Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 16
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Fyrir liggur forhönn-
un að nýjum og glæsileg-
um Landspítala, háskóla-
sjúkrahúsi. Um hönnunina
má lesa á: http://www.nyr-
landspitali.is/nyrlandspi-
tali/islenska/forsida/. Gert
er ráð fyrir að sjúkrahúsið
rísi í áföngum og leysi af
hólmi stóran hluta starf-
semi núverandi Landspít-
ala sem er á 17 stöðum í
100 byggingum á höfuð-
borgarsvæðinu. Ekki þarf
því að bíða – forhönnun
fyrsta áfanga er lokið og unnt að
hefjast handa um leið og Alþingi
hefur tekið um það ákvörðun.
Í kjölfar hrunsins 2008 var
horfið frá smíði nýs háskóla-
sjúkrahúss við Hringbraut. Verk-
efninu var síðan hleypt af stokk-
unum á nýjan leik í nóvember
2009 með viljayfirlýsingu for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra,
heilbrigðisráðherra og lífeyris-
sjóða um fjármögnun verkefnis-
ins.
Árið 2010 voru samþykkt lög
nr. 64/2010 um byggingu nýs
Landspítala við Hringbraut í
Reykjavík. Opinbert hlutafélag,
Nýr Landspítali ohf. – NLSH, tók
til starfa í samræmi við viljayfir-
lýsinguna og nefnd lög í júlí sama
ár. Félagið hefur að markmiði að
bjóða út byggingu nýs Landspít-
ala og er heimilt að gera samn-
inga til að ná markmiðum sínum
á sem hagkvæmastan hátt. Þó
er ekki heimilt að hefja fram-
kvæmdir að loknu útboði fyrr en
Alþingi hefur heimilað þær með
lögum. Í vor ákvað Alþingi að
falla frá ofangreindri leiguleið.
Var lögum frá 2010 því breytt
þannig að verkefnið er nú hefð-
bundin ríkisframkvæmd. For-
gangsröðun Alþingis, er varðar
fjárheimildir í fjárlögum, ræður
því framkvæmdahraða og er því
óvíst hvenær unnt er að hefjast
handa.
Hagkvæm framkvæmd
Í grein sem Alma D. Möller, yfir-
læknir á gjörgæsludeild
Landspítala við Hring-
braut, skrifaði í sumar
segir að í skýrslu norsks
ráðgjafafyrirtækis sé
áætlað, að rekstrar-
legur ávinningur verði
um 2,6 milljarðar á ári.
Hagræðing til ársins
2050 sé að nettónúvirði
2,3 milljarðar sem þýðir
að hagræðing af bygg-
ingunni gerir betur en
að greiða upp bygging-
arkostnað. Væri ekkert
byggt, er niðurstaða samsvar-
andi núvirðisreiknings neikvæð
um 25,3 milljarða. Það er því
mun hagstæðara að byggja nýtt
en að hafast ekki að og er þá
hagur sjúklinganna og starfs-
manna ekki reiknaður til fjár.
Samkvæmt nýrri áætlun er kostn-
aður við byggingu fyrsta áfanga
48 milljarðar og kostnaður vegna
tækjakaupa, endurnýjunar eldra
húsnæðis og fjármögnunar um 36
milljarðar. Gert er ráð fyrir að
byggingartími fyrsta áfanga sé
5 ár. Nettónúvirði reksturs Land-
spítala án nýbyggingar er hins-
vegar verulega neikvætt.
Í greininni bendir Alma D.
Möller á færa leið til að fjár-
magna byggingu nýs Landspít-
ala: að íslenskir lífeyrissjóðir láni
fé til framkvæmdanna. Fjárfest-
ingaþörf lífeyrissjóðanna sé áætl-
uð um 150 milljarðar á ári og fjár-
festingatækifæri séu fábreytt.
Sjóðina skorti heimild til að fjár-
festa í erlendum eignum og trygg-
ir fjárfestingakostir séu fáir
innanlands. „Líklegt er að þátt-
taka í fjármögnun slíkrar fram-
kvæmdar myndi tryggja ávöxt-
un sem væri í takt við þá áhættu
sem þessari fjárfestingu er sam-
fara. Þar að auki er þetta sam-
félagsleg fjárfesting og til hags-
bóta fyrir umbjóðendur þeirra,
lífeyrisþega,“ segir í grein Ölmu
D. Möller. Og hún heldur áfram:
„Fyrir liggur endurskoðun
fjárreiðulaga. Er rætt um að þeim
verði breytt þannig að ríkisstofn-
anir í A-hluta færi fullt rekstrar-
og eignabókhald. Ef fasteignir
LSH yrðu settar í sérstakt fast-
eignafélag, t.d. NLSH ohf., þá
gæti Landspítalinn fengið bygg-
inguna til afnota gegn leigugjaldi
en byggingin yrði færð til eign-
ar hjá fasteignafélaginu. Þá gæti
t.d. NLSH ohf. tekjufært leigu frá
Landspítalanum sem dygði til að
greiða niður fjármagnskostnað-
inn á skilgreindum notkunartíma
eignanna. Slíkar lagabreytingar
myndu gera leiguleiðina mögu-
lega.“
Undir þessi orð má taka. Nú
hafa tíu þingmenn lagt fram
þingsályktunartillögu um bygg-
ingu nýs Landspítala þar sem
segir að Alþingi álykti að fela rík-
isstjórninni að ljúka eins fljótt og
verða má undirbúningi byggingar
nýs Landspítala við Hringbraut í
Reykjavík og hefja byggingu hans
strax að því loknu. Nýr Landspít-
ali ohf. eða ríkissjóður fái heim-
ild til að taka lán fyrir byggingar-
kostnaði, hvort heldur er beint hjá
traustum lánveitendum eða óbeint
með milligöngu ríkisins.
Heilsugæsla frá vöggu til grafar
er einn af hornsteinum samfélags-
ins. Traustur Landspítali sem mið-
stöð lækninga og rannsókna er
undirstaða heilsugæslu í landinu.
Alþingi þarf nú að sameinast um
smíði nýs spítala og gera lífeyr-
issjóðum kleift að lána til fram-
kvæmdanna. Leiðin er greið
og bygging nýs Landspítala við
Hringbraut þolir enga bið.
Nýr Landspítali STRAX
Ríkisstjórn Íslands vekur
náttúruverndarfólki ugg.
Ýmislegt sem gert var til
varnar náttúru landsins á
síðustu árum hefur verið
tekið til baka. Fólk minn-
ist með hryllingi mestu
umhverfisspjalla Íslands-
sögunnar, Kárahnjúka-
virkjunar, sem ákveðin
voru með offorsi þvert
á ráðleggingar fagfólks
og almenna skynsemi.
Sú afstaða og vanþekk-
ing stjórnmálamanna sem birtist
í þeirri framkvæmd hræðir. Þar
fóru framsóknarmenn fremstir,
studdir einstaklingum úr öðrum
flokkum. Hins vegar, ef skoðuð
er saga náttúruverndar á Íslandi,
sést ólík afstaða fyrri tíðar fram-
sóknarmanna og þeirra sem réðu
við Kárahnjúka. Á síðustu öld voru
framsóknarmenn lykilmenn þegar
tekin voru þrjú stærstu framfara-
skref Íslendinga til verndar nátt-
úru landsins, Jónas frá Hriflu
við stofnun Þingvallaþjóðgarðs,
Eysteinn Jónsson þegar sett voru
almenn náttúruverndarlög og
Steingrímur Hermannsson var for-
sætisráðherra þegar umhverfis-
ráðuneytið var stofnað.
Atvinnugreinar og auðlindir
Ferðaþjónusta er hinn nýi, stóri
atvinnuvegur Íslendinga. Hún
byggir á ákveðinni nýtingu nátt-
úruauðæfa þjóðarinnar, rétt eins
og landbúnaður, fiskveiðar og
orkuiðnaður en hefur það fram
yfir þær að hún getur verið sjálf-
bær og það er eingöngu undir
okkur sjálfum komið hvort svo
er. Landbúnaður hefur lengst af
gengið á gróðurauðlind landsins og
deilt hefur verið um, bæði innan-
lands og við aðrar þjóðir,
hvort fiskveiðar Íslend-
inga séu sjálfbærar eða
ekki. Orkuiðnaðurinn er
að stórum hluta ósjálfbær
því að virkjanir hafa stutt-
an líftíma og verða ónýtar
á fáum áratugum. Virkjan-
ir og háspennulínur spilla
jafnframt þeirri auðlind
sem ferðaþjónustan bygg-
ir á, sérstakri og fagurri
náttúru og lítt röskuðum
víðernum.
Íslensk náttúra er ekki aðeins
grunnur ferðaþjónustu, hún er
fyrst og fremst mikilvæg þeim
sem á landinu lifa. Nú óttast
margir fólks- og atgervisflótta, að
Íslendingar sem verið hafa í námi
erlendis komi ekki heim og að vel
menntað fólk leiti til útlanda þar
sem gefast betri kjör en hérlend-
is. Árum saman hefur fólk þó látið
sig hafa það að koma heim og búa
hér, fjölskyldan dregur, upprun-
inn og menningin en ekki er vafi
á því að þar á íslensk náttúra líka
stóran hlut. Það felast í því veruleg
lífsgæði að lifa á Íslandi, hafa tök
á því að upplifa íslenska náttúru
í daglegu lífi, ganga á fjöll, rölta
með árbökkum og ströndum og
njóta ómældrar víðáttu íslenskra
heiðalanda allt árið um kring. Nú
óttast margir skerðingu á þessum
lífsgæðum.
Nauðsynlegt skref til framsóknar
Mörg verðmætustu svæði lands-
ins eru í hættu vegna vanrækslu,
óstjórnar og þess öngþveitis sem
ríkir í stjórnskipan verndarsvæða
og ferðamannastaða á Íslandi.
Þetta eru friðlýst svæði eins og
þjóðgarðar, friðlönd eða náttúru-
vætti, ýmis önnur verndarsvæði í
umsjón ríkisins, s.s. skógræktar-,
landgræðslu- og fornminjasvæði
og loks ýmsar þjóðlendur fyrst og
fremst á hálendi landsins. Þessi
svæði eru undir stjórn fjölmargra
ólíkra stofnana sem falla undir
nokkur ráðuneyti. Skrefið sem
nú þarf að stíga til náttúruvernd-
ar og framfara er að samræma
stjórn þeirra undir einni stofnun.
Meginhlutverk slíkrar stofnunar
væri að standa vörð um þau gæði
landsins sem hafa vísindalegt eða
fagurfræðilegt gildi og veita fólki,
innlendu sem erlendu, nauðsyn-
lega útivist, upplifun og hughrif.
Stofnunin væri fjármögnuð með
komugjaldi sem allir ferðamenn
til landsins greiddu.
Munu nútíma framsóknarmenn
nýta tækifærið og snúa til fyrri
viðhorfa eða halda áfram á óheilla-
braut síðustu ára? Fjárlagafrum-
varp gefur ekki tilefni til bjartsýni
en þar eru skornar niður fjárveit-
ingar til uppbyggingar á náttúru-
verndarsvæðum. Þingið tekur nú
frumvarpið til umræðu og vænt-
anlega er langt í samþykkt þess.
Talað er um breytingar á stjórn-
kerfinu, tilfærslur og fækkun
stofnana og enn hefur sérstakur
umhverfisráðherra ekki tekið til
starfa. Nú er tækifæri til og rík
þörf á að taka enn eitt framsóknar-
skref sem komandi kynslóðir
gætu minnst sem heillaskrefs til
náttúru verndar.
Framsóknarskref
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is
Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur og
Brynhildur Hall sjúkraliði ræða um makamissi
á samveru Nýrrar dögunar fimmtudagskvöldið
7. nóvember kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.
Stuðningshópur hefst í kjölfarið.
Allir velkomnir.
HJARTNÆM OG
AFHJÚPANDI
Metsölulisti
Eymundsson
Handbækur / fræðibækur / ævisögur
23.10.13 - 29.10.13
1.
Samband Jóhönnu Sigurðardóttur og
Jónínu Leósdóttur fór lengi leynt en
endaði í heimspressunni. Við Jóhanna
er áhrifamikil ástarsaga þeirra – drama-
tísk sigursaga um aflið sem býr í ástinni.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Tryggvi Gíslason
formaður Holl-
vinasamtaka
líknarþjónustu
➜ Heilsugæsla frá vöggu
til grafar er einn af horn-
steinum samfélagsins.
Traustur Landspítali sem
miðstöð lækninga og rann-
sókna er undirstaða heilsu-
gæslu í landinu. Alþingi
þarf nú að sameinast um
smíði nýs spítala og gera líf-
eyrissjóðum kleift að lána til
framkvæmdanna.
➜ Munu nútíma fram-
sóknarmenn nýta tækifærið
og snúa til fyrri viðhorfa eða
halda áfram á óheillabraut
síðustu ára?
NÁTTÚRUVERND
Sigrún
Helgadóttir
líf- og umhverfi s-
fræðingur
AF NETINU
Ósýnilega höndin í vösum skattgreiðenda
Ósjálfbær orkuframleiðsla á Hellisheiði fyrir álver hefur orðið til þess
að afköst jarðhitavirkjunarinnar minnka um sex megavött á ári að
meðaltali. Af þeim sökum þarf Orkuveita Reykjavíkur nú að leggja
gufulögn frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun til að afla þeirrar orku
sem hún þarf til að geta staðið við samninga við álver Norðuráls á
Grundartanga. Áætlað er að það kosti fyrirtækið 4,3 milljarða króna
og geri orkusölu til stóriðju enn óarðbærari. Þar sem verð á orku til
Norðuráls er fastbundið í samningum er líklegt að þessi nýju útgjöld
leiði til verri afkomu Orkuveitu Reykjavíkur, fyrirtækis í almannaeigu,
eða enn frekari hækkana á orkuverði til almennings.
http://www.dv.is/blogg
Guðmundur Hörður Guðmundsson