Fréttablaðið - 05.11.2013, Page 26

Fréttablaðið - 05.11.2013, Page 26
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI STEFÁNSSON Suðurgötu 67, Akranesi, andaðist á Höfða föstudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 14. Jóhann Jensson Guðlaug Aðalsteinsdóttir Jóna Birna Bjarnadóttir Guðmundur Reynir Reynisson Elín Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÁRNASON frá Kópaskeri, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi föstudaginn 1. nóvember. Árni Ingimundarson Stefanía Björnsdóttir Gunnlaugur Ingimundarson Rakel Guðný Pálsdóttir Ari Ingimundarson Hildur Traustadóttir Sigurveig Ingimundardóttir Stefán Friðgeirsson Sólrún Ingimundardóttir Skúli Arnfinnsson barnabörn og langafabörn. Ástkær bróðir okkar, KRISTJÁN FRIÐRIK EIRÍKSSON sem lést á Sundabúðum, Vopnafirði, 28. október verður jarðsunginn frá Skeggjastaðarkirkju í dag, þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur Eiríksson og Gunnþór Eiríksson Okkar elskulega AÐALHEIÐUR ÁSA GEORGSDÓTTIR Miðhúsum, Snæfellsnesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 31. október. Útförin fer fram í Búðakirkju þann 9. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Miðhúsafélagið, reikn. nr. 327-26-612, kt. 600611-0380. Sonur, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUNNAR HANNESSON Laugarnesvegi 65, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 30. október. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildarinnar fyrir einstaklega hlýtt viðmót og góða umönnun. Rósa Óskarsdóttir Elsa Jónsdóttir Fjalar Jóhannsson Andrea Fanney Jónsdóttir Kjartan Friðrik Ólafsson Eva Rós og Brynja Fjalarsdætur Elskulegi faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HELGI BJÖRNSSON áður til heimilis að Ásgarði 5, Garðabæ, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Alda K. Helgadóttir Sigurður Ottósson barnabörn, barnabarnabörn og bróðir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KATRÍN HJARTARDÓTTIR Laugarnesvegi 87, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki. Styrktarreikningur 0544-26-32126, kt. 660296-2049. Magnús Þorvaldsson Hjörtur Þorgilsson Erla Leósdóttir Helga Katrín Hjartardóttir Hlynur Pálsson Magnús Rúnar Hjartarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Austurvelli, Eyrarbakka, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 2. nóvember. Þórhildur Gísladóttir Einar Kjartansson Kristján Gíslason Ólöf Guðmundsdóttir Hrafnhildur Gísladóttir Guðbjörn Ólafsson Margrét Bragadóttir Bjarni Jakobsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og stjúpfaðir, FRIÐJÓN ÓLI VIGFÚSSON Kristnibraut 4, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 30. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 6. nóvember klukkan 13.00. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Unnur Ölversdóttir Pétur Friðjónsson Þórhildur Ingadóttir Óli Arnar, Ingi, Helga, Birkir Fjalar og Andri Freyr Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN BENEDIKT GUÐMUNDSSON frá Þverdal í Aðalvík, lést á heimili sínu Boðaþingi 24 fimmtudaginn 31. október. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 13:00 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Bergþóra Skarphéðinsdóttir Sjöfn Sóley Sveinsdóttir Rögnvaldur Reinhard Andrésson Gerður Sveinsdóttir Ólafur Sigurðsson Smári Sveinsson Guðmunda Óskarsdóttir Kristín Linda Sveinsdóttir Skjöldur Vatnar Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ANDRÉSDÓTTIR áður til heimilis að Æsufelli 4, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15.00. María Henley Kristján Ólafsson Valgerður Björk Einarsdóttir Guðný Alda Einarsdóttir Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra Berglind Brynjarsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi Guðjón Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT LARSEN áður til heimilis að Reynimel 76, andaðist þann 30. október á Litlu-Grund. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Rita M. Duppler, Ellen Margrét Larsen og fjölskyldur. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkenn- ari og kórstjóri Hamrahlíðarkórsins, er sjötíu ára í dag. Hún stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir 46 árum að hausti og svo síðar Hamra- hlíðarkórinn árið 1982. „Við höfum haldið tónleika víða um heim og upplifað ýmislegt,“ segir Þor- gerður um kórana sína, en Hamrahlíð- arkórinn hefur lagt ríka áherslu á að kynna íslenska tónlist. Hún var aðalstjórnandi æskukórsins Raddir Evrópu, sem var viðamesta samstarfsverkefni menningarborga Evrópu árið 2000. Kórinn hélt tónleika um alla Evrópu. „Tónlistin hefur breyst í tímans rás en það hefur alltaf verið virkilega gaman að stýra kórunum,“ segir Þorgerður. Hún hefur hlotið margvíslega viður- kenningu fyrir störf sín og list. Þá hlaut hún íslensku fálkaorðuna og kon- unglegu norsku heiðursorðuna. Þor- gerður var útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr borgarstjóri veitti Þorgerði í því tilefni ágrafinn stein, heiðursskjal og viður- kenningarfé. Þá hlaut hún heiðursverð- launin á Íslensku tónlistarverðlaunun- um í ár. Þorgerður er nú ásamt Hamrahlíð- arkórnum að undirbúa útgáfu á nýjum geisladiski sem inniheldur meðal ann- ars tónverk eftir Huga Guðmundsson, tónskáld og er gefinn út af Smekk- leysu. „Það er nóg að gerast hjá mér og kórunum á næstunni og talsvert af tónleikum framundan,“ segir Þorgerð- ur að lokum. - glp Kórstjóri á tímamótum Kórstjórinn og tónlistarkennarinn Þorgerður Ingólfsdóttir fagnar sjötíu ára afmæli í dag. Á STÓRAFMÆLI Í DAG Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri og tónlistark- ennari er sjötug í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.