á efni. Hefst 9. nóvember. Málmur og tré Húsgagnaviðgerðir Hefst 26. nóvember. Málmsuða Grunnur. Hefst 2. desember. Framhald. Hefst 11. nóvember. Skipstjórn ECDIS ECDIS rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi. Hefst 9. desember. Hásetafræðsla Hásetafræðsla – aðstoðarmaður í brú. Hefst 11. nóvember. IMDG námskeið Meðferð og flutningur á hættulegum farmi um borð í þurrlestarskipum. Hefst 9. desember. Smáskipanámskeið Kennt í fjarnámi. Opið fyrir skráningu til 8. nóvember. Skemmtibátanámskeið Kennt í fjarnámi. Opið fyrir skráningu til 8. nóvember. Tölvur og upplýsingatækni App fyrir iPhone|iPad Lærðu að búa til þitt eigið app. Helgarnámskeið 23. og 24. nóvember. Hljóðsetning Farið í hljóðsetningu fyrir myndbönd og leiki, helstu aðferðir við upptökur og eftirvinnslu á hljóði. Haldið 9. nóvember. Nuke eftirvinnsla Farið yfir hvernig nota má Nuke í eftirvinnslu á kvikmyndum. Hefst 14. nóvember. jQuery Viltu setja meira líf á vefsíðuna þína með jQuery? Lærðu grunninn á þessu námskeiði. Hefst 18. nóvember. Photoshop fyrir byrjendur Farið yfir helstu tól forritsins, maska og leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir. Hefst 9. nóvember. Revit Architecture Grunnnámskeið. Hefst 2. desember. Revit lagnir Farið í notkun á Revit MEP sem er notað til að setja upp lagnateikningar við mannvirkjahönnun. Hefst 9. desember. SketchUp þrívíddarteikning Hefst 19. nóvember. Tölvuleikjagerð í þrívídd Unity 3D forritið kynnt og búinn til tölvuleikur. Hefst 2. desember. MENNTAMÁL Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn, sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu, um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhvers konar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyr- irspurn á Alþingi þar sem mennta- málaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlend- is greiði markaðsvexti af námslán- unum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið til ráðherranefndar, sem skipaði hópinn, tillögum sínum. Vig- dís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðar- lega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkis- rekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhvers konar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tæki- færin liggja,“ segir Hjördís. Náms- menn sem ætli sér að flytja til ann- ars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í nokkur ár erlendis og kemur svo heim reynsl- unni ríkara. Fólk veit ekki fyrir- fram hvar það endar,“ segir Hjör- dís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landstein- anna. brjann@frettabladid.is Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka náms- lán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu, segir for- maður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér, segir framkvæmdastjóri SÍNE. NÁMSMENN Fjölmargir Íslendingar eru í námi erlendis, til dæmis við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Fimmtugur maður er nú í haldi lögreglunnar á Suður- Jótlandi fyrir að skjóta sautján ára pilt í höfuðið með öflugum loftriffli í Esbjerg á sunnudag. DR segir frá þessu. Pilturinn, sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi með hagl í heilanum, var á skellinöðru þegar skotið var á hann og var því fyrst talið að um umferðaróhapp væri að ræða. Annað kom þó á daginn og maðurinn hefur gengist við því að hafa skotið á piltinn. - þj Maður í haldi í Danmörku: Skaut táning með loftbyssu Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhvers- konar álag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.