Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 40
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 „Ekki tala niður til mín,“ sagði Bubbi Morthens 2 Eldri hjólreiðamaður varð fyrir bifreið 3 Át hundinn sem bjargaði lífi hans 4 Sagði frá staðsetningu Bin Laden árið 2003 5 Gefa bíómiða um hábjartan dag á leik Íslands og Króatíu VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Sporðdrekaprinsessa fædd Leikkonan Lilja Nótt Þórarins- dóttir eignaðist sitt fyrsta barn á sunnudaginn með sínum heitt- elskaða, Ólafi Gauta Guðmundssyni. Eignuðust þau tólf marka stúlku, eða „sporðdrekaprinsessu“, eins og Lilja Nótt orðar það svo skemmtilega á Facebook-síðu sinni. Lilja Nótt státar af farsælum leiklistarferli og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við 101 Reykja- vík, Strákarnir okkar og Reykjavík Rotterdam. - lkg Fljúgandi veðurfræðingur „Að sjálfsögðu var ég stressuð en þetta var gaman,“ sagði Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur. Hún birtist í fyrsta skiptið á skjánum hjá RÚV í gær og spáði áframhaldandi stormi með suðurströndinni. Það var í október sem komið var að máli við Birtu Líf og hún beðin um að verða einn af veðurfrétta- mönnum sjónvarpsins. „Ég var búin að fá nokkra æfinga- tíma áður en ég birtist á skjánum. Hér eftir kem ég til með að taka fimm til sex vaktir í sjónvarpinu í hverjum mánuði,“ segir Birta Líf sem er búin að vinna á Veðurstofu Íslands í tvö ár. Hún hefur líka ódrepandi áhuga á flugi og er með atvinnuflug- mannspróf. Í sumar var hún að vinna hjá Icelandair. „Ég hef mikinn áhuga bæði á flugi og veðri. Þetta tengist vel saman því það er gott að hafa góða þekkingu á veðrinu þegar maður er að fljúga.“ - jme

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.