Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 4
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Villa slæddist í súlurit sem fylgdi frétt um könnun á fylgi flokkanna í Frétta- blaðinu í gær. Eins og fram kom í frétt- inni mældist fylgi Bjartrar framtíðar 13,7 prósent, ekki 19,7 eins og fram kom í súluritinu. 7.736 heimili fengu fjár-hagsaðstoð frá sveitarfélögum landsins á síðasta ári. Heimilum sem þáðu slíkar greiðslur hefur fjölgað um 0,3 prósent frá árinu áður. ALMENNINGSÍÞRÓTTIR Snjófram- leiðsla hófst í Hlíðarfjalli á Akur- eyri á sunnudag. „Snjóbyssurnar tíu í Hlíðarfjalli eru í gangi nán- ast allan sólarhringinn. Einnig hefur talsvert snjóað þar efra en þó vantar enn herslumuninn svo hægt verði að opna skíðabrekk- urnar,“ segir í frétt á vef Akur- eyrarbæjar. Útlit er fyrir að frost haldist næstu daga í Eyjafirði. „Gefið hefur verið út að brekkurnar verði opnaðar laugardaginn 30. nóvember en Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðar- fjalli, segir ekki ólíklegt að það geti orðið nokkru fyrr ef frostið helst næstu daga og vikur.“ - gar Styttist í opnun Hlíðarfjalls: Snjóbyssurnar í gang í Eyjafirði HLÍÐARFJALL Stefnt er að opnun í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, svaraði spurning- um Björns Þorvaldssonar saksóknara í rúma tvo tíma þegar aðalmeðferð málsins hófst í Hérað sdómi Reykjavíkur í gær. Hreiðar neit- ar sök í málinu og fullyrðir að ekkert óeðli- legt hafi verið við viðskipti bankans og sjeiks- ins Mohammads Al-Thani á haustmánuðum 2008. Hið sama sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, sem og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi yfir- maður Kaupþings í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur nánast frá hruni rannsakað kaup Al Thani á rétt ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi í lok septem- ber 2008. Ákæra á hendur fjórum fyrrverandi stjórnendum bankans, Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnús Guðmunds- syni og Ólafi Ólafssyni, var gefin út í vor þar sem þeir eru sakaðir, meðal annars, um mark- aðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og pen- ingaþvætti. Eitt af því sem Björn Þorvaldsson saksókn- ari þráspurði þá Sigurð, Hreiðar og Magnús um var hvort fréttatilkynning um kaup Al Thani hafi ekki verið vandlega samin með það fyrir augum að telja fólki trú um að hér væri um að ræða aukningu á lausafé bankans þegar hann í raun fjármagnaði kaupin sjálfur að öllu leyti. Í tilkynningunni segir að eignarhaldsfélag Al Thani, Q Iceland Holding, hafi fjárfest í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna. Ekki er tekið fram hvernig staðið er að fjármögnun kaupanna né heldur er minnst á að helming- ur upphæðarinnar komi í gegnum nýstofnað fjárfestingafélag sem var að fullu í eigu Ólafs Ólafssonar, eins af stærstu einstöku hlut- höfunum í Kaupþingi. Í gegnum félag Ólafs runnu þrettán milljarðar, lánaðir af Kaup- þingi, til eignarhaldsfélags Al Thani. Hina 13 milljarðana lánaði Kaupþing Al Thani milli- liðalaust. „Mér finnst þessi fréttatilkynning fullkom- lega eðlileg. Þar er allt satt og rétt sem fram kemur,“ sagði Sigurður Einarsson við skýrslu- tökuna í Héraðsdómi í gær. Hreiðar neitaði einnig fyrir dómi í gær að tilkynningin væri misvísandi. Aldrei hafi verið reynt að halda því leyndu að Kaupþing fjármagnaði kaupin. Þá sagði Hreiðar að Al Thani hafi tekið raun- verulega áhættu með kaupunum. Hann hafi skrifað undir sjálfskuldarábyrgð upp á 12,5 milljarða króna. Það hafi á endanum leitt til þess að hann greiddi slitastjórn bankans um þrjá og hálfan milljarð króna í upphafi árs. Að auki hafi frekara samstarf Kaupþings og Al Thani verið fyrirhugað. Það hafi því ekki verið rangt að kalla Al Thani fjárfesti sem væri að koma með hlutafé inn í starfsemi Kaupþings. hjortur@frettabladid.is Sagðir hafa slegið ryki í augu fólks með sölunni til Al-Thani Saksóknari í Al Thani-málinu segir að fréttatilkynning eftir kaup sjeiksins Mohammads Al Thani á 5 prósenta hlut í Kaupþingi sýni að slá átti ryki í augu markaðarins. Allt satt í tilkynningunni, segja sakborningarnir. ■ Skýrslutakan af Hreiðari Má tók þrjá klukkutíma. ■ Reiknað með að um 50 vitni verði leidd fyrir dómara á meðan á réttarhöldunum stendur. ■ Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um sjö þúsund blaðsíður. ■ Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu hefur staðið yfir frá miðju ári 2009. ■ Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru handteknir vegna málsins í maí 2011 og voru í kjölfarið úrskurðaðir í tólf og sjö daga gæslu- varðhald. Dagur 1 í Al Thani málinu ÞÉTTSKIPAÐUR BEKKURINN Það var hvert sæti skipað í dómssal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ekki aðeins hjá sakborningum og verjendum þeirra, heldur var fjöldi áhorfenda mætt- ur til að fylgjast með réttarhöld- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VÍSINDI Hátt í hundrað vísindamenn fylgdust með umræðu um framtíð rannsóknarsjóða og nýsköpunar á Alþingi í gær. Hleypa þurfti fólki inn í hollum þar sem aðeins er pláss fyrir þrjátíu manns á þingpöllunum. Í ályktun 147 vísindamanna til fjárlaganefndar Alþingis er lýst yfir áhyggjum vegna niðurskurðar í fjárframlögum til vísindastarfa á næsta ári. Rannsóknarsjóður Rann- ís fær ekki það viðbótarfjármagn sem gert var ráð fyrir í fjárfestinga- áætlun síðustu ríkisstjórnar. Erna Magnúsdóttir, sérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands, segir að niðurskurðurinn bitni verst á ungum vísindamönnum. „Það skiptir miklu máli fyrir vísindasamfélagið á Íslandi að það verði fallið frá þessum niðurskurði. Rannís greiðir laun ungra vísinda- manna og hátt í fjörutíu störf gætu tapast vegna þessa,“ segir Erna. Svandís Svavarsdóttir, þingmað- ur VG, sagði í umræðu um málið á Alþingi að örvænting væri byrjuð að grípa um sig meðal vísindafólks. „Það sér fram á minnkandi fram- lag í rannsóknarsjóðina næstu þrjú árin. Ungt fólk mun flýja land. Okkar öflugustu framhaldsnemar og okkar öflugustu nýdoktorar,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra sagði nauðsynlegt að draga úr útgjöldum til að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur ríkis- sjóðs. Áætlað fjárframlag til Rann- ís á næsta ári væri hins vegar hátt borið saman við framlög síðustu ára. - hks Óttast að 40 störf geti tapast hér á landi vegna niðurskurðar til vísindastarfa: Vísindamenn fylltu þingpalla á Alþingi FYLGDUST GRANNT MEÐ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, var upphafs- maður umræðunnar í gær. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur Víða 10-15 m/s, hægari inn til landsins. VETRARLEGT Í dag og næstu daga blæs hressilega á landinu, það verður austanátt í fyrstu en síðan NA-átt. Rigning eða slydda S-til í dag en á morgun og fimmtudag má búast við snjókomu eða éljum norðan- og austanlands. 3° 10 m/s 3° 12 m/s 4° 15 m/s 6° 18 m/s Á morgun Strekkingur eða allhvasst á annesjum. Gildistími korta er um hádegi 4° -1° 3° 0° -1° Alicante Aþena Basel 27° 20° 16° Berlín Billund Frankfurt 10° 10° 8° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 9° 10° 10° Las Palmas London Mallorca 25° 12° 23° New York Orlando Ósló 11° 27° 6° París San Francisco Stokkhólmur 13° 15° 7° 4° 9 m/s 6° 13 m/s 3° 6 m/s 3° 11 m/s 2° 5 m/s 3° 4 m/s -2° 5 m/s 3° 1° 2° 3° 1°MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! 3 ÁRA ÁBYRGÐ Sími: 535 9000 UMHVERFISMÁL Áætlun fyrir Hverfjall Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu um verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Hverfjall í Mývatns- sveit og óskar eftir athugasemdum. Í áætluninni er fjallað um nauðsyn- legar verndaraðgerðir, landvörslu og landnýtingu, s.s. aðgengi ferðamanna að svæðinu, stígagerð og uppbyggingu þjónustumannvirkja.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.